01 nóvember, 2006

Félagsfrík

Lengsta staðlota á minni stuttu skólagöngu er lokið. Hjúkkitt. Ekki löng í dögum talið, heldur álagi. Hafa unnist margir sigrar á þessum fáu en löngu dögum. Ætla aldeilis að hafa það gott í góðra vina hópi næstu daga. Henríettur annað kvöld, Spörri og frú hinn daginn og besti saumó í heimi á laugardag fram á sunnudag. Svo nýt ég auðvitað fegurstu og yndislegustu barna þess á milli og í og með .. ekki af eða á... ætti samt eiginlega að vera að drekka rauðvín með B núna til að halda upp á gott vinnuframlag.

Svona vinnutörnum fylgir óhóflegt brauð og sælgætisát með tilheyrandi gosdrykkju. Það er ekki gott fyrir magann minn, held ég skipti yfir í áfengi... (langar samt í nammi núna, svona af gömlum vana)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við vonumst til að leggja af stað um tvö leytið, verðum að ná að spjalla vel um kvöldið.