07 nóvember, 2006

Tölur...

- Mamma, ég fann nagl!! segir Stubbalingur og veifar framan í mig skrúfu
- Þessi er uppi hjá Guði af því að hann er brotinn, segir hann svo og setur brotna tölu upp á hillu.

Hann er nefnilega að leika sér með töluboxið hennar mömmu sinnar þessi ljúflingur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tölubox! Hef ekki séð svoleiðis í, já alla vega svona 25 ár! Mamma átti alltaf eitt hrikalega djúsí, með gimsteinatölum og alls konar. Gat dundað með það tímunum saman. Sæi mig í anda bjóða mínum uppá tölubox sem leikfang - ef það héti tölvubox kannski...
B

Meðalmaðurinn sagði...

Nauðsyn er hverri konu að eiga a.m.k. eitt tölubox. Mitt er meira að segja kistill... Skal leyfa þér að skoða næst þegar þú kíkir í kleinu!

Anna Malfridur sagði...

Tölubox! Skemmtilegar minningar streyma um hugann :) Amma á bökkunum átti nokkur sem jöfnuðust á við gullkistur svo miklir voru fjársjóðirnir þar og svo átti amma á Engjó eitt gott og við fengum alltaf að búa til töluorma þar :)
Yndislegt!!!