12 nóvember, 2006

Kakó og romm

Fór á gamla Borgarspítalann í síðustu viku, nánar tiltekið háls-, nef- og eyrnadeild. Þar hangir uppi á vegg stórindis skápur úr gleri (plasti) þar sem eru til sýnis munir er fundist hafa og náðst úr innviðum fólks. Þarna kennir ýmissa grasa, títuprjónar, bein af öllum stærðum og gerðum, teningar og fleiri smáhlutir. Skemmtilegasti hluturinn, að mínu mati, náðist úr innviðum konu á níræðisaldri. Þetta var miði á stærð við lítið frímerki og þegar rýnt var í sást að á honum stóð:
Ægte
Jamaica
Rom
80%
Sú gamla hefur sko örugglega ekki ætlað að láta neitt fara til spillis!!

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Fliss og hlátursrokur glumdu hér í nýja eldhúsinu mínu.

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis í lærdómshorninu mínu :o).
B

Nafnlaus sagði...

....hefði hæglega getað gerst á finnsu hóteli....

Nafnlaus sagði...

finnsku...meinti ég eins og þú hefur væntanlega skilið eins og skot!!!