24 nóvember, 2006

Nælon hvað?

Hver fann eiginlega upp nælonsokkabuxur??? Það er eins og að fara í fangelsi að klæða sig í þetta helv*** Maður missir reyndar nokkur kíló af lærum og rassi (ekki að ég hafi endilega þurft þess) en í staðinn verður maginn bara meiri (ekki það sem ég var að sækjast eftir)

Minnir mig á atriði úr síðasta áramótaskaupi þegar tággrönn og hugguleg kona kom inn í verslun að máta föt og vildi alltaf minni og minni jakka og buxur.. endaði með því að hún var orðin eins og rúllupylsa. Þá er nú betra að sleppa nælondraslinu (já, hljómsveitinni líka) og halda sig við sína stærð...(nema að núna er ég föst í helv** sokkabuxunum, eins gott að ég þurfi ekki að pissa í kvöld)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kann 1 trix. Ég klippi alltaf í strenginn á sokkabuxunum og þá hleypur ekki allt í kekki.... en svo fattaði ég ennþá betra trix og núna nota ég bara bómullarleggings!!! Mæli sko með því :) En takk fyrir í gær.. ég er ennþá bara í skýjunum yfir því hvað hún Fabúla er mikið æði!!!

Nafnlaus sagði...

Einu sinni fór ég ekki útúr húsi án þess að vera í nælon, nú kem ég helst ekki nálægt þessu!
Bara enn eitt dæmið um sniðugar aðferðir til að pynta konur!
B