22 janúar, 2008

Kósýhvað

Fátt afrekaði ég í langa jólafríinu mínu. Tókst þó að klambra saman þessu kósý horni fyrir Stubbaling, undir rúminu hans. Við vorum í smá stund eins og alvöru hjón, Gítarleikarinn skrúfaði upp lampa og stöng, húsmóðirin saumaði festingar á pullur, utan um gamla dýnu og skreytti svo pullurnar með efnarestum.
Hugmyndin kemur að sjálfsögðu úr IKEA og ætli þetta hafi ekki kostað svona.. tvöþúsundkall - samt kostaði IKEA ferðin mun meira....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá kósý! Mig langar sko alveg að kúra þarna með krílunum þínum :)

Nafnlaus sagði...

Kannast alveg við svona ódýrar verslunarferðir - Rúmfatalagerinn, Ikea og svo bara þegar maður skreppur til að kaupa tvinna i Virku!! :=)

Birgitta sagði...

"Alvöru" hjón ;). Þá hef ég sko bara aldrei verið partur af alvöru hjónum :p.

Syngibjörg sagði...

Hvað þú ert duglega alltaf mín kæra. Þetta er ótrúlega kósý, litríkt og flott.