07 janúar, 2008

Nojts...

Mér var nær að kvarta. Það eru sko byrjaðar ALVÖRU spreningar í næstu götu við mig. Loftvarnarflautur og alles. Ég sat í sófanum í morgun þegar ég þeyttist allt í einu hátt upp í loft við mikinn hvell, bæði brá mér við hvellinn og eins var dynkurinn svo mikill að þyngdaraflið lét undan. Þegar sjokkið hjaðnaði minntist ég þess að hafa fengið miða inn um lúguna með jólakortaflóðinu. Honum er ég búin að týna. En það stóð á honum eitthvað á þá leið að nú færu sprengingar að hefjast í nýbyggingarreitnum hérna í næstu götu, þetta á víst að standa einhverja mánuði. Jibbíjey. Hjartað nú þegar skroppið helling saman eftir 3 spreningar í dag (á meðan ég var heima við allavega) og verður væntanlega lítið eftir af því með vorinu. Kennaranemi með uppþornar hjarta.. hljómar ekki vel.

p.s. Hvernig gengur ykkur að hætta í óhollustunni? Mér gengur ekki baun og er langt komin með karamellufylltu Birgittukossana :P

3 ummæli:

Anna Malfridur sagði...

Aldrei slíku vant þá gengur mér vel að hætta í óhollustunni en það er svosem ekki viljastyrk fyrir að þakka heldur tók maginn af mér völdin og neitar að taka við meira jukki. Svo að núna er bara grænmeti og kjúklingur á matseðlinum :)

Nafnlaus sagði...

Hjá mér var auðvitað afmæi á miðvikudaginn og annað á næsta föstudag, þess á milli reynum við að borða fisk og pasta, urðum samt að grilla á laugardaginn vorum komin með fráhvarfseinkenni þar sem við slepptum nýársdagsgrillinu (fengust hvergi almennilegar kótilettur)

Nafnlaus sagði...

Hva - voða hollustukonur eru þetta!!

Ég er í sama gír og þú Marta, var að gúffa í mig nokkrum Nóamolum. Það er nefnilega verst að þeir eru allir góðir - enginn moli sem maður skilar aftur í kassann til að velja nýjan!