31 janúar, 2008

Taugarnar


Ég er eitthvað svo slæm á taugum eftir allar sprengingarnar hérna í nágrenninu. Enda er krafturinn í þeim að aukast ef eitthvað er, jörðin hristist undir fótunum á mér minnst 5 sinnum á dag (fer eftir því hvað ég er mikið heima), og alltaf hrekk ég jafnmikið í kút. Hvort sem þeir muna eftir að setja loftvarnarflautuna á áður eða ekki.

Held ég fari og kaupi mér eitthvað hjartastyrkjandi á kostnað verktaka, ætli það megi?

4 ummæli:

Birgitta sagði...

Hvað á þetta eiginlega að standa lengi yfir?

Meðalmaðurinn sagði...

6 mánuði.. og sá fyrsti rétt að klárast :S

Anna Malfridur sagði...

Æi þú átt alla mína samúð - núna sko þegar ég er ekki lengur hinum megin við borðið ;)
Ég var nefnilega einu sinni að vinna hjá verktakafyrirtæki og þurfti að svara reiðum nágrönnum þegar við vorum vikum saman að brjóta klöpp við húsvegginn hjá þeim. Þá gat ég ekkert annað sagt en: ja því miður þetta er bara óhjákvæmilegt og ekkert sem þú getur gert við þessu...! (eða eittvað í þeim dúr...) leiðinleg, ekki satt??

Syngibjörg sagði...

ljóta ástandið- þá er nú betra að vera á kafi í snjó hér í skóginum.