06 janúar, 2008

Ópersónuleg færsla

Auglýsing frá einhverri prentþjónustu hljómar í sjónvarpinu, klikkt út með "persónuleg þjónusta". Miðjukrúttið spyr: "mamma, hvað er persónuleg þjónusta"?
Ég veit það eiginlega ekki.. meina, er ekki öll þjónusta persónuleg? Hvernig er hægt að vera í samskiptum við aðra manneskju án þess að það verði persónulegt? Eru samskipti tveggja manneskja ekki alltaf persónuleg?
Þessi bloggsíða mín er allavega orðin miklu persónulegri en hún átti að verða í upphafi :P

3 ummæli:

Birgitta sagði...

Æi veit ekki. Hvað með þegar maður hringir t.d. í þjónustuver? Hjá bankanum, Símanum, Stöð 2 o.s.frv.? Ég hef aldrei upplifað það að ég sé viðmælandanum persóna í slíku samtali, meira bara svona "kúnni".

Nafnlaus sagði...

Einmitt - lenti í einu þjónustuverinu núna fyrir jólin! Það var ég alltaf "að bíða aðeins" á meðan einhver á bakvið var spurður.......- ekki svoooo persónulegt eða hvað?

Meðalmaðurinn sagði...

Ókei, gef ykkur sjens, samskipti geta verið ópersónuleg í síma :P