15 mars, 2006

Dagdraumar

Mundi örugglega henta mér að vera nunna, búa í klaustri, mála á kerti, rækta grænmeti og syngja. Þá eru alltaf ákveðnir matmálstímar og þvottadagar og allt í skorðum, sem ég mundi ekki þurfa að búa til sjálf. Held að það henti mér að vera í ramma þó ég geti ekki smíðað hann hjálparlaust. Er búin að biðja um aðstoð við rammasmíði hjá góðri vinkonu sem segist halda uppi Hitlers aga á sínu heimili. Hún vildi ekki hjálpa mér. Mundi samt ekki nenna að safna péning, boða guðsblessun eða iðka trúna, svo klaustrið er sennilega útúr myndinni. Held að ég mundi sakna Óla, þrátt fyrir allt, og auðvitað barnanna... enn meira útúr myndinni.

Kaupi mér bara gamalt niðurnítt hús, með þykkum útveggjum, verð með fífla og sóleyjar í glugganum sem börnin hafa fært mér syngjandi í sólskininu. Ég inni að baka eplaköku (úr eplunum sem vaxa á trjánum fyrir utan gluggann) á meðan þau skottast úti hlæjandi. Svo kemur Óli heim af akrinum, útitekinn og hraustlegur þegar ég er tilbúin með ferskt salat, speltbrauð og gufusoðinn lax sem hann veiddi í gær...

... og ég náföl með bauga af allri inniverunni og eldamennskunni - það er eitthvað sem er ekki alveg að ganga upp í þessari draumsýn. Ég veit alveg hvað það er
ÉG ER ALLT OF HE.... RAUNSÆ!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey! Þú verður auðvitað kaffibrún og sælleg af allri granmetisræktinni, það verður að vera kartöflugarður og kryddjurtagarður og alls konar fínerí í svona draumsýn....
Eini gallinn sem ég sé er að þú þarft að flytjast af landi brott og hver í ósköpunum á þá að hjálpa mér með HH???