07 mars, 2006

Fargan

Hvað er eiginlega með þetta dagblaðafargan inn á heimilin. Er þetta eitthvað sem tíðkast í hinum siðmenntaða heimi eða er þetta bara svona hjá okkur hérna á Íslandi? Hver er eiginlega meiningin með að senda manni ekki bara eitt frítt blað óumbeðið, heldur tvö!!! Svo þáðum við fría mogga-áskrift í mánuð og maður er hreinlega að drukkna. Fyrir nú utan alla yndislegu auglýsingabæklingana......

Engin ummæli: