Minn stærsti kostur er óendanleg þolinmæði. Ég hef skilning þegar aðrir eru að pirrast yfir fólki sem er erfitt í umgengni, ég geri það alveg sjálf, en mér finnst ekki taka því að láta það ergja mig inn að beini. Það er líka mjög erfitt að reita mig til reiði. Það er líklega fylgifiskur þolinmæðinnar.
En eins og með flesta kosti, er þetta líka ókostur. Með því að sýna endalausa þolinmæði býður maður fólki að ganga á lagið. Það er ekki gott. Það er líka nauðsynlegt að geta staðið upp og sagt nú er nóg komið, þegar nóg er komið! Það er líka gott að bera málefni undir fólk sem er traustsins vert, vega og meta þeirra skoðun til að fá aðra hlið á málinu. Það er fátt jafn dýrmætt í lífinu og góður vinur, svo mikið er víst.
18 mars, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli