22 mars, 2006

Langir dagar

Mér leiðist þegar fólk þarf alltaf að vera að tala um hvað það er mikið að gera hjá því. Ætla mér ekki að detta sjálf í þann pytt, gæti orðið erfitt að komast upp úr honum. Þekki konuna í risinu lítillega og þá sjaldan ég rekst á hana er hún alltaf á innsoginu yfir því hvað sé mikið að gera hjá henni, hún er nefnilega í háskólanum og virðist bara vera í endalausum prófum. Þekki fleiri með þessa veiki, á misháu stigi. Svo þekki ég líka fólk sem er alltaf á fullu en kvartar aldrei, tekur bara því sem að höndum ber með bros á vör. Veit ekki hvorum hópnum ég tilheyri þar sem fjarlægðin er svo lítil.

En undanfarna daga hef ég þó verið að kvarta undan of fáum tímum í sólarhring viðurkenni það alveg. Held ég fari bara að hringja í konuna í risinu, svei mér þá....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Iss, hún nennir ekkert að hlusta á þig, vill bara tala um sjálfa sig, hljómar þannig.
Halla