27 mars, 2006

Undirbúningsvinna

Skyldi ég einhverntíma eiga eftir að verða kennari? Finnst bara að þegar maður fer í fyrsta skipti að kenna eigi maður að fá í hendurnar krúsídúllur í 2.bekk (veit þær geta líka verið óþekkar, krúsídúllurnar) sem finnst ennþá spennandi að vera í skóla. Held að verðandi unglingarnir okkar Birgittu eigi eftir að færa sig upp á skaftið eftir því sem líður á tímann, en þá er bara að vera tilbúinn að stíga á þá.. er það ekki? Ég er sko ekkert hrædd við verðandi unglinga, er miklu þrjóskari, frekari, lífsreyndari og skemmtilegri en þeir allir til samans - hljómar eins og ég sé að reyna að sannfæra einhvern hérna -

Nótta góð...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst algjört bull að setja ykkur í 7. bekk þau eru svo mörg að byrja á gelgjunni.

Nafnlaus sagði...

Guð hvað ég er sammála - hugsaðu þér hvað það hefði verið frábært að byrja með börn sem líta upp til manns, þykir gaman að læra og eru spennt fyrir því sem maður er að gera með þeim??? Ekki þessa varga sem eru tilbúin að nýta minnsta tækifæri til að sýna manni hvað þau geta verið miklir vargar...
Og svo bætir prinsessan ekki úr skák (best að segja ekkert meira um það).

Nafnlaus sagði...

hehe, veit hver skrifaði seinna kommentið..

Nafnlaus sagði...

Átti sko ekkert að vera nafnlaust, var búin að kvitta og alles :o. Gott að vita að tuðið í manni þekkist ;).