23 nóvember, 2006

A og B

Ég hef oft heyrt foreldra kvarta yfir árrisulum börnum. Börnum sem eru rokin á lappir löngu fyrir dagrenningu og heimta athygli og ummönnun á svo ókristilegum tíma. Sjálf þekki ég varla þetta vandamál. Því fylgja kostir og gallar. Auðvitað er fínt að þurfa ekki að vakna eldsnemma um helgar og á frídögum, geta bara kúrt áfram með krílunum. En að þurfa að vekja lítinn Stubb óviljugan flesta morgna getur líka gert mann geðveikan. Uppgötvaði þetta bara í morgun þegar hann vaknaði sjálfur hálf-átta.. renndi sér fram úr rúminu, skaust á klósettið og sagðist svo vera svangur.

ÞVÍLÍKUR LÚXUS!!!!

Verð reyndar að viðurkenna að Stubbalingur hefur verið óvenju slæmur undanfarið, það fylgir oft veikindum, leikskólafríi og óreglu.. já og auðvitað þeim hæfileika að geta haldið sér vakandi á þrjóskunni einni saman kvöld eftir kvöld.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prófessorinn minn er dreginn á fætur á hverjum virkum morgni með harmkvælum en um helgar vaknar hann sjálfur svona milli hálf sjö og sjö og kemur og spyr hvort hann megi fara að leika, skilur svo eftir ljós á baðherberginu sem skín beint í augun á mér.

Nafnlaus sagði...

Ég þekki þetta sem Halla talar um, frumburðurinn minn gerir nákvæmlega þetta! Kannast reyndar ekki við þetta með baðljósið því hann er einstaklega tillitssamur og læðist um allt.
Er þetta ekki bara spurning um innri og ytri áhugahvöt ;)?
B

Nafnlaus sagði...

Þetta þekki ég vel....þ.e. það sem stendur hér fyrir ofan.....
Mín börn kunna að vísu ekki að læðast - ennþá! Mér er sagt að krakkar læri það allavega þegar þeir komast á unglingsárin!!!

Syngibjörg sagði...

Mín gætu sofið út í eitt ef þau fengju að ráða. Slíkum svefnpurrkum hef ég sjaldan kynnst.
Og oft má heyra þessa setningu, meira segja hjá Snáðanum bráðum 5,
en mamma, það er svo gott að kúra, ha, bara smaaaaá stund í viðbót, gerðu það ha mamma?