10 nóvember, 2006

Sparnaðarátak

Eftir miklar og endurteknar utanlandsferðir með tilheyrandi neyslu og óhóflegri eyðslu, er kominn tími á smá aðhald. Ég ákvað að hefja sparnaðinn formlega með því að kaupa ekki bókina um sparnað. Þar sparaði ég kr.3.990.- eða 2.490.- ef ég hefði keypt hana hjá Eddu-klúbbnum. Að sjálfsögðu hefði ég ekki keypt hana í klúbbnum svo þetta er glæsilegt start, búin að spara tæpar fjögurþúsund krónur í dag og get því slakað á það sem eftir er dagsins.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsileg hugmynd. Ég borgaði vísareikninginn með yfirdrætti og náði að nýta mér yfirdráttavaxtamuninn á milli viðskiptabankanns (gullvildarmeðlimur) og Vísa Ísland þar sem ég er bara nóbuddí.

Nafnlaus sagði...

Góð byrjun á sparnaðí.. minn maður sagði "elskan það er ekkert mál að bjóða þér til útlanda... það er bara svo dýrt að borga vísa þegar heim er komið..." Ég skil ekki alveg hvað hann meinar....
Er að kafna í verkefnavinnu sé samt fram á náðugt jólafrí frá og með 19. des!

Nafnlaus sagði...

Heiti Helga Bryndís ekki anonymous!!

Nafnlaus sagði...

Góður.......!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Ójá, ég heiti Rakel....!!