15 nóvember, 2006

Tilkynning

Pósturinn er kominn. Þar á meðal er tilkynning um að jólin byrji í IKEA. Mikið er nú gott að vita það, var einmitt farin að undrast um jólin, hvenær þau ætluðu eiginlega að byrja. Þá skelli ég mér bara í risastóra húsið í sænsku fánalitunum í Garðabænum og næ mér í mín jól, þegar mér hentar. Hvenær ætli það sé helst von á mátulega lítilli traffík?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að fara þángað getur verið gaman en getur líka jafnast á við gott atriði ú hryllingsmynd!
Ég lenti í því að þurfa að koma bíllyklunum til mannsins míns eftir að ég var komin inn í búðina. Ég kom að lyftunni....en það var enginn takki til að ýta á!! Ég labbaði niður stigann en það var glerveggur fyrir útgönguleiðinni!! Ég ætlaði að hringja í hann en það var ekkert símasamband þar sem ég stóð!!
Ég endaði í að láta ferja lykana í gegnum barnagæsluna......úfffff!
Nú vantar mig bæs á góðu verði en....nenni varla að "skreppa"!

Nafnlaus sagði...

.....skrifaði tölvan mín "á" í "þangað"!!!! Ég sem er nýbúin að kenna krökkunum ng og nk regluna!!!

Meðalmaðurinn sagði...

það er svo gaman þegar þú commentar Rakel því að þér duga aldrei minna en 2 comment :) En alveg sammála með IKEA, nenni varla að fara þangað til að sækja jólin mín, ætli þeir séu með heimsendingarþjónustu....

Nafnlaus sagði...

Nú skil ég.... jólin eru innifalin í verðinu hjá Speglauppsetningarmanninum sem kemur til mín á morgun.....!!!!!! Það hlaut eitthvað að vera!

Nafnlaus sagði...

en heyrðu, ég var að fá bækling frá Rúmfatalagernum sem segir mér að jólin byrji ÞAR! Hvað gera bændur þá?
Ætli jólin sem maður fær í Ikea séu betri en þau úr Rúmfatalagernum? Ég fyllist valkvíða!
B