02 janúar, 2008

Á nýju ári

Á morgun verður...
..ísskápurinn tæmdur
..jólaölinu hellt niður
..smákökudunkarnir tæmdir út í ruslatunni
..konfektrestum sturtað niður í klósettið

Síðan fer húsmóðirin í dýrustu matvöruverslanir landsins. Skáparnir verða fylltir af lífrænt ræktuðum baunum og fræjum og ísskápurinn af soja mjólk og tófú. Eftir heljarinnar skúringar og afþurrkun verður rokið í líkamsræktarstöðina í nágrenninu og hamast í eróbikk.

DJÓK!!

Stefni á að skúra á morgun og nota svo restina af árinu í að láta mér líða vel. Hæfilegur skammtur af óhollustu og hreyfingarleysi er þar efst á blaði. Enn er líka nokkrar eðalbækur ólesnar á náttborðinu, en þeim þarf helst að ljúka áður en skólinn hefst að nýju.

GLEÐILEGT ÁR KÆRU VINIR og munið að gleyma ykkur ekki í áramótaheitunum!

4 ummæli:

Anna Malfridur sagði...

Gleðilegt ár gamla mín (sko mánuði eldri en ég manstu?!)

Ég fékk sjokk þegar ég las fyrri helming þessarar færslu og ætlaði að fara að jesúsa mig í bak og fyrir vegna þess hvað hefði komið fyrir þig: henda úr smákökudöllunum í ruslið??? - nei svoleiðis gerir maður ekki!! en mér létti þegar ég sá að þetta var bara djók - hjúkk maður!!! ;)

Engin áramótaheit á þessum bænum núna frekar en venjulega, er ekkert að svekkja mig á því að halda þau ekki... sendi bara góðar óskir til allra sem ég þekki um dásamlegt komandi ár!!

Birgitta sagði...

Segi það sama og fyrri ræðumaður, ég fékk líka sjokk! Var að hugsa um að koma bara ekkert í kaffi til þín í staðlotunni, reyna frekar bara að draga þig á Magga Dóna :p.
Engin áramótaheit á þessum bæ heldur, held að þau séu runnin frá hinum illa sjálfum.

Syngibjörg sagði...

he he......alltaf doltið fyndin :)
var nú ekki alveg að sjá þetta fyrir mér...
gleðilegt ár mín kæra - risaknús og kossar til ykkar.
Takk fyrir allt og allt.

Nafnlaus sagði...

Trúði þessu öllu eitt augnablik! Makalaust hvað maður getur stundum verið bláeygður!!!