09 janúar, 2008

Skortur á sambandsleysi

Tölvan mín er í yfirhalningu áður en næsta vertíð hefst. Á meðan er ég sambandslaus við umheiminn (lesist: Birgittu, skítt með rest).
Á meðan les ég Óreiðu á striga og gúffa Nóa konfekt (eins og Rakel) - rakst óvart á óopnaðan kassa uppi í skáp og asnaðist til að opna hann. Þá er ekki aftur snúið. Fæ reyndar til mín góðan hóp á laugardaginn og stefni á að geyma nokkra mola fyrir þær. Lofa engu.
Þetta er ritað á smátölvu Gítarleikarans, hún er svo lítil að ég sé hana varla.

3 ummæli:

Birgitta sagði...

Þín er sko sárt saknað! Eins gott að tölvan þín komi til baka í fullu fjöri!

Nafnlaus sagði...

Fleiri sem sakna þín!

Nafnlaus sagði...

Ji - við erum bara tvíburasálir! Ég er líka að lesa Óreiðu á striga!! Er þá reyndar alltaf búin að bursta tennurnar - konfektið burt jú sí!