11 júní, 2008

Gott pepp

Já og svo var ég að reka augun í bráðskemmtilega komment frá henni Önnu Málfríði um Miðjubarnafærsluna mína. Þar sem ég er svo hrædd um að það fari fram hjá ykkur þá set ég það hérna fyrir neðan:

Ég held að miðjubarnið hafi nú ekkert alltaf verið skælandi og ódugleg. Ég man ekki betur en að ég hafi hneykslast mikið á því þegar litla krúttið byrjaði í 6 ára bekk þá þurftir þú alltaf að bíða eftir henni til að fylgjast með henni heim úr skólanum. Ég reyndi svona pent að benda þér á að þú hefðir nú labbað ein heim úr skólanum árinu áður... enda ég sem yngsta barn ekki með nokkurn skilning á því að taka tillit til yngri systkina :)

Þessu var ég alveg búin að gleyma - Takk Anna mín!!

2 ummæli:

Anna Malfridur sagði...

Híhíhí, verði þér aððí elskan ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa.
Gaman að finna svona skemmtilega bloggara :)
Kveðja,
Hulda Signý