24 júní, 2008

Kvöldkyrrð

Æji ég er svo mikill snillingur að það er ekki hemja. Miðjan og vinkonan uppi að dúlla sér, Gítarleikarinn og Stubburinn á fótboltaleik, Únglíngurinn að sinna sínu og ég kom mér fyrir í sófanum við gluggann með stóra bók.
Yfir sófabakið liggur bútateppi með rönguna upp. Það skín svo mikil sól inn um gluggann og teiknibólugardínurnar skýla mjög takmarkað svo ég kem í veg fyrir ofhitnun á brúnu leðri með þessari nýstárlegu aðferð.
Við höndina er stóra gallabuxnabláa tekrúsin mín, eitt mesta uppáhaldið mitt af veraldlegum hlutum. Hún er full af sjóðheitu fennel tei - svo gott á kvöldin (já ég er svona biluð).
Það er styttra að leggja frá sér á slétt bakið á sófanum heldur en stofuborðið svo að þangað fer krúsin mín.

Og teppi á bakinu. Gáfulegt.

Ég er semsagt að koma frá því að þurrka upp ríflega 3 dl. af sjóheitu fennel tei úr sófanum og af gólfinu. Þurfti líka að skipta um buxur - þokkalega hlandblaut. Held að ég hafi samt sloppið við brunasár á læri.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bbbbbbbbbbbbbrotnaði krúsin nokkuð?

Meðalmaðurinn sagði...

nei, vill til að lærin á mér eru mjúk ;)

Birgitta sagði...

Mér finnst eiginlega sorglegast að kósíið hafi eyðilagst

Nafnlaus sagði...

Ætlaði að fara að segja hvað ég væri jelous... en hætti við ;) Góða ferð vestur :)