28 mars, 2006

Í dag heiti ég Júlía

Neinei, er ekki starfsorkan bara alveg að drepa mann eftir spennandi dag í vinnunni. Nei einmitt ekki. Er bara þreytt. Búin að kaupa í matinn og elda matinn, búin að sækja á leikskólann, skutla í fimleika og knúsa börnin, búin að skrifa dagbókina, á eftir að lesa kristinfræðina.. vei.. en það sem verra er, er ekkert byrjuð á verkefninu um Bernstein og Bordieu. Held ég byrji ekki úr þessu, er farin að þjást af sjónvarpsglápsskorti. Held ég bæti úr því í kvöld. Svo er BH ekki viðlátin, held að ég sé orðin háð henni, get bara ekki lært ef hún er ekki að læra líka, fínt að eiga það í afsökunarbankanum! Held það bara.. sjónvarpsgláp í kvöld, best væri þó að hafa ís til að narta í með...
Mér finnst Júlía svo fallegt nafn, held að það henti mér í dag að heita Júlía, maður verður svo þolinmóður og mjúkur að innan þegar maður heitir Júlía. Hefur þú prófað það?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að spá hvort ég ætti að skíra mig Rómeó en fannst það orðið aðeins of mikið af hinu góða...