04 ágúst, 2006

frh...

Las um daginn pistil í einhverju blaði þar sem höfundur kvartaði sárlega undan þáttum sem aldrei taka enda. Nefndi hann t.d. Lost, uppáhaldsþáttinn minn, 24, sem ég hef aldrei séð og Prison Break sem ég hef bara séð 1 þátt af. Hann sagðist alltaf verða fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn þar sem hann vísaði bara í eitthvað meira og aldrei tækist að ljúka sögunni og koma upp um aðalplottið. Einnig nefndi téður pistlahöfundur bíómyndina Pirates of the Carribean, Dead Man's Chest, sem dæmi um þetta og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana.

Þessi pistill rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég fór að sjá þessa mynd. Eftir að hafa séð myndina og fylgst spennt með Lost á ég eitt heilræði í fórum mínum fyrir þennan vonsvikna mann sem hann ætti að hafa í huga næst þegar hann fylgist með framhaldsþætti/bíómynd:

It's the Journey, not the Destination!

Engin ummæli: