17 ágúst, 2006

Heimaleikur

Ótrúlega gott að vera ein heima. Kom heim áðan, opnaði með lyklinum og hleypti mér inn. Eins og það er gaman þegar einhver tekur á móti manni þá er líka svo ljúft að geta stundum verið bara einn. Ekki það að ég sé að gera eitthvað sérstakt, kann bara að meta þetta þar sem það gerist svo sjaldan.

Nú þegar stubbalingur er byrjaður aftur í leikskólanum finnst mér ég vera að fá ljúflinginn minn til baka. Eftir tveggja mánaða sumarfrí er bara fínt að komast aftur í reglulegt prógramm. Hann er hættur að mótmæla öllu sem sagt er við hann, borðar matinn sinn og leikur í dótinu sínu (pissar m.a.s. inni!!). Ég hef aldrei séð þáttinn um hana Súper Nanný en hef heyrt af honum sögur, held að besta ráðið fyrir þessu ómögulegu börn sé hreinlega að skrá þau á leikskóla. Það þarf ekki einusinni að vera allur dagurinn, bara svona 5-6 tímar á dag og geðheilsunni er borgið!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér þarna. Börn ÞURFA á strúktúrnum og félagsskapnum í leikskólanum að halda.
Get ekki beðið eftir að skólinn byrji hjá mínum gormum, allt í röð og reglu og allt skv. Plani :).
B