14 ágúst, 2006

Stökkbreytur

Flestar konur sem ég þekki eru það hæfileikaríkar að geta verið með mörg járn í eldinum í einu. Þær eru að fylgjast með barninu í baði, elda matinn, ganga frá þvottinum og fylgjast með fréttunum allt í einu. Það þekkja allir svona dæmi og þetta er orðin svo fræg staðreynd að það hafa verið skrifaðar margar greinar og bækur um fyrirbærið og jafnvel búnir til heilu sjónvarpsþættirnir um þetta efni. Merkilegt nokk!!

En þar sem ég var á ljóshraða að undirbúa afmæli í gær, útbúa heita réttinn, fylgjast með kökunni í ofninum og gera túnfisksalat, þá skaut því upp í huga mér hvað kvenbúkurinn er í raun illa útbúinn. Miðað við allt sem fram fór í huganum á mér á þessum tíma, hefði ég alveg getað notast við a.m.k. 2 hendur í viðbót.

Maðurinn minn stendur í þeirri meiningu að mannslíkaminn sé enn að þroskast og hann eigi stöðugt eftir að laga sig að aðstæðum. Hann telur t.d. að einn daginn eigi eftir að fæðast stökkbreytt barn sem verður gætt þeim hæfileika að geta lokað eyrunum (án þess að nota hendurnar). Miðað við hvernig þjóðfélag karla og kvenna hefur fúnkerað í áraraðir og erfitt virðist vera að breyta, þá mundi ég halda að stökkbreytingin yrði þannig að litlir strákar fæðast með loku sem þeir geta skotið fyrir eyrun að eigin vild og litlar stelpur fæðast með fjórar hendur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æjjjjjj - svo sorglegt en satt :(.
Væri sko alveg til í auka hendurnar - og oft líka aukamunn. Svona þegar ég er í símanum og börnin eru að tala við mig á sama tíma. Get nefnilega alveg hlustað á 2 í einu en bara svarað einum.
B

Meðalmaðurinn sagði...

já góð tillaga, aukamunnur!

Syngibjörg sagði...

Pant fá aukahendi og munn.

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort það sé ekki best að klóna sig bara... eina í vinnuna, eina í skólann, eina fyrir börnin, eina fyrir heimilið og þrifin... og eina fyrir kallinn... svo geta þær skiptst á að sinna vinunum og fjölskyldunni!!!