Jiminn einasti. Hef lokið við bókina. Tók ekkert svo langan tíma, enda einstaklega spennandi flétta í spennubók. En þvílíkt orðagjálfur, smáatriðin ýkt og hverri einustu smápersónu lýst ofan í kjölinn, útliti sem innræti. Þýðingin þótti mér skrýtin. Má til með að koma með dæmi:
- Ólíkt stóru systur sinni var hún dökkhærð með stuttar strípur í alveg einstæðri klippingu.
Á einum stað í bókinni fyllist söguhetjan "úrræðakvíða" og klippingar eru höfundi hugleiknar þar sem karlpersónu er líst sem mjög myndarlegum með "glæsilega klippingu". Hefði eiginlega átt að vera með gula post-it miða þegar ég las bókina til að finna aftur alla staðina sem ég hló sem mest að.
Höfundur bókarinnar er sænsk og heitir Camilla Lackerberg (kann ekki að gera tvær bollur yfir a-ið). Ég hef lesið þónokkuð eftir landa hennar Lizu Marklund og þetta með smáatriðin og mannlýsingarnar virðist vera sér sænskt fyrirbrigði. Þá er gott að kunna að renna hratt í gegnum bullið til að ná aðalatriðunum án þess að spennnan detti. Ég er greinilega snillingur í því!!
21 ágúst, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Kóngalegt nefið varpaði miklum skugga á hægri kinn þegar ljósið féll á vinstri vanga hans.
Jú, manstu "og restin var saga".
Þarf eiginlega að fá bókina að láni bara til að sjá þýðinguna.
Óborganleg setning frá anonymus hér að ofan - hló hátt og lengi!
Maður ætti að safna saman svona snilldargóðum setningum, er t.d. alltaf að reka augun í þetta í sjónvarpinu en man það aldrei nema í nokkrar sek.
B
Góður díll, lána þér bókina og þú verður með post-it tilbúið. Men hvem er det som er anonymus?
Hvað er þetta með íslenskar þýðingar? Það eru einhverjar manneskjur sem hafa það að atvinnu að nauðga móðurmálinu. Minni nú bara á orðið "hlynnir" sem var í upphafssetningu á bók sem ég nýverið ætlaði að lesa. Henni var lokað á stundinni. Ég meina, hver hefur það að starfi að vera hlynnir? ARRRRRG.
Æ var ég ónefnd það var ekki ætlunin.
Skrifa ummæli