09 ágúst, 2006

Híhíhohohaha

Stundum þarf ég bara frið og ró. Núna til dæmis er það bara alls ekki í boði, akkúrat þegar ég væri mest í stuði til að kasta mér út af og gleyma mér.

Stubbalingur byrjar aftur í leikskólanum á morgun eftir langt sumarfrí. Það verður ágætis hvíld fyrir okkur bæði. Þá ætla ég að fá mér góðan göngutúr og reyna að viðra úr mér ólundina - kannski verður hressilegt Reykjavíkurrok í boði!! Held ég sé komin með inniveikina.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm ætli það sé það sem er að hrjá mig líka? gæti bara vel verið...
Introvertaður innipúki illa haldinn inniveiki - jamm hljómar rétt.
B

Margrét Arna sagði...

Mín mætt á svæðið! Bara að kvitta fyrir mig....

Syngibjörg sagði...

Hey, er á leið í borgina og skal taka þig með mér út til að viðra þig.

(Hélt annars að nýgiftar konur væru alltaf brosandi:O))

Meðalmaðurinn sagði...

þú ert bara alltaf á ferðinni syngibjörg! Svo er ég nú líka oftast brosandi..