08 ágúst, 2006

Bleikt

Stelpurnar mínar hafa aldrei verið mikið fyrir bleikt, hvorug þeirra. Sem ég hef alltaf verið mjög sátt við því að mér fannst bleikt alltaf hræðilega væminn og leiðinlegur litur... jájá, sjálfsagt hef ég átt minn þátt í því að þær voru ekkert mikið að heimta bleikt. Núna erum við að lagfæra herbergi frumburðarins og þar sem hún er stödd í öðrum landshluta treysti hún móður sinni til að velja lit á herbergið. Hún vildi fá það hvítt og einn vegg bleikan.. BLEIKAN... Hún lýsti fyrir mér bleika litnum með því að vitna í púða og sitthvað fleira og ég af stað í málningarbúðina.

Mikið hlakka ég nú til að prinsessan mín komi heim og flytji inni í fína herbergið sitt með tyggjókúlubleika veggnum. Og mikið held ég að hún eigi eftir að vera ánægð og knúsa mig mikið.. ef ekki verður hún bara sjálf að mála yfir bleika vegginn. (Það er enginn litur í litakortinu hérna á blogginu nægilega bleikur, verð að láta þennan duga)

Miss you baby!!

1 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Hæ sæta!!!!!!!!
Gaman að hitta þig hér.
Bleikt er fínt. Hef lifað við þann lit frá því Ponsí mín fæddist fyrir 9 árum. Venst vel.