03 ágúst, 2006

Hár...

... er höfuðprýði - en hvergi annarsstaðar. Konur eiga að vera með sítt og mikið hár, fagurlitað og ræktarlegt með glans. En afhverju vex hár undir höndunum á okkur? Hvaða tilgangi þjónar það? Ekki er það til að halda á okkur hita því að undir höndunum er hvort eð er alltaf hlýtt og notalegt eins og á öðrum loftlausum stöðum. Öðru máli gegnir um útlimina, það er alveg hægt að færa rök fyrir því að hár á löppum haldi hita, en til hvers er ég með 2-3 strá á stóru tánni? Oft hef ég tuðað yfir því hvers vegna ég þurfi að raka mig undir höndum og vaxa á mér leggina á meðan maðurinn minn getur gengið um kafloðinn (m.a.s. á bakinu) án þess að neinn geri athugasemd. Ég er samt allt of mikil pempía til að fara í hárkeppni við hann - enda er ég ekki, þrátt fyrir allt, loðin á bakinu og mundi því eflaust tapa.

Svo fór ég í handsnyrtingu í fyrsta skipti á ævinni um daginn. Vissi bæ ðö vei ekki að til væru svona margar tegundir af kremum og skrúbbum sérhönnuðum fyrir neglur. Mér fannst ég agalega fín og flott, með nýpússaðar og lakkaðar neglur og steinhætti að kroppa og naga. En hvað er eiginlega í gangi.. ég hef ekki undan að pússa þær niður, ekki má víst klippa þær. Neglurnar mínar eru í þvílíkum vaxtarkipp að þær bara lengjast og lengjast því að ekki nenni ég að vera sípússandi, hef sko nóg annað að gera!! Æji, nóg komið af fegurðarraunum í bili, en þá er það spurning dagsins:

Á ég að hætta í vinnunni?

2 ummæli:

Meðalmaðurinn sagði...

Hmmm.. hljómar eins og ég sé að íhuga að hætta í vinnunni til að hafa meiri tíma til að pússa á mér neglurnar!!!

Nafnlaus sagði...

LOL nákvæmlega það sem ég hugsaði!!!
"á ég að hætta að vinna og hafa tíma fyrir hár og neglur".
Annars viðurkenni ég vel að ég er farin að fara reglulega á snyrtistofuna, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður ;) - það er gott að hætta að vinna :p.

B