Hringdi í vinnuna í dag og lét vita að mín væri ekki að vænta þar í haust. Bossinn var nottla upptekinn svo ég talaði við deildarbossinn (sem er reyndar uppáhalds hjá mér) og hún ætlaði að tala við Bossinn og heyra aftur í mér á morgun. Ó mæ hvað það verður ljúft að geta sinnt náminu á morgnana þegar börnin eru í skólanum........
Kláraði að lesa Dóttir Ávítarans í gærkvöldi, hún var mjög fljótlesin eftir bókina á undan, Sushi for Beginners. Enda er sú bók tæpar 600 bls. og stafirnir litlir. Enn eru einhverjar bækur í skúffunni og á náttborðinu sem bíða lestrar, eins gott að drífa sig áður en námsbækurnar fara að hrúgast inn. Svo sit ég bara hérna og skrifa þegar ég ætti að vera að lesa......farin........
08 ágúst, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Sushi er góð. Fór á bókasafnið áðan og náði mér í 3 nýjar bækur. Hlakka til að leggjast upp í rúm og lesa með andardrátt Snáðans mér við hlið.
Svo þú hefur látið verða að því. Gott hjá þér.Átt eftir að verða fegin þegar stresssssssið hittir þig af fullum þunga.
Vááá! Til hamingju með ákvörðunina!
Þurfum að heyrast/skjást fljótlega...
B
Afhverju þarf hún að tala við þig aftur á morgun?
Nú, bossinn þarf alltaf að hafa síðasta orðið.. ekki satt? En það var nú allt í góðu, hún hringdi í mig áðan og óskaði mér góðs gengis í skólanum, hvatti mig til að koma sem oftast í kaffi...
Má ég bæta þér í linkasafnið mitt?
jájá, erþaki bara...
Þá hlýt ég að mega líka....
Skrifa ummæli