28 október, 2007

Bíó

Ísafjarðarletin hefur gripið mig. Það er svo notalegt að gera sem minnst hérna. Mamma og pabbi sjá um að ákveða hvað á að vera í matinn, kaupa í hann, elda, vaska upp.. ég tek bara þátt í því sem mig langar þá stundina. Kíki svo í bæinn, í heimsókn, í bók. Nema, að þegar mamma ákveður eitthvað, er eins gott að hlýða því og í dag bauð hún mér í bíó. Ég hristi af mér letigallann og druslaðist með henni. Sé sko ekki eftir því. Við fórum nefnilega að sjá Óbeislaða fegurð. Alger snilld, bara snilld, mæli með henni ef þið rekist einhversstaðar á hana. Takk fyrir bíóferðina mamma!

Engin ummæli: