02 október, 2007

Vængjasláttur í stromprennum

Við Hneta erum alveg með það á hreinu að það er óvættur í strompnum. Hneta er mikill veiðiköttur og veit sínu viti í þessum málum. Þetta er meira svona tíst og þrusk en strigabassa ho-ho-hó, svo jólasveinninn er ekki inni í myndinni. Gítarleikarinn verður settur í nefnd á meðan ég hef það gott í NY.

Þeir sem vilja fleiri sögur af Hnetu er bent á að lesa tvær færslur á þessari síðu. Önnur heitir: Kisa mín og hin: Ég vatna músum. Snilldarfærslur!

Engin ummæli: