16 október, 2007

..veit að þið eruð orðin leið á þessum fuglafærslum..

..en ef ég ætti haglabyssu (og kynni á hana) myndi ég sko stökkva út á svalir núna og skjóta alla starra sem ég sæi til. Friðaðir hvað! Ég þoli ekki að heyra þetta tísta hérna innan um allt þakskegg hjá mér. Sérstaklega ekki eftir að ég komst að því að þeim tekst að troða sér með þakskegginu inn í þvottahúsið (sem er auðvitað ekki frágengið). Við Hneta erum saman í liði og hún náði einum þannig og í sameiningu tókst okkur að hrekja hinn út sömu leið. Eftir þetta er alltaf kyrfilega lokað inn í þvottahús.
Djö*** ófriður af þessu liði!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að veiðieðli Hnetu kemur að góðum notum.

Birgitta sagði...

2 tillögur:
Fá þér fleiri ketti eða
hringja í The Exterminator!