23 október, 2007

Jamm

Veturinn hefur hreiðrað um sig í kroppinum mínum. Ég vil bara vera í sokkabuxum, síðermabolum, ullarpeysum, þykkum sokkum og safna hári.. allstaðar. Munninn langar í sætt, magann langar í feitt. Heitt sviss miss og ristað brauð með miklum osti. Feitt kjöt með matarmiklum sósum. Fiskibollur með lauksmjöri og kartöflum. Ekkert grænt með því takk.
Svosem gott og blessað, mér er alltaf kalt svo það hentar mér vel að vera í hlýjum fötum. Öllu verra með mataræðið, kroppurinn minn hefur ekki yfir að ráða meltingarstarfsemi sem orkar svona. Húðin verður óhrein og maginn bólgnar með tilheyrandi óþægindum. Æji mér er illt í maganum. Koma tímar koma ráð, á meðan ég hlýði frekar munni og maga en heilanum, verð ég bara að lifa við þetta. Bon appetit!

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Veistu að síðan ég fór að taka omega 3 þá hefur mér ekki verið eins kallt. Ættir kannski að prufa það?

Meðalmaðurinn sagði...

Búin að eiga Omega 3 í ísskápnum í tvær vikur.. þá er bara eftir átakið við að koma því á réttan stað!

Nafnlaus sagði...

þetta er samt ekki alveg það að manni sé kalt... það kemur bara svona innpökkunarfílingur í mann þegar fer að dimma! Alla vega er það þannig hjá mér :) Það var sko síðermabolur og hnésokkar í ræktinni í morgunn :) En hvað er annars þetta græna sem maður á að borða????

Birgitta sagði...

Kannast við þetta að vilja safna hári :p.