02 október, 2006

Back from Boston

Mikið er til mikið af góðum mat í Boston, verst hvað það er alltaf mikið af honum og maður fær samviskubit yfir að klára ekki skammtinn. Eftirréttaspjaldið var alltaf hrikalega girnilegt, en þá höfðum við rænu á að panta einn eftirrétt og þrjár skeiðar.. nema nottla á Cheescake Factory, þar voru svo margar kökur sem við þurftum að smakka að í græðgiskasti urðu sneiðarnar þrjár. Hvað ég væri til í eina af þeim núna!

...og mætti svo Önnu Málfríði á ganginum í Leifsstöð kl. 6.05 í morgun, ég á leið heim frá Boston og hún á leið út til Köben. Fannst það merkilegt nokk í ljósi þess að við búum í sama hverfinu og hittumst aldrei!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mmmm Cheesecake Factory mmmm slurp og slef. Mikið væri ég til í eina djúsí sneið þaðan akkúrat núna...

B

Syngibjörg sagði...

Velkomin heim, þú hefur ekki hitt Ádísi svona út á götu?

Meðalmaðurinn sagði...

Var alltaf að skima eftir Ásdísi...