19 október, 2006

Laufin vaðin upp að hnjám

Mætti konu með frostbólgnar kinnar og húfu ofan í augu.
Mætti manni með freðinn svip og axlirnar upp að eyrum.
Barnið var með rauðan nebba og litlu puttana dregna upp ermarnar á úlpunni.

Veðrið er bara þannig núna, það er sama hvað maður klæðir sig vel, kuldinn smýgur alltaf í gegn. Samt er nánast logn.

Engin ummæli: