17 október, 2006

Ætli maður á fótboltaleik í fyrsta sinn á ævinni..

.. er eins gott að gera það bara með stæl. Fór á "El Camp Nou" og sá leik Barcelona-Sevilla s.l. sunnudag. Fannst eins og ég væri að ganga inn í bíómynd þegar við komum inn í risavaxna áhorfendastúkuna. Það fór eins og flestir höfðu spáð fyrir, upplifunin af því að vera þarna nægði til að halda mér vakandi án þess að ég tæki með mér bók að lesa. Skemmti mér meira að segja alveg konunglega. Býst samt ekki við að verða mætt út á Valsvöll um leið og tækifæri gefst með nesti og fána. Því síður er ég svo langt leidd í fótboltaáhuganum að ég ætli að lýsa fyrir ykkur leiknum (þó ég gæti það alveg, merkilegt nokk!!)

1 ummæli:

Anna Malfridur sagði...

Nohh, dugleg! Ég hef líka farið á einn fótboltaleik um ævina. Það var á KR-velli fyrir tveimur árum eða svo og það var bara vegna þess að ég var í gæslu þar og fékk borgað fyrir að vera þar ;)
Mér hundleiddist alveg svakalega!

Ætli þetta sé ekki eitthvað í familíunni hjá okkur, þessi "gríðarlegi íþróttaáhugi"?