04 október, 2006

pirripirr

Þreytt í kvöld, af pirringi. Er búin að pirra mig svo mikið í dag og gær að ég er eiginlega búin með mánaðarskammtinn. Kannski bara eins gott, get eytt restinni af mánuðinum í eitthvað annað. Best að reyna að klára bara samviskubitspakkann í leiðinni, væri ágætt að vera laus við hann í smá tíma líka.

2 ummæli:

Syngibjörg sagði...

og svo hrista sig, þá fýkur pirrið burt. Prófaðu bara, virkar.

Nafnlaus sagði...

Það var lagið! Bara skúbba þessu öllu af - geturðu ekki bætt við skólastressi og fyrirtíðaspennu og þá er pakkinn bara kominn.
Restin af mánuðinum verður svo ljúfur sem súkkulaðimoli :o).
B