27 október, 2006

Ég er bara fín eins og ég er!

Sá áhugaverðan þátt á skjá einum í vikunni sem hét: "How to look good Naked". Hann var á eftir American Next Top Model sem er einn af þessum mjónu, fegurðar þáttum. Þarna var loksins plötunni snúið við og spilað nýtt lag. Þáttastjórnandinn sem var ung, falleg, frumleg, skemmtileg... manneskja (held karlkyns). Hann var með konu með sér, líklega um þrítugt, tveggja barna móður. Hún var bara hugguleg, venjuleg manneskja, en alveg að drepast úr komplexum yfir að hún væri of feit, sem hún var nottla ekki. Hann kenndi henni að velja snið sem hentuðu hennar vaxtarlagi og kynnti hana fyrir töframætti réttra undirfata. Engin skurðaðgerð, vaxtarmótun, brjálæðisleg megrun, ekkert "farðuíræktinaogeyddurestinniaflífinuþar"bull. Bara að læra að sætta sig við sjálfan sig eins og maður er. (Svo framarlega nottla sem maður er ekki það feitur að það heftir líf manns). Fannst reyndar full langt gengið að birta nektarmyndir af konunni útum öll stræti og torg... en allavega, skemmtileg tilbreyting frá öllu fegurðar, megrunar, kjaftæðisbullinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við vorum einmitt að velta fyrir okkur og rökræða hvernig þessir þættir yrðu.....ótrúlegt hugmyndaflug sem þáttagerðarmenn þurfa að hafa nú til dags!!!

Nafnlaus sagði...

Þetta er einmitt eitthvað dæmi með konur, alltaf að reyna að losna við 2 kíló!!! Hvernig væri að taka sig til og sættast við þessi 2 kíló og elska sig eins og maður er? Það gerði ég :) ... reyndar aðeins fleiri núna ;)

Anna Malfridur sagði...

Já ég sá aðeins í þennan þátt líka og var hrifin af hugmyndinni. Það fyrsta sem mér datt í hug var að ég væri alveg til í að fá einhvern svona "gúrú" til að hjálpa mér að finna rétt snið á fötum fyrir mig. Ætli það sé hægt að klæða af sér risastóran maga eða á maður bara að þykjast vera ólétt svo árum skipti??? Nei ég segi bara svona.... ;)