07 október, 2006

Laugardagur

Ég hef áður talað um það hér hvað ég er lítið fyrir að skúra. Allt í lagi að taka til, þurrka af, jafnvel taka til í skápum... en að skúra! Enda kemur það líka í ljós að það fylgja því aukaverkanir að vera með nýskúrað, allavega hjá mér. Aukaverkanir nýskúraðs gólfs eru "gólfníska". Ég verð einstaklega spör á gólfin mín. Lít alla hornaugum sem dirfast að stíga inn á gólfin mín í skóm og vill helst ekki að það sé borðað í íbúðinni. Ég er nefnilega að spara skúrið!

Er þá ekki eins gott að vera bara með óskúrað? Allir mega koma inn á skóm, svo framarlega sem þeir eru nokkurnveginn þurrir og það er líka allt í lagi að borða ristað brauð fyrir framan sjónvarpið. Gólfin mín eru allavega þannig að það sér ekki mikið á þeim, svo ég ætla bara að halda mig við að skúra einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá varir gólfnískan ekki nema svona 3-4 daga í mánuði og ég get verið afslöppuð alla hina dagana. Snilldarráð fyrir skúrilata og skúriníska!

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Líst ógeðslega vel á þetta plan þitt.Go go...

Nafnlaus sagði...

Tvisvar í mánuði það er allt of oft, tvisvar á árstíð er nærri lagi það gera ca. 8 skipti á ári þá spara ég hm...... 16 skipti

Meðalmaðurinn sagði...

jamm, ætli það sé ekki nær því að vera annan hvorn mánuð hjá mér heldur en 1-2 í mánuði, það leit hins vegar einhvernveginn betur út á prenti..