20 október, 2006

Manstu eftir þessu?

Ég heiti Herdís, ung og falleg er
ég á bolta og hoppa meðan sólin skín.
Ég er svaka lygin, annars er ég góð,
ég á vini þrjá sem heita: Magga, Siggi’ og Hlín.

Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la la lalla
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la laaa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef bara aldrei heyrt þetta áður... Verður að syngja þetta fyrir mig við tækifæri, kannski klingir einhverjum bjöllum..
B

Nafnlaus sagði...

Manst þú eftir þessu:

Vindum, vindum, vefjum band
Vefjum (smátt?) sem húfuband
Fyrir (nafn) höfuð hneigjum
Fyrir (nafn) búkinn beygjum
Svo skal (nafn) snúa sér

Þetta festist í kollinum á mér þegar ég las lagið þitt - ekki spyrja mig af hverju. Þetta er leikur og ég man eftir að hafa leikið hann en ekki hvernig hann er.
Þar sem það er þér að kenna að ég er með þetta á heilanum þá fer ég fram á að þú kennir mér og leikir við mig :o).
B

Syngibjörg sagði...

Ég man eftir þessu lagi og söng það oft. Held það hafi verið í Stundinni okkar, einhver óljós minning kemur fram með það.

B.. ég kann þetta lag vel og hef notað það í kennslu í leikskólunum.
Lærði það sjálf á leikskólanunm á Ísafirði og hjá Siggu Steinu og Möggu Óskars í 6 ára bekk.