Oft hef ég rekist á sniðug húsráð, sem ég ætla að tylla á bak við eyrað og nota þegar við á. En þetta er fokið út í veður og vind um leið, svo langt að ég leita ekki einusinni að þegar á þarf að halda. Nema eitt. Ég bakaði einhverntíma brauð.. líklega spelt brauð, og í uppskriftinni var talað um að gott væri að setja bökunarpappír ofan í formið. Þegar svona 10 - 15 mínútur eru eftir af baksturstímanum á að taka brauðið úr forminu og velta því á magann á bökunargrindinni. Með þessu móti fæst þessi fína skorpa allan hringinn! Hef nefnilega iðullega lent í því með speltbrauð, sem þurfa að bakast svo lengi, að þau eru crusty og fín að ofan en slepjuleg ofan í forminu En ekki lengur, því þökk sé... jájá, bara farin að hljóma eins og sjónvarpsmarkaðurinn.
Allavega, gott húsráð, mæli með því.
(búin að taka speltbrauðið úr ofninum, gott báðum megin!!)
25 október, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Passaðu bara að gá ekki hvort brauðið sé fullbakað með því að bera það upp að eyranu....
Unnur samstarfskona okkar fór flatt á því í vikunni.....
Sagan hennar af atvikinu er góð, þó er öllu ævintýralegra að segja að skjólstæðingur hafi slegið til hennar með eldsvipu.....
Ótrúlegir hlutir að gerast hjá okkur í vinnunni þessa dagana....
saynomore.......
Jahérna, þetta hljómar spennandi. Ég verð greinilega að fara að kíkja í kaffi...
Ummm.. má ég koma í nýbakað brauð?
Skrifa ummæli