19 október, 2006

Nick name

Var að labba með stúlkunni minni þegar bíll stövast við hliðana á okkur og út stígur kona. Hávaxin og röskleg með stutt ljóst hár. Stúlkan horfir á eftir konunni stökkva upp stiga og hverfa inn í íbúð, lítur þá á mig og segir með ljóma í augum:
"Mamma sástu? Þetta var alltídraslikonan!"

Vá en æðislegt viðurnefni, "allt í drasli konan".

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver er alltídrasli konan? Á maður að þekkja hana?

Syngibjörg sagði...

Þau kunna að orða það.

Meðalmaðurinn sagði...

Konan sem var með þættina "Allt í drasli" á Skjá 1 eða Sirkus, ásamt Heiðari Jónssyni, held að hún sé skólastýra hússtjórnarskólans. Vissi nú samt ekki til að stúlkan hefði fylgst mikið með þeim þáttum, frekar en aðrir á heimilinu!