03 október, 2006

Ég er töffari

Stubbalingur bað mig að kaupa fyrir sig hermannaúlpu og hermannabol í útlöndum, af því að þá yrði hann sko mesti töffarinn! Mér fannst þetta ósköp krúttleg bón, í ljósi þess að hún var alfarið frá honum sjálfum. Ég sá hermannaúlpur, -húfur, -vettlinga, -buxur, -kuldaskó og -boli í Boston, en fékk mig ekki til að kaupa það. Mér finnst það of mikið steitment, ég er friðarsinni og vill að börnin mín séu það líka. Elskiði friðinni strjúkiði kviðinn, hvað svo sem það nú þýðir!

Hann fékk allavega ekkert hermanna frá mömmu sinni. Bara appelsínugulan Halloween-bol með silfurlitum graskerjum, sokkabuxur og HULK bíl... já og rauð kuldastígvél! Kystti mig og knúsaði, ægilega þakklátur og talaði ekki meira um hermanna eitthvað. Enda held ég að hann sé friðarsinni inn við bein og ég ætla að halda áfram að banna pabbanum að kaupa fyrir hann byssur. Hann verður bara að láta sér nægja þessar heimatilbúnu eitthvað lengur. Ég veit ég er leiðinleg mamma, ætla líka að halda því aðeins áfram....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo sammála þér með þetta byssudót!! Ég ætla að reyna að eftir minni bestu getu að vera líka leiðinleg mamma ;) Stundum er maður góður þegar maður er leiðinlegur ;)