01 október, 2007
The Birds 2?
Ætla rétt að vona að það sé ekki einhver ógeðsfuglinn búinn að finna sér leið inn til mín. Þá tryllist ég. Er búin að heyra einhver dularfull hljóð hérna uppi í risi í morgun. Tvisvar. Finn samt ekki neitt. Hneta var líka mjög skrítin í morgun og starði í sífellu upp eftir kamínunni. Ég sá nú ekkert þar, kannski eitthvað ógeðið sé fast í strompnum. Ef svo er, þá fær Gítarleikarinn sko að grilla það á morgun þegar hann kemur frá útlöndum. Sko eins gott að kenna þessu liði í eitt skipti fyrir öll, hvað það getur haft í för með sér að villast inn til Geðveiku Hitchcock Húsmóðurinnar. Læt vita ef eitthvað markvert gerist. Vonandi ekki.
29 september, 2007
Aðlögunarhæfni
Það er ekki langt síðan ég komst bara þokkalega af með að fara í sturtu annan hvern dag. Það kom jafnvel fyrir að það liðu hátt í 3 dagar á milli baðferða. Og ég var bara ekkert skítug eða illa lyktandi þrátt fyrir það (held ég..) En eftir að sturtan okkar komst loksins í lag, er ég ómöguleg ef ég fer ekki í sturtu minnst einu sinni á dag. Merkilegt.
26 september, 2007
Brúðarbjöllur hljóma...
Stubbalingur sagði mér áðan í bílnum að hann væri ekki enn búinn að læra nýja heimilisfangið sitt. Svo ég sagði honum það og hann endurtók nokkrum sinnum upphátt. Hann þarf sko að vita, svo hann geti sagt Snædísi. Þá gæti hún nefnilega fundið símanúmerið hans og hringt í hann ef hún ákveður hvenær þau ætla að giftast. Svo ætlar hann að fá hennar heimilisfang til að geta gert það sama ef hann ætlar að ákveða dagsetninguna.
"Núna er ég nefnilega búinn að ákveða að ég ætli að giftast Snædísi, það er svo gott að vera búinn að ákveða hverjum maður ætlar að giftast nefnilega"! Og þar hafið þið það!
"Núna er ég nefnilega búinn að ákveða að ég ætli að giftast Snædísi, það er svo gott að vera búinn að ákveða hverjum maður ætlar að giftast nefnilega"! Og þar hafið þið það!
23 september, 2007
Friður og ró
Gott að koma heim. Samt er allt í drasli. Þarf að fara að eyða eins og einni helgi heima hjá mér og sjá hvort að draslið minnki ekki. Gæti virkað.
19 september, 2007
Teflt á tæpasta vað
Já, ég lifi hættulegu lífi. Ég hef nefnilega bitið það í mig að áframsenda aldrei póst sem hótar mér óhamingju, örkumli og vinamissi, áframsendi ég hann EKKI. Samt er ég mjög hamingjusöm, á fullt af vinum og nóg af peningum. En ef það fer að halla á ógæfuhliðina hjá mér, þá vitið þið hvers vegna....
18 september, 2007
Klikkun
Stend hérna yfir pottunum á þriðjudegi að malla gúllas ofan í ungana mína, er að spá í að skella í kartöflumús líka, nei ekki úr pakka! Gítarleikarinn í útlöndum, eflaust farinn út að borða á einhvern ægilega flottan stað og þarf hvorki að elda né vaska upp. En, mest langar mig í rauðvínsglas. Hvort er ég klikkuð eða rugluð? Eða var ég kannski Frakki í fyrra lífi? Tekur því allavega ekki að opna flösku fyrir mig eina svona á þriðjudegi, bíð með það eitthvað frameftir vikunni.
Og er ekki Nigella farin að elda í sjónvarpinu mínu, ekki var það nú til að minnka löngunina. Hún er nefnilega einstaklega rauðvínsleg kjellan!
Og er ekki Nigella farin að elda í sjónvarpinu mínu, ekki var það nú til að minnka löngunina. Hún er nefnilega einstaklega rauðvínsleg kjellan!
Fuglakvak í morgunsárið
Fuglar eru ógeð, eða það finnst mér allavega. Ástæðan fyrir þessari skoðun minni er sú að í ófrágengna þakskegginu á nýja húsinu okkar eru heilu hrúgurnar af starrahreiðrum. Þeir sem til þekkja vita sjálfsagt að þeim fylgja lýs. Fyrstu bitin fékk ég í sumar þegar ég var að mála svaladyrnar. Síðan hef ég verið bitin reglulega en hef ekki getað rakið þau bit til útiveru, því miður. Ég veit ekki hvar þetta ógeð kemst inn í íbúðina mína, en ég hef fundið það út að það er einhversstaðar á neðri hæðinni, merkilegt nokk. Líklega í gegnum óþéttu og ónýtu gluggana (fyrirgefið, sagði ég "nýja" húsið okkar...). Svo að þegar ég vakna klukkan 6 á morgnana við fuglakvak rétt fyrir utan gluggann, þá fer um mig ógeðshrollur.
Tók þó steininn úr núna í morgun. Er búin að vera að heyra óvenju hátt í einhverri skríkjunni. Sem ég labba niður á neðri hæð, sé ég útundan mér hreyfingu í fínu kamínunni okkar. Í henni eru gluggar á þrjá vegu og starrafíflið skemmti sér við að klessa á þá til skiptis. Ógeðshrollur dauðans. Hvernig í andsk** á ég að koma vibbanum út?
Vopnuð pappakassa (jújú, nóg af þeim hérna) opnaði ég glerhurðina. Litla fíflið fattaði ekki að ég var að reyna að bjarga því með að koma því ofan í kassann, svo það flaug bara á sótugt bakið í ofninum, aftur og aftur. Loks smeygði hann sér fram hjá mér og kassanum og tók stefnuna beint á ... neinei, auðvitað ekki svaladyrnar sem ég var búin að opna, heldur háa gluggann beint á móti.
KRASSSSS.. árekstur við gluggann og lending á Pet Shop dótinu í gluggakistunni sem Stubbalingur og Miðjubarnið voru búin að raða svo fínt upp. Ekki ætlaði ég að fara að koma við þennan viðbjóð berum höndum, ábyggilega allur í lús og ógeði. Eftir smá stympingar og nokkrar klessur á stóru stofugluggana mína, tókst mér að beina illfyglinu út um svaladyrnar.
Spurning um að hringja í Blikkarann og heimta afslátt, strompurinn sem hann kom upp fyrir einhverja hundraðþúsundkalla er ekki fuglaheldur!
(Náðist ekki mynd af illfyglinu í ofninum, í glerinu speglaðist bara óttaslegið og ógeðsgrett andlit húsfreyjunnar með pappakassann)
Tók þó steininn úr núna í morgun. Er búin að vera að heyra óvenju hátt í einhverri skríkjunni. Sem ég labba niður á neðri hæð, sé ég útundan mér hreyfingu í fínu kamínunni okkar. Í henni eru gluggar á þrjá vegu og starrafíflið skemmti sér við að klessa á þá til skiptis. Ógeðshrollur dauðans. Hvernig í andsk** á ég að koma vibbanum út?
Vopnuð pappakassa (jújú, nóg af þeim hérna) opnaði ég glerhurðina. Litla fíflið fattaði ekki að ég var að reyna að bjarga því með að koma því ofan í kassann, svo það flaug bara á sótugt bakið í ofninum, aftur og aftur. Loks smeygði hann sér fram hjá mér og kassanum og tók stefnuna beint á ... neinei, auðvitað ekki svaladyrnar sem ég var búin að opna, heldur háa gluggann beint á móti.
KRASSSSS.. árekstur við gluggann og lending á Pet Shop dótinu í gluggakistunni sem Stubbalingur og Miðjubarnið voru búin að raða svo fínt upp. Ekki ætlaði ég að fara að koma við þennan viðbjóð berum höndum, ábyggilega allur í lús og ógeði. Eftir smá stympingar og nokkrar klessur á stóru stofugluggana mína, tókst mér að beina illfyglinu út um svaladyrnar.
Spurning um að hringja í Blikkarann og heimta afslátt, strompurinn sem hann kom upp fyrir einhverja hundraðþúsundkalla er ekki fuglaheldur!
(Náðist ekki mynd af illfyglinu í ofninum, í glerinu speglaðist bara óttaslegið og ógeðsgrett andlit húsfreyjunnar með pappakassann)
17 september, 2007
Ellin farin að færast yfir?
Ó mig auman. Ósköp er ég þreytt og rytjuleg í dag. Bakið er lúið og geyspinn ekki langt undan. Ekki alveg mín deild að sofa uppi á sviði, á dýnu sem er 150 cm á lengd, með 4 konur í kringum mig og 15 ellefu ára stelpur á næsta palli. Vaknaði við minnsta hóst og brölt. Best að vinna í að ná upp svefninum fljótlega. Ekki hægt að vera svona.
13 september, 2007
Litagleði

Ósköp var ljúft að koma út í morgun, engin rigning sem lamdi andlitið og ekkert rok sem skók líkamann. Notalegt að labba í skólann í fylgd Miðjubarnsins, við erum svo heppnar að skólarnir okkar eru á sama punktinum. Hún var eins og lítið litaspjald, í gulu buxunum sínum, grænum regnstakk með neongræna húfu og græna skólatösku, skórnir túrkisbláir. Enda er hún mikið fyrir glaðlega liti og grænt er uppáhaldsliturinn hennar. Mamman í öllu grænu nema skónum sem eru appelsínugulir. jájá, skrautlegar mæðgur. Myndina af þessum fallegu berjum tók ég hins vegar úti í garði hjá mér í vikunni.
12 september, 2007
Innkaupalistinn
Húsmóðirin og Únglíngurinn sátu við eldhúsborðið og settu saman innkaupalista fyrir afmæli. Stubbaling sárvantaði athygli svo hann dró stóra hægindastólinn að endanum á borðinu og tók að hoppa í honum af öllum kröftum. Sem hann veit að hann má ekki. Húsmóðirin ákvað að vera ekki með neitt hálfkák og tuð, heldur áminna á áhrifaríkan hátt. Hún lagði frá sér pennann, leit upp, og horfði beint á Stubbinn og sagði mjög ákveðið: Rjómi, RJÓMI!! þú veist þú mátt ekki... Svo sprungum við öll úr hlátri.
Hver var það aftur sem sagði að konur gætu gert tvennt í einu?
Hver var það aftur sem sagði að konur gætu gert tvennt í einu?
07 september, 2007
Superwoman
Ég er búin að vera í leiðindagír undanfarna daga. Nenni ekki neinu. Þegar ég ætla að hrista þetta af mér og gera eitthvað, fer tíminn í að pirra mig yfir því sem þarf að gera ÁÐUR en ég geri það sem ég get gert. Svo ég geri bara ekki neitt. Er búin að hanga þeim mun meira í tölvunni, eins og lesendur hafa líklega orðið varir við. Veit að þetta bráðnar af mér á morgun, þá fletti ég upp skyrtunni og stóra essið á bringunni kemur í ljós, gleraugun hrökkva af nefinu á mér og lærin verða vöðvastælt. Þá verður sko tekið á málunum. Þangað til ætla ég að hanga í tölvunni og borða allt súkkulaði og allan ís sem ég finn í íbúðinni. Jebb, thank God it's Friday!!
06 september, 2007
Píanóið mitt
Mamma og pabbi gáfu mér nýtt og fínt píanó.. minnir að það hafi verið þegar ég var í kringum 15 ára aldurinn. Síðan þá hefur það fylgt mér í allar mínar íbúðir í Reykjavík, og þær hafa nú verið nokkrar. Eitt eða tvö sumur var það m.a.s. geymt heima hjá Svenna frænda í Karfavoginum til að forða því frá flutningum á milli landshluta. Mest var mér þó blótað þegar ég flutti með það í litlu sætu risíbúðina mína, en upp í hana lá mjór stigi í sveigjum. Fjórir fílefldir píanóflutningamenn fóru grátandi frá mér daginn þann. Ekki var gleði þeirra mikil þegar ég hringdi í þá rúmum tveimur árum síðar og bað þá vinsamlegast að bera það niður aftur. Vanir menn og allt það!
Núna erum við búin að vera píanólaus í allt sumar, enda hefur íbúðin ekki verið við hæfi virðulegs hljóðfæris fyrr en nýlega. Stóri dagurinn rann svo upp á mánudaginn, en þá var það borið í hús með mikilli viðhöfn við almennan fögnuð heimilisfólks (aðallega móður og mið
jubarns). Að sjálfsögðu var það tekið inn um forsetasvalirnar á annarri hæð, annað væri vart við hæfi. Myndir segja meira en mörg orð:
Alrei hefur píanóið mitt komist jafn örugglega jafn hátt upp með jafnlítilli fyrirhöfn. Vantar reyndar mynd af risakrananum sem sá um verkið...
Núna erum við búin að vera píanólaus í allt sumar, enda hefur íbúðin ekki verið við hæfi virðulegs hljóðfæris fyrr en nýlega. Stóri dagurinn rann svo upp á mánudaginn, en þá var það borið í hús með mikilli viðhöfn við almennan fögnuð heimilisfólks (aðallega móður og mið



(Mér telst svo til að píanóið mitt verið í 8 íbúðum eftir að það flutti með mér til Reykjavíkur)
05 september, 2007
Lubbastingurinn minn


Eftir að ég uppgötvaði nýjustu og árangursríkustu aðferðina til að svæfa Stubbaling, bíð ég í enn meiri óþreyju eftir að hann sofni á kvöldin. Er nefnilega loksins búin að komast að því að hann er víst meira fyrir tónlistina en þögnina (alveg eins og Gítarleikarinn). Svo að þegar seremónían "hátta, bursta, pissa, lesa" er búin, þá er bara að drífa sig fram og setja útvarpið eða sjónvarpið í botn. Svo geng ég um gólf og geri ekkert að viti fyrr en hann er sofnaður og ég get lækkað.
(Hann hefur það nefnilega frá mömmu sinni að eiga erfitt með að sofna á kvöldin).
Ég get bara ekki einbeitt mér að neinu í svona látum, ekki einu sinni að setja í uppþvottavélina. Það eina sem ég get gert í hávaða er að skúra, og það geri ég andskotakornið ekki á kvöldin.
(Eða bara ekki yfir höfuð, sýnist mér hafa tekist að fá mér það sem alla skúrilata og skúriníska dreymir um - SKÚRIFRÍTT PARKET!!)
En allavega, hér er Stubbalingur eldferskur í morgunmat í morgun. Hann er sjaldnast komin í fötin þegar sú athöfn fer fram, en þarna fékk ég hann til að klæða sig áður með því að bjóða hafgraut.. Kannski var þetta líka skikkjunni að þakka þar sem hún kom upp úr kassa í gærkvöldi (og er því nánast ný á ný) og fór óneitanlega betur við fötin en nærfötin.
Á morgun fáið þið svo væntanlega söguna af Píanóinu Fljúgandi í máli og myndum (kannski aðallega myndum) ef góðar vættir lofa. So stay Tuned!!
Morgunpirr
Ég tel mig í hópi raunsærra. Verð þó að viðurkenna að ég hefði aldrei trúað því að það tæki svona langan tíma að koma einni íbúð í stand (ekki strand). Sá það aldrei fyrir mér að í byrjun september þegar allir skólar væru komnir á fullt, ættum við ennþá mörg bretti af kössum úti í bæ sem ætti eftir að taka heim og uppúr. Pennaveskið mitt er enn týnt.
Múrarinn er verkefnalaus á baðinu af því að flísarnar eru búnar. Það vantar svona 5-6 flísar til að klára. Þær koma eftir 10 daga með skipi. Vona að ég haldi geðheilsu þangað til...
ARRRRGHHHH
(bannað að kommenta um að "þetta verði nú allt tilbúið fyrir jól"
Múrarinn er verkefnalaus á baðinu af því að flísarnar eru búnar. Það vantar svona 5-6 flísar til að klára. Þær koma eftir 10 daga með skipi. Vona að ég haldi geðheilsu þangað til...
ARRRRGHHHH
(bannað að kommenta um að "þetta verði nú allt tilbúið fyrir jól"
03 september, 2007
Nokkuð til í því
Ég baðst undan því að blása upp risastóra blöðru fyrir Stubbaling. Afsakaði mig með því að ég væri eitthvað svo slöpp og bara loftlaus. Nú, sagði hann, hvernig getur maður verið loftlaus en samt andað??
Fyrir og eftir
25 ágúst, 2007
Grettir
Stubbalingur og ég vorum að horfa á bíómyndina um Gretti. Undir lokin segir Lísa við Jón að hún vilji að þau verði MEIRA en vinir.
"Ohhh, ég veit hvað það er", segir Stubbalingur, "það er ást, það er miklu meira en vinir"!!
Hann veit þetta sko allt greinilega.
"Ohhh, ég veit hvað það er", segir Stubbalingur, "það er ást, það er miklu meira en vinir"!!
Hann veit þetta sko allt greinilega.
24 ágúst, 2007
(Ó)gleðidagur
Eftir vel heppnaða heimsókn á hárgreiðslustofuna, langar mig oft að bruna beint í búð og kaupa mér eitthvað nýtt í stíl við nýja hárið.
Ekki í dag.
Ég brunaði bara heim og fór beint undir sæng. Þar veltist ég í ógleðikvölum í sex klukkutíma, þartil mér tókst að æla.
Ekki gott.
Eftir það líður mér ögn betur, nógu vel til að blogga um hryllinginn. Vona að þetta verði búið, í síðasta lagi á morgun.
Hárið hefur það fínt.
Ekki í dag.
Ég brunaði bara heim og fór beint undir sæng. Þar veltist ég í ógleðikvölum í sex klukkutíma, þartil mér tókst að æla.
Ekki gott.
Eftir það líður mér ögn betur, nógu vel til að blogga um hryllinginn. Vona að þetta verði búið, í síðasta lagi á morgun.
Hárið hefur það fínt.
23 ágúst, 2007
Ekkert merkilegt
Ég hlusta stundum á Bylgjuna í bílnum. Undanfarið hef ég þurft að skipta yfir á einhvern annan ófögnuð þegar auglýsingarnar byrja, því að stúlkan sem les þær notar alltaf flugfreyjutóninn (syngjandi upp og niður.. skilljú?). Ég held að maðurinn sem leikles fréttir og tilkynningar sé á sömu stöð. Það hljómar mjög skringilega.
20 ágúst, 2007
Namminamm...
19 ágúst, 2007
Framhald (skoðið fyrst færsluna fyrir neðan)



Afmælsdegi Kötlukrúttsins eyddum við í Tivoli. Sól og hiti, rússíbanar og Hard Rock. Þarna er hún í bangsabúðinni þar sem Doddi Draumaland varð til og bættist í fjölskylduna.
Þið sem viljið skoða fleiri myndir verðið bara að koma í heimsókn.
Til mömmu og pabba
Í tilefni af því að foreldrar mínir hafa bæst í hóp dyggra lesenda, ætla ég að setja inn nokkrar myndir úr Danmerkurferðinni okkar. Þið hin megið líka skoða :)
Rússíbanar voru mjög vinsælir í ferðinni, hvort sem var í Legolandi eða Tívolí.
Candyfloss var líka vinsælt á báðum stöðum..
Namminamm, fullt af bleikum sykri :P
Gíraffarnir í Givskud Zoo voru svo vinalegir að þeir kíktu næstum inn um bílgluggann hjá okkur.
Þarna hefur einhver annar en húsmóðirin kominst í myndavélina. Í fjarskanum hægra megin á myndinni sést glytta í svarta górillu, ef þessar tvær hvítu skyggja ekki of mikið á!
Það er ekki hægt að setja inn fleiri en 5 myndir í einu svo nú skipti ég um kafla.


Candyfloss var líka vinsælt á báðum stöðum..

Namminamm, fullt af bleikum sykri :P

Gíraffarnir í Givskud Zoo voru svo vinalegir að þeir kíktu næstum inn um bílgluggann hjá okkur.

Þarna hefur einhver annar en húsmóðirin kominst í myndavélina. Í fjarskanum hægra megin á myndinni sést glytta í svarta górillu, ef þessar tvær hvítu skyggja ekki of mikið á!
Það er ekki hægt að setja inn fleiri en 5 myndir í einu svo nú skipti ég um kafla.
15 ágúst, 2007
Grrrrrrrrr...
Ég hef löngum talið þolinmæðina með mínum stærstu kostum. Núna er ég bara á síðustu dropunum. Ég veit að það er ótrúlega mikið búið að gerast hérna hjá okkur þessa rúma 2 mánuði síðan við fengum afhent en...
En á morgun kemur nýr dagur. Þá vopnast ég tuskum og gúmmíhönskum, jafnvel sandpappír og gluggasparsli og eyði svo kvöldinu í að taka upp úr kössum.. ef Gítarleikarinn verður svo sætur að færa mér nokkra af lagernum. Ef einhver vill vera með í tuskubardaga og/eða kassaupptíningi, verður kaffi, te og rauðvín á boðstólum (úr fínu, túrkísbláu plastglösunum frá Kolbrúnu í Amríku ef kristallinn kemur ekki upp úr téðum kössum).
Ég er enn á dönskum tíma svo að klukkan er farin að nálgast 2 hjá mér, held það sé kominn tími á kafbát................... (jebb, punktar og svigar í miklu uppáhaldi í kvöldruglinu) .
- Matarstellið samanstendur enn af pappadiskum, plastglösum, hnífapörum og nokkrum alvöru kaffibollum
- Hvorki er búið að tengja ofn né helluborð
- Tannburstun fer fram í eldhúsvaski
- Gólfhiti ekki farinn að virka
- Engin sturta
- Engin þvottavél
- Stofan er í rúst og það sem verra er, Kötlu herbergi líka
- Allir gluggar á hæðinni gætu enn sómt sér í hryllingsmynd
- Ég er með ógisslegt skordýrabit í hægri hnésbótinni, er hrædd um að einhver hafi týnt broddinum (og vonandi lífinu líka) við að narta í mig í Tívolí.
En á morgun kemur nýr dagur. Þá vopnast ég tuskum og gúmmíhönskum, jafnvel sandpappír og gluggasparsli og eyði svo kvöldinu í að taka upp úr kössum.. ef Gítarleikarinn verður svo sætur að færa mér nokkra af lagernum. Ef einhver vill vera með í tuskubardaga og/eða kassaupptíningi, verður kaffi, te og rauðvín á boðstólum (úr fínu, túrkísbláu plastglösunum frá Kolbrúnu í Amríku ef kristallinn kemur ekki upp úr téðum kössum).
Ég er enn á dönskum tíma svo að klukkan er farin að nálgast 2 hjá mér, held það sé kominn tími á kafbát................... (jebb, punktar og svigar í miklu uppáhaldi í kvöldruglinu) .
Þetta finnst mér fyndið!
Leitaðu á netinu með eins lítilli fyrirhöfn og leitað er í póstinum; (og núna kemur fyndni parturinn):
náðu í Google Tólastiku með sprettigluggavörn.
Sumt verður bara óheyrilega fyndið þegar því er snarað yfir á ástkæra ylhýra - það er kostur.. er það ekki?
náðu í Google Tólastiku með sprettigluggavörn.
Sumt verður bara óheyrilega fyndið þegar því er snarað yfir á ástkæra ylhýra - það er kostur.. er það ekki?
08 ágúst, 2007
Fúlt
Þegar allt er í drasli er mikil afturför að missa eina rennandi vatnið í íbúðinni (fyrir utan klósettkassann :)). Vona að píparinn nái að kíkja við í dag - helst bara strax og NÚNA!!
07 ágúst, 2007
Klúkk
Ég hef verið tvíklukkuð, bæði af Rakel og Syngibjörgu. Ætla samt ekki að þreyta ykkur með sextán staðreyndum um mig, heldur reyni við átta:
- Í staðinn fyrir að fá mér aðra brauðsneið, gúffaði ég í mig tveim stykkjum af súkkulaðihúðuðu Oreo.
- ...samt er ég heilsufíkill og finnst best að borða grænmeti og fisk.
- Ég er í ljótum brúnum sokkum með málningarslettum.
- Mér finnst rauðvín gott.
- Börnin mín eru það fallegasta og besta sem á á.
- Þegar ég var lítil nagaði ég á mér táneglurnar, get það ekki lengur en velti því fyrir mér hvort það sé ástæðan fyrir skökku og skældu baki í dag???
- Ég þarf nauðsynlega að drekka rauðvín með Birgittu sem fyrst
- ...allt í einu eru Oreo kexin orðin 4 :)
Ætli það sé ekki bara best að klukka Birgittu, svo væri nú gaman að heyra frá Eitruðum Prjónum og Þresti - og bara þeim sem lesa þessa snilld!!
05 ágúst, 2007
Verslunarmannahelgi?
Eftir þriggja vikna dvöl í sumarhöllinni var ég orðin svo brún af útiveru að ég var orðin samkeppnisfær við móður mína.
Svo fór ég suður.
Þar tóku við þrjár samfelldar vikur sem ég var hulin steypuryki, sagi og málningarslettum. Þegar ég náði loks að þrífa það af mér tók ég eftir að brúnkan mín var ekki bara rykfallin, heldur nánast horfin út í buskann.
Fúlt.
En við erum blessunarlega flutt inn, svo brúnkan fór ekki fyrir lítið. Gólfin eru falleg, veggirnir hálf málaðir, klósettið hurðar- og sturtulaust, svefnherbergið ekki tilbúið, ísskápurinn er tengdur en ekki frystiskápurinn, borðplatan er komin upp en ómeðhöndluð, ofn og helluborð ótengd en grillið stendur úti á svölum, enn er búið við skrínukost.
Allir gluggar á hæðinni eru ljótari en mygluð pizza.
Enginn iðnaðarmaður hefur komið hérna inn fyrir dyr eftir að Gunnar kraftaverkasmiður og parketpússararnir fóru héðan um miðjan dag á fimmtudag. Við fjölskyldan höfum nýtt tímann síðan þá í að hreiðra um okkur og gengur það bara vel.
Þrátt fyrir góðan anda í húsinu og gleði í hjarta fjölskyldumeðlima er Stubbalingur farinn að hend dóti niður stigann. Best að tékka hvað er í gangi...
Svo fór ég suður.
Þar tóku við þrjár samfelldar vikur sem ég var hulin steypuryki, sagi og málningarslettum. Þegar ég náði loks að þrífa það af mér tók ég eftir að brúnkan mín var ekki bara rykfallin, heldur nánast horfin út í buskann.
Fúlt.
En við erum blessunarlega flutt inn, svo brúnkan fór ekki fyrir lítið. Gólfin eru falleg, veggirnir hálf málaðir, klósettið hurðar- og sturtulaust, svefnherbergið ekki tilbúið, ísskápurinn er tengdur en ekki frystiskápurinn, borðplatan er komin upp en ómeðhöndluð, ofn og helluborð ótengd en grillið stendur úti á svölum, enn er búið við skrínukost.
Allir gluggar á hæðinni eru ljótari en mygluð pizza.
Enginn iðnaðarmaður hefur komið hérna inn fyrir dyr eftir að Gunnar kraftaverkasmiður og parketpússararnir fóru héðan um miðjan dag á fimmtudag. Við fjölskyldan höfum nýtt tímann síðan þá í að hreiðra um okkur og gengur það bara vel.
Þrátt fyrir góðan anda í húsinu og gleði í hjarta fjölskyldumeðlima er Stubbalingur farinn að hend dóti niður stigann. Best að tékka hvað er í gangi...
18 júlí, 2007
Enn á vergangi
Í dag er ég búin að:
pússa
grunna
lakka
mála
olíubera
Þessi fjölbreytta verklýsing gefur aðeins veika mynd af verkefnunum á nýja staðnum. Þriðji dagur í puði og bakið er orðið ansi lúið. Auk þess sem á undan er talið er ég búin að vera að henda rusli, taka til, ryksuga og þrífa eftir iðanaðarmenn. Núna er það bjór, íbúfen og góð sturta fyrir háttinn.
Í íbúðinni sem við erum svo heppin að fá að gista í er nýleg tölva. Hins vegar er nettengingin sú allra mest gamaldags - símainnhringing!! Ég fer því bara í tölvuna í neyð, eins og til að borga iðnaðarmönnum og þannig. Tók mig til dæmis ríflega korter að borga flutningabílstjóranum á netbankanum. Er sko ekki að nenna þessu...
pússa
grunna
lakka
mála
olíubera
Þessi fjölbreytta verklýsing gefur aðeins veika mynd af verkefnunum á nýja staðnum. Þriðji dagur í puði og bakið er orðið ansi lúið. Auk þess sem á undan er talið er ég búin að vera að henda rusli, taka til, ryksuga og þrífa eftir iðanaðarmenn. Núna er það bjór, íbúfen og góð sturta fyrir háttinn.
Í íbúðinni sem við erum svo heppin að fá að gista í er nýleg tölva. Hins vegar er nettengingin sú allra mest gamaldags - símainnhringing!! Ég fer því bara í tölvuna í neyð, eins og til að borga iðnaðarmönnum og þannig. Tók mig til dæmis ríflega korter að borga flutningabílstjóranum á netbankanum. Er sko ekki að nenna þessu...
10 júlí, 2007
Meiri sól, meiri sól, meiri sól

Á Íslandi er það bara þannig, að á meðan sólin skín er maður úti, nema maður sé að vinna inni (eða pakka eins og Birgitta). Það er vegna þess að sólin stoppar yfirleitt stutt við, í dögum talið. Núna skín sólin bara dag eftir dag eftir dag. Þegar ég kem inn úr sólinni eftir langa útiveru (og smá vinnu), er ég svo þreytt að eina sem ég geri er að lesa Harry Potter og koma svo börnunum í ró til að geta haldið áfram að lesa Harry Potter. Ég rétt marði það í gær að stinga í tvær vélar, að öðru leyti er heimilishaldið í rúst.
En ég gefst ekki upp á biðinni. Hér í Sumarhöllinni verður sko ekki þrifið fyrr en það fer að rigna. Og hananú!!
02 júlí, 2007
Ekki missa af...



Fann mig knúna til að setja inn fleiri myndir frá fallegasta stað á íslandi. Fyrstu tvær myndirnar eru teknar í Hvestu en þar er hvítur sandur, falleg fjallasýn og nægilega hlýtt til að sulla á góðum degi. Sú síðasta er tekin á safni Samúels Samúelssonar í Selárdal, það er magnaður staður. Ég vona að enginn Íslendingur láti það eftir sér að deyja án þess að hafa farið á Vestfirðina, og þá sérstaklega þarna á Barðaströndina. Rosalega fínt tjaldstæði á Tálknafirði við hliðina á sundlauginni, bara drífa sig!!
Sykurpúðinn minn

Augljóslega hafa heilladísirnar verið mjög nálægt og í góðu skapi þegar Stubbalingur fæddist. Hann er nefnilega svo mörgum kostum búinn að mér hefði aldrei dottið til hugar að biðja um þá alla, hvað þá í einum pakka! Ég man það eins og gerst hafi í gær, að þegar ég var ólétt af honum bar ég í brjósti óskina um að barnið sem var væntanlegt hlyti einn ákveðinn hæfileika: Hæfileikann til að sofna án áreynslu. Sá hæfileiki er hins vegar nánast sá eini sem ég hef saknað í hans fari. Hins vegar erfði hann andvökugen móður sinna, sem hún erfði frá föður sínum. Þetta finnst mér mjög óréttlátt þar sem ég var þegar búin að koma því geni til frumburðarins sem einnig ber nafn afa sína.
Hins vegar dugir ekki að tala bara um það sem miður fer, enda er mér bæði ljúft og skylt að tilkynna það að Stubbalingur hefur verið eins og ljós eftir "Sykurpúðaslaginn mikla". Hann á að sjálfsögðu ennþá erfitt með að sofna á kvöldin með öll þessi andvökugen, en hann fer betur með það en þetta örlagakvöld í lífi okkar mæðginanna.
27 júní, 2007
Skortur á kunnáttu
Langaði að setja inn vídeó af Stubbaling að syngja en kann það bara alls ekki - og nenni ekki að leit lengur að upplýsingum. Langar frekar að lesa og kannski fá mér smá rauðvín (jú það má víst eftir klukkan fjögur!). Ef einhver kann þá gæti borgað sig að setja inn imbaprúf upplýsingar í komment, þetta er nefnilega óborganlegt...
26 júní, 2007
Valdabarátta
Ég úti í dyrum á náttkjólnum klukkan hálf-eitt eftir miðnætti, að henda sykurpúðum eins langt út á götuna og ég dríf með handafli einu saman. Á bak við mig stendur Stubbalingur rauðeygður og svo agndofa að hann fattar ekki að byrja að grenja aftur fyrr en eftir að ég hef lokað hurðinni. Ætli ég þurfi að fara að leita mér aðstoðar....
25 júní, 2007
Púff

Löngu og ströngu ferli lokið. Loksins þegar búið var að pakka, þrífa, smíða vegg, skipta um rúðu, tæma geymslu, koma öllu úr húsi og afhenda (já, allt samdægurs) - var klukkan farin að ganga níu. Við vorum hálf heimilislaus hjónin, reyndar bara með eitt barn að svo stöddu. Á H 18 var risið fullt af húsgögnum og hæðin tilbúin undir tréverk - hvorki eldhús né klósett, hvað þá rennandi vatn í nýju íbúðinni okkar. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að bruna bara til Akureyrar, þar beið okkur bústaður, bjór, hvítt og rautt. Síðan renndum við áleiðis vestur með viðkomu í Djúpuvík, þar sem við gistum í þessu húsi. Núna erum við komin á Búið, þar er gott að vera.
11 júní, 2007
Breytt skipulag
Jæja, loksins þegar við erum búin að kaupa fleiri tugi lítra af málningu, lakki, grunni og spartli að ógleymdum sandpappír í metravís, pússikubbum og málningarhönskum - er ég komin í gírinn. En þá er það sumarhátíðin og í lok hennar er Stubbalingur allt í einu kominn í rokna fýlu (af því að hann vildi ekki lengur vera blettatígur, heldur spædermann). Eina sem hann vill gera er að fara heim í Hlíðina sína, úr öllum fötum og horfa á vídeó umkringdur sængum og koddum. Þar sem hann er einkabarn þessa dagana er það að sjálfsögðu látið eftir honum. Ég pakka þá bara í nokkra kassa og skelli mér í málningargallann á morgun þegar hann fer á leikskólann. Það er nefnilega ekki alltaf þannig að sá sem er stærstur fái að ráða.
08 júní, 2007
Grænn morgunverður
Ég hef verið einstaklega slöpp og hægvirk undanfarna daga og litlu komið í verk. Svo ég ákvað að taka ráði Bjargar, skella mér í Yggdrasil og ná mér í Spirulina. Ég keypti líka próteinduft þar sem ég átti í fórum mínum uppskrift frá Kolbrúnu grasalækni af morgundrykk. Í blandarann fóru jarðarber, hrísgrjónamjólk, möndlur og sesamfræ og þá var komið að duftnu góða. Fyrst opnaði ég risadunkinn af prótíninu og setti út í (ekki allt samt) og síðan undraduftið Spirulina. Ég hef heyrt marga tala um þetta og oftar en einu sinni, en enginn hafði sagt mér að duftið væri FAGURGRÆNT á litinn!
Svo ég sit hérna með stórt glas, fullt af grænum vökva ...
Svo ég sit hérna með stórt glas, fullt af grænum vökva ...
07 júní, 2007
Kominn tími á eina...
Sem ég sit í tölvunni minni (einu sinni sem oftar) og er að kommenta á einhverja færsluna, þá hringir klukkan á bakaraofninum - hrísgrjónin tilbúin. Heyrist ekki í Stubbaling sem situr á ganginum með kubbana sína: "mamma, þú átt að hætta í tölvunni"!! (og brosir prakkaralega).
Honum er nefnilega skammtaður hálftími í tölvunni og oftast notum við ofnklukkuna til að fylgjast með hvað tímanum líður...
Honum er nefnilega skammtaður hálftími í tölvunni og oftast notum við ofnklukkuna til að fylgjast með hvað tímanum líður...
27 maí, 2007
...
Á Seljalandi...
22 maí, 2007
Parlez Vous Francais?

Þetta er ústýnið úr hótelglugganum okkar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Fengum morgunmat upp á herbergi eins og kóngafólki sæmir. Fór svo út að labba meðfram vatninu, kíkja í búðir og sóla mig (hitinn er núna 27 gráður og klukkan að verða hálfsjö).
Morgundagurinn fer í ferðalög - sé þó fram á að geta dúllast í sælunni í Montreux fram að hádegi. Lífið ER gott!
20 maí, 2007
...
Arrrg.. þetta er allt á þýsku, get ekki lagað linkinn á síðuna hennar Rakelar - hann er hérna til hliðar. Stefni á að henda inn mynd á morgun... (ekki samt af Rakel :P)
Jebb
Eftir ríflega þriggja tíma flug frá Íslandi á ókristilegum tíma er maður ekki beint í stuði fyrir vesen. En þegar ég sá alla sætu flugþjónana og rúmgóðu sætin lagaðist skapið aðeins. Það var samt ekki fyrr en ég sá matinn sem ég fyrirgaf British Airwais alla biðina og leiðindin á flugvellinum. Ekki nóg með að borðbúnaðurinn væri úr gleri og stáli heldur samanstóð maturinn af fersku salati, kokteiltómötum, reyktum laxi og rjómaosti. Með þessu fylgdi sítrónu „infused“ ólífuolía í pínulítilli krukku. Pínulítilli! Einnig var boðið upp á nokkra tegundir af heitum bollum, grófum og fínum. Þegar ég bað um hvítvín voru tvær tegundir í boði.
Með tilliti til morgunverðarins sem ég fékk hjá Icelandair var ég síst að skilja í öllum þessum fínheitum. Það var ekki fyrr en ég sneri mér aðeins í sætinu og kíkti aftur fyrir mig að ég rak augun í tjaldið – Ég veit að ég hefði átt að fatta þetta þegar ég fékk heita klútinn fyrir matinn, get bara alveg stundum verið soldil Rakel í mér...
Með tilliti til morgunverðarins sem ég fékk hjá Icelandair var ég síst að skilja í öllum þessum fínheitum. Það var ekki fyrr en ég sneri mér aðeins í sætinu og kíkti aftur fyrir mig að ég rak augun í tjaldið – Ég veit að ég hefði átt að fatta þetta þegar ég fékk heita klútinn fyrir matinn, get bara alveg stundum verið soldil Rakel í mér...
18 maí, 2007
Manikjúr
Settist niður með naglaþjalir, aceton og naglalakk. Ég fór nefnilega í handsnyrtingu fyrir viku síðan og ætla að halda þessu aðeins við.
Pússaði smá - en mundi þá eftir að þvottavélin var búin.
Ég labbaði fram í þvottahús - á leiðinni þangað sá ég að uppþvottavélin var líka búin svo ég breytti um stefnu.
Opnaði uppþvottavélina, gekk frá safapressunni og þurrkaði af borðum áður en ég hélt áfram leið minni í þvottahúsið (já, alla þessa leið).
Þvottavélin er staðsett á baðherberginu svo ég notaði tækifærið og pissaði og sá þá að klósettið var orðið óþarflega skítugt (fyrir konu sem er í fríi).
Þreif klósettið og tók aðeins til inni á baði áður en ég tók úr þvottavélinni.
Fór með þvottinn út á svalir og hengdi upp.
Rak þá augun í dósir og drasl á svölunum svo ég tók til þar.
Ég veit alveg afhverju ég er aldrei með naglalakk - ég finn mér alltaf eitthvað þarfara að gera. Fyrir nú utan að þau fáu skipti sem ég læt verða af því að smella á mig lakki, þá skemmi ég það yfirleitt með því gefa því ekki tíma til að þorna.
Marta - best ólökkuð!!
Pússaði smá - en mundi þá eftir að þvottavélin var búin.
Ég labbaði fram í þvottahús - á leiðinni þangað sá ég að uppþvottavélin var líka búin svo ég breytti um stefnu.
Opnaði uppþvottavélina, gekk frá safapressunni og þurrkaði af borðum áður en ég hélt áfram leið minni í þvottahúsið (já, alla þessa leið).
Þvottavélin er staðsett á baðherberginu svo ég notaði tækifærið og pissaði og sá þá að klósettið var orðið óþarflega skítugt (fyrir konu sem er í fríi).
Þreif klósettið og tók aðeins til inni á baði áður en ég tók úr þvottavélinni.
Fór með þvottinn út á svalir og hengdi upp.
Rak þá augun í dósir og drasl á svölunum svo ég tók til þar.
Ég veit alveg afhverju ég er aldrei með naglalakk - ég finn mér alltaf eitthvað þarfara að gera. Fyrir nú utan að þau fáu skipti sem ég læt verða af því að smella á mig lakki, þá skemmi ég það yfirleitt með því gefa því ekki tíma til að þorna.
Marta - best ólökkuð!!
17 maí, 2007
Uppstigningadagur
Ekki nóg með að það hafi verið grenjandi slagviðri, rok og rigning og allt það, heldur hafði Stubbalingur ekki minnsta áhuga á dýrunum á bænum. Inni í fjárhúsin var ein ærin að bera, nei ekki hélst hann við þar litli prinsinn, það var svo vond lykt! Í hinu húsinu voru litlir hvolpar og kettlingar, kanínur og kanínuungar, hani og hrúga af litlum krúttlegum "páskaungum" - þar var líka vond lykt (ekki fann ég hana). Hann sat bara úti í rigningunni, kúrði sig upp að ruslafötunni og heimtaði að Harpa frænka kæmi á bílnum að sækja hann!
Ég sem hélt að ég væri að gera honum greiða með því að fara í sveitaferðina - hann lét hins vegar eins og hann hefði verið að gera MÉR greiða!!
Ósköp er ég glöð að bekkur miðjukrúttsins er hættur við að hittast í Öskuhlíðinni seinna í dag og ætlar að hittast í skólanum í staðinn. Skelf inn að beini!!
Ég sem hélt að ég væri að gera honum greiða með því að fara í sveitaferðina - hann lét hins vegar eins og hann hefði verið að gera MÉR greiða!!
Ósköp er ég glöð að bekkur miðjukrúttsins er hættur við að hittast í Öskuhlíðinni seinna í dag og ætlar að hittast í skólanum í staðinn. Skelf inn að beini!!
15 maí, 2007
Sorteringar
Já það er leiðinlegt að pakka, svo mikið er víst. Eitthvað svo mikill tvíverknaður - troða öllu ofan í kassa bara til að taka það upp aftur.
Svo ég ákvað að byrja á því leiðinlegasta, en ég er búin að lofa sjálfri mér því að fara í gegnum alla pappíra, myndir og dót sem mér finnst vera út um allt hús í misstórum hrúgum. Hugmyndin var sú að vera með nokkra skókassa og sortera í þá þetta smotterí. Svo gæti ég þá keypt mér passlega IKEA kassa og merkt þá snyrtilega með svörtum penna
"MYNDIR"
"EINKUNNIR"
"REIKNINGAR"
þessu gæti ég svo raðað huggulega í nýja skápa í nýju húsi þar sem aldrei verður drasl eða óregla frekar en í IKEA bæklingi.
Ég byrjaði á að finna ágætan skókassa til að setja í fyrsta einkunnaspjaldið sem ég fann á flækingi. Síðan opnaði ég fyrstu skúffuna. Efst í henni voru tvær bækur, önnur eftir Arnald Indriðason sem ég er að hugsa um að skila ólesinni, og hin eftir Yrsu Sigurðar. Ég kastaði mér upp í óumbúið rúmið og byrjaði á Yrsu. Hún lofar góðu. Sortera meira á morgun - kannski finn ég fleiri bækur :P
Svo ég ákvað að byrja á því leiðinlegasta, en ég er búin að lofa sjálfri mér því að fara í gegnum alla pappíra, myndir og dót sem mér finnst vera út um allt hús í misstórum hrúgum. Hugmyndin var sú að vera með nokkra skókassa og sortera í þá þetta smotterí. Svo gæti ég þá keypt mér passlega IKEA kassa og merkt þá snyrtilega með svörtum penna
"MYNDIR"
"EINKUNNIR"
"REIKNINGAR"
þessu gæti ég svo raðað huggulega í nýja skápa í nýju húsi þar sem aldrei verður drasl eða óregla frekar en í IKEA bæklingi.
Ég byrjaði á að finna ágætan skókassa til að setja í fyrsta einkunnaspjaldið sem ég fann á flækingi. Síðan opnaði ég fyrstu skúffuna. Efst í henni voru tvær bækur, önnur eftir Arnald Indriðason sem ég er að hugsa um að skila ólesinni, og hin eftir Yrsu Sigurðar. Ég kastaði mér upp í óumbúið rúmið og byrjaði á Yrsu. Hún lofar góðu. Sortera meira á morgun - kannski finn ég fleiri bækur :P
13 maí, 2007
Líf eftir prófin
Ég er óttalega dofin í hausnum. Finn að prófvitneskjan er að leka út hægt og hægt. Það er bara notaleg tilfinning vitandi að það sem er virkilega merkilegt situr örugglega eftir. Hinu get ég flett upp ef ég þarf.
Held ég leyfi mér bara að vera dofin og geyspin í dag, best að finna sér eitthvað til að lesa eða glápa - eða bæði. Eða bara liggja og horfa út í loftið, það er líka gott.
Held ég leyfi mér bara að vera dofin og geyspin í dag, best að finna sér eitthvað til að lesa eða glápa - eða bæði. Eða bara liggja og horfa út í loftið, það er líka gott.
08 maí, 2007
Algjört prump
Magic er ekki að gera neitt fyrir mig. Þurfti bara að taka aukaferð á klósettið. Get alveg eins drukkið jurtateið mitt. Kannski virkar þetta ekki fyrir svona þroskaðar konur sem hafa fært þrjú börn í heiminn.
07 maí, 2007
Máttur auglýsinganna
06 maí, 2007
Styttist í próflok...
Hin níu stig djamms
1. Farðu í sturtu eða burstaðu af þér mesta skítinn með öðrum leiðum (frjálst val)
2. Settu allt sem þú finnur í baðskápunum á líkamann og restina í hárið
3. Tíndu skemmtilegust fötin út úr skápnum, mátaðu þau með öllu sem þér dettur í hug, skildu þau svo eftir í hrúgu á gólfinu eða rúminu (frjálst val) og farðu í sama djammgalla og vanalega
4. Mættu á staðinn, a.m.k. 15 mínútum of snemma af því að þú ert hvort eð er búin að vera að telja niður í minnst tvær vikur fyrir atburðinn
5. Fordrykkur
6. Aðaldrykkur
7. Eftirdrykkur
8. Ef þú vilt halda heilsu fyrir júróvissjónpartýið með fjölskyldunni á morgun gæti verið ráðlagt að fá sér eitthvað að borða núna
9. NÓTTIN ER UNG
1. Farðu í sturtu eða burstaðu af þér mesta skítinn með öðrum leiðum (frjálst val)
2. Settu allt sem þú finnur í baðskápunum á líkamann og restina í hárið
3. Tíndu skemmtilegust fötin út úr skápnum, mátaðu þau með öllu sem þér dettur í hug, skildu þau svo eftir í hrúgu á gólfinu eða rúminu (frjálst val) og farðu í sama djammgalla og vanalega
4. Mættu á staðinn, a.m.k. 15 mínútum of snemma af því að þú ert hvort eð er búin að vera að telja niður í minnst tvær vikur fyrir atburðinn
5. Fordrykkur
6. Aðaldrykkur
7. Eftirdrykkur
8. Ef þú vilt halda heilsu fyrir júróvissjónpartýið með fjölskyldunni á morgun gæti verið ráðlagt að fá sér eitthvað að borða núna
9. NÓTTIN ER UNG
30 apríl, 2007
Upprifjun
Á 6. degi í grasekkjustandi er það að rifjast upp fyrir mér, hvað var erfiðast við að vera einstæð móðir hérna í den. Það voru ekki fjármálin, ekki fyrirhöfnin, ekki allur kvöldlesturinn og knúsið og ekki það að vera alltaf einn á vaktinni.
Það var maturinn.
Það var maturinn.
Lesið á umbúðir
"This product may contain traces of nut"
Það ætla ég bara rétt að vona, þetta er nú einu sinni hnetusmjör!
Það ætla ég bara rétt að vona, þetta er nú einu sinni hnetusmjör!
26 apríl, 2007
Litli snillingurinn
Eftir kvöldlesturinn, sem var einn kafli í Fíusól, sagði litli snillingurinn mér að hann ætti stundum átta nöfn. Þetta gerðist þegar hann segði nafnið sitt hratt og svo rétti hann upp einn og einn putta (talnaskilningurinn í góðum gír), sagði mér hvert nafn og taldi um leið með puttunum:
RÖKK-VI-SIG-URÐ-UR-ÓL-AF-SON = 8
Rétt ný orðinn 5 ára og farinn að telja atkvæði - alveg er ég viss um að tónmenntakennarinn í leikskólanum á heiðurinn af þessu, engu að síður gladdi þetta (verðandi) kennarahjartað.
RÖKK-VI-SIG-URÐ-UR-ÓL-AF-SON = 8
Rétt ný orðinn 5 ára og farinn að telja atkvæði - alveg er ég viss um að tónmenntakennarinn í leikskólanum á heiðurinn af þessu, engu að síður gladdi þetta (verðandi) kennarahjartað.
Krútt
25 apríl, 2007
Fegurð
Einhverntíma gaf ég Gítarleikaranum snyrtitösku. Var orðin leið á þessum pokadruslum þegar við fórum í ferðalög. Hann var einstaklega hrifinn af þessari gjöf og hafði orð á því hvað taskan væri karlmannleg. Stór, tvö hólf, dökkblá og rúsínan í pylsuendanum - það var mynd af akkeri framan á töskunni. Það fyndna er, að hann kallar þessa karlmannlegu tösku aldrei annað en "bjútí-box". Greinilega er mjög mjúkt fyrir innan hörðu skelina, ójá.
24 apríl, 2007
Sannleikurinn
Ég er í massívu heilsuátaki þessa dagana... eða ekki
Ég er búin að vera duglegri að hreyfa mig
Ég borða meira grænmeti
Ég drekk meira vatn
Ég borða kökur og sætindi
Ég nota hvert tækifæri til að fá mér eitthvað djúsí
Ókei, þrír af fimm, er það ekki bara þokkalegt? Það er þá bara sjálfri mér að kenna að maginn lagast ekki og unglingabólurnar mínar lifa góðu lífi - eins og vanalega!!
Tek mig á eftir prófin.. eða ekki...
Ég er búin að vera duglegri að hreyfa mig
Ég borða meira grænmeti
Ég drekk meira vatn
Ég borða kökur og sætindi
Ég nota hvert tækifæri til að fá mér eitthvað djúsí
Ókei, þrír af fimm, er það ekki bara þokkalegt? Það er þá bara sjálfri mér að kenna að maginn lagast ekki og unglingabólurnar mínar lifa góðu lífi - eins og vanalega!!
Tek mig á eftir prófin.. eða ekki...
21 apríl, 2007
Barnalán
Venst aldrei þessum mömmu og pabbahelgum. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar hlutfall barna á heimilinu fer niður fyrir hlutfall fullorðinna. Eða núna þegar únglíngurinn er orðinn það stór að hún er farin að ráða sér sjálf og fer bara til pabbans þegar henni henter, það er ennþá skrítnara. Þá hef ég alltaf á tilfinningunni að ég sé að gleyma einu barni, sé búin að týna miðjukrúttinu mínu - hin tvö eru jú bæði á sínum stað!
Í morgun fór hin fullkomna blanda í safapressuna -
eitt grænt epli
ein stór appelsína
ein feit gulrót
einn góður biti af engiferrót
...mátulegur skammtur fyrir mig :)
Í morgun fór hin fullkomna blanda í safapressuna -
eitt grænt epli
ein stór appelsína
ein feit gulrót
einn góður biti af engiferrót
...mátulegur skammtur fyrir mig :)
19 apríl, 2007
Staðfestist hér með að..

Í tilefni af því að við hjónin þurfum brátt að innrétta ekki bara eitt baðherbergi heldur tvö, þá skelltum við okkur í "leiðangur" í síðustu viku. Hvað í heiminum getur verið skemmtilegra en að eyða hálfum klukkutíma eða svo með elskunni sinni, að skoða klósett, blöndunartæki og baðker?
Ansi margt, finnst mér allavega. Við gengum þarna um eins og fílar í postulínsbúð, eða kannski frekar postulín í fílabúð og vissum ekkert hverju við vorum að leita að. Jú, við sáum ýmislegt sem við vorum ekki að leita að og hugguðum okkur við að geta útilokað margt sem okkur fannst bara ljótt.
En svo sá ég baðkarið. Jiminn, baðkar er bara baðkar, hugsar þú núna, en.. þetta var sko Baðkar með stóru B-i. Það var nefnilega smart. Ég potaði í eiginmanninn og við fikruðum okkur nær þessum fagra hlut til að skoða hann ögn betur, og viti menn, var ekki þarna verðmiði sem slökkti fljótt vonina um betra bað í brjóstum okkar beggja (dónalega ofstuðlað, ég veit)
Baðkarið kostaði rúmlega áttahundruðogfimmtíuþúsund - takkfyrirtakk -
Svo það staðfestist hér með að ég er með dýran smekk
13 apríl, 2007
Afmælisstelpur

Það vill svo skemmtilega til að það eru tvær vinkonur mínar sem eiga afmæli í dag. Önnur þeirra ber titilinn "nýjasta" og hin er "með þeim elstu" (þó hún sé alls ekki gömul)
Elsku Birgitta og Anna til hamingju með daginn ykkar. Vona að það skíni sól á þig Birgitta í Barcelona, þó ég búist við að sama rokið og rigningin lemji okkur Önnu.
11 apríl, 2007
Einmanaleiki

Mikið er ég orðin háð þessu tæki. Þurfti að fara með gersemina mína í viðgerð í gærmorgun og var sagt að það tæki 3 daga. Ég var miður mín, vægt til orða tekið. Um hálf-þrjú í dag (semsagt einum og hálfum sólahring síðar) var hringt frá EJS til að tilkynna mér að græjan væri tilbúin. Síðast þegar ég þurfti að fara með hana voru þeir líka svona snöggir að þessu. Í bæði skiptin voru þetta atriði sem féllu undir ábyrgð svo ég hef ekkert þurft að borga heldur. Ég sýni fyrirækinu þakklæti í verki með því að punta færslu dagsins með merki þeirra.
Ég var svo einmana í morgun þegar ég sat við borðið mitt að LÆRA (já ég geri það líka stundum) að ég kveikti á útvarpinu til að fá félagsskap. Það er mjög sjaldgæft.
(og íbúðin mín er enn til sölu.. anyone??)
08 apríl, 2007
Gleðilega páska !!
06 apríl, 2007
Til sölu
Þegar ég sýndi íbúðina s.l. miðvikudag í 12. sinna (á 18 dögum), gerði ég það algjörlega með því hugarfari að þetta væri fólkið sem kæmi til með að kaupa íbúðina okkar og léti sér líða þar vel næstu árin. Ekki það að ég hafi verið neitt að streitast á móti með hin 11 skiptin... En allavega, ef orkustraumarnir hafa ekki virkað sem skyldi, þá er sko alveg á hreinu að þeir sem koma næst, kaupa íbúðina. Ég er nefnilega búin að þrífa útidyrahurðina, svalirnar og svefnherbergisgluggann (gítarleikarinn er úti að skrúbba rest af gluggum).
Værum við hinsvegar að láta svona smáatriði skipta máli þegar við fjárfestum nokkra tugi milljóna, værum við ekki búin að kaupa íbúðina sem við keyptum. Það var drasl þar þegar við fórum að skoða - en þegar við fórum aftur í gær til að kíkja á herlegheitin eftir undirritun kaupsamnings, var allt vægast sagt í rúst. Hvergi sá í auðan bletta fyrir rusli og drasli. En mér er sko nokk sama um það, íbúðin er rosalega falleg og ruslið og draslið verður farið áður en ég flyt inn. Hlakka svooo til.
Værum við hinsvegar að láta svona smáatriði skipta máli þegar við fjárfestum nokkra tugi milljóna, værum við ekki búin að kaupa íbúðina sem við keyptum. Það var drasl þar þegar við fórum að skoða - en þegar við fórum aftur í gær til að kíkja á herlegheitin eftir undirritun kaupsamnings, var allt vægast sagt í rúst. Hvergi sá í auðan bletta fyrir rusli og drasli. En mér er sko nokk sama um það, íbúðin er rosalega falleg og ruslið og draslið verður farið áður en ég flyt inn. Hlakka svooo til.
04 apríl, 2007
Matur
Ég er búin að vera svo matlöt undanfarið. Ristað brauð í morgunmat, langloka í hádegismat, drasla eitthvað yfir daginn, Tapas-bar á mánudagskvöld, Ruby Tuesday á þriðjudagskvöld og Aktu Taktu í kvöld - leiðin liggur semsagt niður á við. Svona mataræði kallar bara á.. MEIRA SÚKKULAÐI!!
Er að vonast til að einhver góðhjartaður fari að bjóða mér í mat áður en ég fer að éta úr ruslatunnunum - ekki nenni ég að elda sjálf.
Er að vonast til að einhver góðhjartaður fari að bjóða mér í mat áður en ég fer að éta úr ruslatunnunum - ekki nenni ég að elda sjálf.
28 mars, 2007
Ein af Stubbaling í kaupbæti
Seint um kvöld, Stubbalingur ekki sofnaður frekar en oft áður og mikið stríð búið að vera í gangi á milli feðga.
"Heyrðu pabbi, get ég ekki bara hringt í Guð?"
"Njahh, það gæti nú orðið erfitt. Til hvers þarftu að hringja í hann?"
"Ég vildi bara vita hvort ALLIR fimm ára strákar væru í alvöru sofnaðir..."
(Ég vissi ekki einusinni að drengurinn væri kristilega þenkjandi, ætli hann hafi ekki lært þetta á leikskólanum blessaður)
"Heyrðu pabbi, get ég ekki bara hringt í Guð?"
"Njahh, það gæti nú orðið erfitt. Til hvers þarftu að hringja í hann?"
"Ég vildi bara vita hvort ALLIR fimm ára strákar væru í alvöru sofnaðir..."
(Ég vissi ekki einusinni að drengurinn væri kristilega þenkjandi, ætli hann hafi ekki lært þetta á leikskólanum blessaður)
Þreyttur
Núna langar mig BARA í páskafrí.
Ekki vinna..
Ekki læra...
Ekki vakna..
Ekki taka til...
Ekki elda...
BARA FRÍ
(veit að ég losna ekki við þetta síðasttalda nema ég hundskist til Ísafjarðar og næli mér í fæði hjá pabba gamla)
Ekki vinna..
Ekki læra...
Ekki vakna..
Ekki taka til...
Ekki elda...
BARA FRÍ
(veit að ég losna ekki við þetta síðasttalda nema ég hundskist til Ísafjarðar og næli mér í fæði hjá pabba gamla)
27 mars, 2007
25 mars, 2007
jájá
Ákvað að taka Rakel mér til fyrirmyndar og setja inn nokkra linka. Setti nýja mynd af mér í leiðinni, mér finnst þessi miklu betri. Það sem verra er að myndin af mér færðist mun neðar á síðuna, sem ég er ekki sátt við því að mér finnst hún svo flott. Kann ekki að laga og nenni ekki að fikta meira í kvöld. Ef einhver er með imbaprúf upplýsingar væru þær vel þegnar. Ég veit að þetta er ekki góð íslenska.
23 mars, 2007
Föstudagur í boði húsbóndans
Panta mat frá Ning's = sameiginleg ákvörðun
Það sem var pantað og sótt = hans ákvörðun
Það sem var á boðstólum:
- Djúpsteiktar rækjur
- Steiktir kjúklingavængir
- Svínasteik með puru
Ef ég skýt í blindni á innihald tel ég að það hafi verið eftirfarandi (í magnröð, það sem er mest af kemur efst):
- Hvítt hveiti
- Fita
- Allar tegundir af aukaefnum, litar-, bragð- og lystaukandi
- Kjöt og fiskur
- Grænmeti (gulrótarsneiðin sem var í kjúklingavængjasósunni)
Reyndar voru hrísgrjón einnig í boði en þar sem þau voru mjög hvít og klístruð tel ég að þau vegi ekki mikið upp á móti allri óhollustunni.
Niðurstaða = Ef mig langar í hollan mat og grænmeti verð ég bara að elda sjálf, eins og ég geri reyndar oftast
Samantekt = Mér er illt í maganum og langar í rosalega mikið af nammi
Það sem var pantað og sótt = hans ákvörðun
Það sem var á boðstólum:
- Djúpsteiktar rækjur
- Steiktir kjúklingavængir
- Svínasteik með puru
Ef ég skýt í blindni á innihald tel ég að það hafi verið eftirfarandi (í magnröð, það sem er mest af kemur efst):
- Hvítt hveiti
- Fita
- Allar tegundir af aukaefnum, litar-, bragð- og lystaukandi
- Kjöt og fiskur
- Grænmeti (gulrótarsneiðin sem var í kjúklingavængjasósunni)
Reyndar voru hrísgrjón einnig í boði en þar sem þau voru mjög hvít og klístruð tel ég að þau vegi ekki mikið upp á móti allri óhollustunni.
Niðurstaða = Ef mig langar í hollan mat og grænmeti verð ég bara að elda sjálf, eins og ég geri reyndar oftast
Samantekt = Mér er illt í maganum og langar í rosalega mikið af nammi
21 mars, 2007
Hver sat hvar?
Ugla - sat - á - kvisti
átti - börn - og - missti
eitt - tvö - þrjú - og - það - varst - þú
sem - fórst - ekk - i - í
bíl - túr - inn - í - gær
Eftir alla þessa runu var Stubbalingur alveg jafn óákveðinn hvor hann vildi peru skyr.is eða eitt blátt og eitt rautt sms skyr.
átti - börn - og - missti
eitt - tvö - þrjú - og - það - varst - þú
sem - fórst - ekk - i - í
bíl - túr - inn - í - gær
Eftir alla þessa runu var Stubbalingur alveg jafn óákveðinn hvor hann vildi peru skyr.is eða eitt blátt og eitt rautt sms skyr.
20 mars, 2007
Þeytingur

Held að ég sé búin að keyra langleiðina til Ísafjarðar í dag.
Dagurinn byrjaði á þeytingi.. þeyttist framundir fjögur og var þá alsæl að komast heim, ætlaði svoleiðis að dúllast heima fram á kvöld og var m.a.s. búin að taka upp prjónana mína. Nei, ekki aldeilis. Rúmleg 5 tók við næsti þeytingur sem endaði klukkan að verða 8. Þá var eftir að borða kvöldmat, læra með barni, lesa fyrir barn og koma í háttinn. Þoli ekki svona daga.
Myndin hér að ofan lýsir mínum degi í hnotskurn, myndaðist ekki örugglega rokið, rigningin og skapvonskan?
17 mars, 2007
06 mars, 2007
..og dansinn dunar
Vitið þið hvað er karlrembulegast í heimi? Það eru nefnilega samkvæmisdansar. Konan sér um allt erfiðið en karlinn stjórnar. Svo er ítrekað margoft í danstímanum að nú þurfi karlinn að vanda sig því að það sé hann sem stjórni og haldi hann ekki vel á spöðunum fari allt í vitleysu. Auðvitað er það konan sem stjórnar í grunninn, eins og vanalega, en það er karlinn sem fær allt hrósið, eins og vanalega.
En ég skemmti mér hrikalega vel. Vill nefnilega til að minn kall er sterkur á þessu svelli, getur vel stjórnað og ég get alveg þóst láta að stjórn svona einusinni í viku. Það er bara góð tilbreyting.
En ég skemmti mér hrikalega vel. Vill nefnilega til að minn kall er sterkur á þessu svelli, getur vel stjórnað og ég get alveg þóst láta að stjórn svona einusinni í viku. Það er bara góð tilbreyting.
26 febrúar, 2007
Hann á afmæli í dag....
25 febrúar, 2007
Ætti nú ekki annað eftir..
Æji nei mamma, nú ertu búin að drepa mig... í leiknum! En ef ég fæ svona snakk þá fæ ég meiri orku og get haldið áfram, má ég það?
23 febrúar, 2007
Kvöldverkin

Á meðan maður burstar tennurnar er hægt að labba fram á gang, skella útidyrahurðinni í lás, slökkva í stofunni, kíkja á börnin, opna uppþvottavélina (ef hún er búin) og margt fleira. Þegar maður er hinsvegar að flossa, þá eru báðar hendur uppteknar og lítið hægt að gera, í mesta lagi kíkja á börnin og horfa á sjálfan sig í speglinum (ófögur sjón á þessum tíma dags). Svo að ef ég horfi ekkert á sjónvarpið það kvöldið, þá gleymi ég að flossa. Ég er kona - þess vegna hef ég þörf fyrir að multitaska.
22 febrúar, 2007
Fegurð
Horfði á mjög menningarlegan tónlistarþátt á ríkissjónvarpinu. Viðmælandinn var að tala um "ljóta" tónlist, ekkert skæri eins í eyrun. Hann bar það saman við "ljótt" landslag, sem væri mun þolanlegra. Nú er ég á þeirri skoðun að það sé ekki til neitt sem er hægt að kalla ljótt landslag. Ef það er eitthvað ljótt í umhverfinu þá er það yfirleitt af mannavöldum. Kannski hefur maðurinn verið að meina ljótt útsýni, það hlýtur að vera. Semsagt, það er ekki hægt að tala um ljótt útsýni frekar en ljót börn, því að eins og við vitum eru öll börn falleg. Enda er börn jafn saklaus og óspillt náttúra - ætli það sé sakleysið sem ber þessa fegurð?
14 febrúar, 2007
Tölvutrítill
Þessa dagana eru gangstéttarnar með tvennskonar áferð: svellbunka og auðar. Stubbalingur vill helst labba á leikskólann, því að á meðan getur hann verið kallinn í tölvuleiknum. Hann má bara labba á svellbunkanum því að annars missir hann líf. Á leiðinni getur hann náð sér í aukalíf með því að hoppa upp í greinarnar sem slúta út á gangstéttirnar og stundum þarf ég að lyfta honum til að hann nái þeim. Svo breytast líka reglurnar þegar við löbbum yfir götu og þá má bara labba á auðu. Samt er þetta greinilega mikil hættuför því að hann byrjar með c.a. fimmþúsund líf, eftir 7 mínútna labb erum við komin á leikskólann og þá er hann yfirleitt búinn með þau öll. Þrátt fyrir öll aukalífin á leiðinni. Held að ég eða pabbinn ættum að drífa okkur á fyrirlesturinn um netfíkn sem verður í Hlíðaskóla í kvöld. Hann er reyndar ætlaður unglingaforeldrum en hvernig er þetta með máltækið um barnið og brunninn...
(Er farin að íhuga að breyta nafninu á blogginu mínu í: Sögur af Stubbaling..)
(Er farin að íhuga að breyta nafninu á blogginu mínu í: Sögur af Stubbaling..)
12 febrúar, 2007
Rétta blandan

Það er ekki hægt að saka mig um ýkjur þegar ég segi að Stubbalingur sé með lítið hjarta. Ég keypti nýja diskinn hans Ladda fyrir fjölskylduna og hóf hann ferðina í gamla geislaspilaranum hans Stubbalings. Hann var hræddur við Jón Spæjó. Þegar kemur að knúsi og keleríi er hann hinsvegar með stórt hjarta, alltaf til í svoleiðis. Er þetta ekki akkúrat rétta blandan?
03 febrúar, 2007
Hárið
Já, soldið fyndið þetta með klippinguna. Ég fór semsagt í klippingu í síðustu viku, á föstudegi. Aftur orðin frekar dökkhærð, fór í aðeins ljóst í millitíðinni og toppurinn á mér hefur ALDREI verið svona stuttur eins og núna. Svo ég sé alveg mun. En ekki gítarleikarinn, hann tók ekki eftir neinu. Ég bjóst svosem ekki við því heldur og minntist ekkert á það við hann, fyrr en í gær,en þá var liðin vika frá klippingunni. Stubbalingur var nefnilega í fríi á leikskólanum þann dag og ég ákvað þarna um morguninn að plata hann í klippingu. Hann átti að fá að koma við í vídeóleigunni í bakaleiðinni og velja sér spólu. Þegar gítarleikarinn kom heim eftir vinnu var nýklippti Stubbalingurinn það fyrsta sem hann kommentaði á, samt var nú bara svona verið að snyrta á honum hárið en ekki að verið að gera neinar stórvægilegar breytingar.
Þarna sé ég fyrir mér að hægt sé að velja um þrjár skýringar:
1 - Ég sést ekki jafn vel og Stubbalingur (er meira svona blörrý í bakgrunninum)
2 - Athyglisbrestur Gítarleikarans beinist aðallega að eiginkonunni
3 - Karlmenn taka frekar eftir hárgreiðslu á öðrum karlkyns verum.
Þarna sé ég fyrir mér að hægt sé að velja um þrjár skýringar:
1 - Ég sést ekki jafn vel og Stubbalingur (er meira svona blörrý í bakgrunninum)
2 - Athyglisbrestur Gítarleikarans beinist aðallega að eiginkonunni
3 - Karlmenn taka frekar eftir hárgreiðslu á öðrum karlkyns verum.
02 febrúar, 2007
Kökumeik
Á föstudögum fer ég í sturtu. Blæs svo á mér hárið og slétta það með sléttujárninu þangað til það er eins og nýstraujaður dúkur. Svo set ég á mig dökka meikið mitt og sólarpúðrir, gott að nota maskarann allhressilega í dag. Svo fer ég í þröngu gallabuxurnar og támjóu stígvélin. Að ofan er það ýmist þröngur bolur eða töff skyrta og svo léttur jakki yfir. Punkturinn yfir i-ið er nýja, breiða leðurbeltið mitt. Sko til, núna er ég tilbúin í Kringluröltið. Þú hefur örugglega hitt mig þar. Nokkrum sinnum. Ég er önnur hver manneskja í Kringlunni á góðum degi.
28 janúar, 2007
Hvar er Birta?
Birta er alveg hætt að koma til mín. Er hún almennt hætt að koma eða er hún bara að sniðganga mig? Ég sakna hennar, mér finnst (fannst) hún alltaf svo skemmtileg.
25 janúar, 2007
Í mér leynist smiður
Alltaf gaman að gera eitthvað Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI! Fór í fyrsta smíðatímann minn í dag. Er nefnilega svo gömul að þegar ég var í grunnskóla hét hann barnaskóli og stelpur lærðu að sauma og prjóna en strákarnir fóru út í dularfulla skúrinn á skólalóðinni. Þangað kom ég aldrei inn.
Því var það með nokkrum spenningi sem ég steig inn í þetta dularfulla herbergi, stútfullt af tækjum og tólum með allskonar flóknum nöfnum. Í ljós kom að í hópnum var fólk mislangt á veg komið í smíðanámi og stelpur virðast vera að yfirtaka þetta eins og flest annað (nema nottla stjórnunarstörf). Við vorum fimm svona alveg dökkgræn, fjórar stelpur og einn strákur en ég var samt eina í hópnum sem hafði ekki einu sinni lært smíðar í grunn/barnaskóla. Þegar það var búið að segja okkur frá verkefnum vetrarins og kynna okkur fyrir græjunum fengum við að tálga. 10 mínútum síðar þurfti strákurinn að fara... okkur sýndist skurðurinn vera það djúpur að það þyrfti að sauma...
Því var það með nokkrum spenningi sem ég steig inn í þetta dularfulla herbergi, stútfullt af tækjum og tólum með allskonar flóknum nöfnum. Í ljós kom að í hópnum var fólk mislangt á veg komið í smíðanámi og stelpur virðast vera að yfirtaka þetta eins og flest annað (nema nottla stjórnunarstörf). Við vorum fimm svona alveg dökkgræn, fjórar stelpur og einn strákur en ég var samt eina í hópnum sem hafði ekki einu sinni lært smíðar í grunn/barnaskóla. Þegar það var búið að segja okkur frá verkefnum vetrarins og kynna okkur fyrir græjunum fengum við að tálga. 10 mínútum síðar þurfti strákurinn að fara... okkur sýndist skurðurinn vera það djúpur að það þyrfti að sauma...
24 janúar, 2007
Nú er úti veður ljótt
Gangstéttirnar eru allar í sandi.
Göturnar eru blautar.
Skítugur snjór í ruðningum upp við gangstéttarbrúnir og í bílastæðum.
Drullupollar.
Rok.
Regnúði.
Bílar sem leggja upp á gangstéttum.
Skást að vera á ferð í myrkrinu því að eftir því sem birtir meira verður umhverfið ljótara og ljótara. Vill til að það birtir ekki almennilega í svona dumbungi.
En það er að hlýna og ég er þrátt fyrir allt bara í góðu skapi.
Göturnar eru blautar.
Skítugur snjór í ruðningum upp við gangstéttarbrúnir og í bílastæðum.
Drullupollar.
Rok.
Regnúði.
Bílar sem leggja upp á gangstéttum.
Skást að vera á ferð í myrkrinu því að eftir því sem birtir meira verður umhverfið ljótara og ljótara. Vill til að það birtir ekki almennilega í svona dumbungi.
En það er að hlýna og ég er þrátt fyrir allt bara í góðu skapi.
23 janúar, 2007
Rís
- þú átt það alltaf skilið!
Hvað á svona auglýsingamennska að þýða? Ég ákveð að brjótast inn í banka eina nóttina. Tekst ætlunarverkið og þegar ég kem út með lambhúshettuna (prjónaða eftir uppskrift frá Vestanpóstinum) og peningapokann, er það fyrsta sem ég sé þessi auglýsing:
RÍS - ÞÚ ÁTT ÞAÐ ALLTAF SKILIÐ
þá sannfærist ég um að ég hafi verið að gera rétt, því að núna á ég ekki bara skilið að fá Rís, heldur á ég nóg af peningum fyrir því líka. Jæja, best að halda áfram að lesa Siðfræðina.. en fyrst á ég skilið að fá mér Rís...
Hvað á svona auglýsingamennska að þýða? Ég ákveð að brjótast inn í banka eina nóttina. Tekst ætlunarverkið og þegar ég kem út með lambhúshettuna (prjónaða eftir uppskrift frá Vestanpóstinum) og peningapokann, er það fyrsta sem ég sé þessi auglýsing:
RÍS - ÞÚ ÁTT ÞAÐ ALLTAF SKILIÐ
þá sannfærist ég um að ég hafi verið að gera rétt, því að núna á ég ekki bara skilið að fá Rís, heldur á ég nóg af peningum fyrir því líka. Jæja, best að halda áfram að lesa Siðfræðina.. en fyrst á ég skilið að fá mér Rís...
22 janúar, 2007
Stroktilraun númer tvö
Gítarleikarinn á heimilinu segir stundum frá því að hafa verið sendur á fyrsta degi í fyrsta bekk til skólastjóra. Hann er nokkuð stoltur af því að hafa verið prakkari. Held að Stubbalingur hafi skákað honum í dag. Hann var sendur til Leikskólastýru við annan mann, alveg að verða 5 ára. Þeir reyndu að strjúka, komust yfir fyrstu hindrun áður en þeir voru gripnir. Það var mjöööög erfitt að bæla hláturinn og brosið sem braust fram þegar hann sagði frá þessu. Það fylgdi með að þeir væru hættir að reyna eftir þessa lífsreynslu. Þetta var nefnilega ekki fyrsta tilraun heldur önnur, en í fyrra skiptið komust þeir ekki einusinni yfir fyrstu hindrun og því var ekki tekið eins alvarlega á málinu. Hláturinn kraumar enn ofan í mér.
21 janúar, 2007
Ritað við gítarundirleik
Í dag er "égnennekkineinu" dagurinn. Held ég haldi hann bara hátíðlegan og geri ekki neitt sem dags dagleg telst með viti. Sjónvarpið ómar í takt við gítarinn og börnin hoppa í sófanum. Semi-drasl dagur. Ekki allt í drasli og ekki fínt, bara svona mitt á milli. Óhreintaushrúgan akkúrat passleg til að láta hana eiga sig. Það er ljúft að vera heimavinnandi fjarnemi.
Gítarleikarinn búinn að vera gítarlaus í 5 daga og keppist í ofboði við að vinna upp tapaðar samverustundir. Geri mér engar grillur, veit að hann saknaði gítarins meira þessa daga en hann á nokkurn tíma eftir að sakna mín. Ég veit líka alveg ástæðuna. Ég er honum bara ekki jafn undirgefin og gítarinn. Enda held ég að hann mundi varla nenna að eiga mig fyrir konu ef ég væri það. Jájá, þessi færsla er alveg í stíl við letidaginn minn.
Gítarleikarinn búinn að vera gítarlaus í 5 daga og keppist í ofboði við að vinna upp tapaðar samverustundir. Geri mér engar grillur, veit að hann saknaði gítarins meira þessa daga en hann á nokkurn tíma eftir að sakna mín. Ég veit líka alveg ástæðuna. Ég er honum bara ekki jafn undirgefin og gítarinn. Enda held ég að hann mundi varla nenna að eiga mig fyrir konu ef ég væri það. Jájá, þessi færsla er alveg í stíl við letidaginn minn.
18 janúar, 2007
Pæling
Hvað er málið með klósetthreinsi? Ég fer aldrei sérstaklega í búð til að kaupa mér klósetthreinsi, hvað þá að ég leiti í hillunum eftir akkúrat þessum eina rétta. Ekki ligg ég heldur yfir klósettinu og horfi ofan í það til að sjá hversu vel nýji sjálfvirki klósetthreinsinn minn virki. Nú eða bjóði saumaklúbbnum inn á bað að finna nýju lyktina. Bara búin að liggja í sjónvarpsglápi í kvöld....
Geðslagið

Ósköp er ég nú þakklát fyrir snjóinn. Reddaði mér í morgun, einu sinni sem oftar. Stubbalingur var ekki bara þreyttur heldur afskaplega úrilllur líka og rak heimilisfólk út úr herberginu jafn óðum og það kom inn til hans að freista þess að koma honum framúr. Svo ég freistaði hans með rauða sleðanum. Sá var nú ekki lengi að taka við sér, vippaði sér framúr og gleypti í sig morgunmatinn.
Núna stendur yfir ljósahátið á leikskólanum. Á morgun er vasaljósadagur. Þá er það helgin. Svo fer nú brátt myrkrið og úrillskan að víkja fyrir birtu og bjartri lund. Höldum okkur gangandi á því.
16 janúar, 2007
No regrets!!
Ég er loksins að fatta þetta. Enda komin á fertugsaldurinn og ekki seinna vænna. Ég veit af hverju konur klæða sig í óþægileg föt. Ég set þægindin ávallt í fyrsta sæti, en hef komist að því að það getur sko komið manni í koll. Tökum laugardagskvöldið sem dæmi. Ég fór auðvitað í kjól sem er nógu víður yfir ístruna til að ég geti borðað allt sem fram er borið og drukkið allt þetta góða vín með. Engar nælonsokkabuxur með því takk. Ég fer í skóna mína sem eru ekki bara uppreimaðir, sléttbotna og með breiðri tá, heldur líka nógu stórir til að innleggin mín passi í þá. Með þessu móti get ég dansað eins og fífl án nokkurra hafta eins lengi og mig lystir. En ég læt þetta ekki duga því að ég set líka í kæruleysisgírinn um leið og ég geng inn í salinn og ákveð með sjálfri mér að þetta kvöld sé ég með skemmtilegri manneskjum í húsinu sem helst enginn megi missa af að taka eftir.
Svona eftir á að hyggja, miðað við kreðsuna sem ég var að djamma með, hefði ég betur troðið mér í shock-up upp að brjóstum, verið í támjóum háhæla skóm og fengið mér gerfineglur. Þá hefði ég líklega verið þess eins megnug að hanga í handlegg eiginmannsins megnið af kvöldinu og mesta áræðnin hefði verið að kreista fram bros þegar ég var kynnt náðarsamlegast fyrir einhverju mikilmenninu úr fjármálageiranum. Vona bara að hann verði ekki rekinn úr þessari annars ágætu vinnu fyrir að eiga svona ósettlega konu.
Svona eftir á að hyggja, miðað við kreðsuna sem ég var að djamma með, hefði ég betur troðið mér í shock-up upp að brjóstum, verið í támjóum háhæla skóm og fengið mér gerfineglur. Þá hefði ég líklega verið þess eins megnug að hanga í handlegg eiginmannsins megnið af kvöldinu og mesta áræðnin hefði verið að kreista fram bros þegar ég var kynnt náðarsamlegast fyrir einhverju mikilmenninu úr fjármálageiranum. Vona bara að hann verði ekki rekinn úr þessari annars ágætu vinnu fyrir að eiga svona ósettlega konu.
15 janúar, 2007
Á dauða mínum átti ég von!
Ég er komin inn í gamla martröð. Þessu ætlaði ég aldrei að lenda í. Örlög flestra mæðra sem ala börn og búa í borginni, en ekki mín, nei aldrei. Svo vakna ég upp við það einn daginn að
ÉG ER SKUTLMAMMA...
ÉG ER SKUTLMAMMA...
12 janúar, 2007
Stór áfangi í lífi Stubbalings
Hann kom hlaupandi inn í herbergi til mín (þar sem ég sat við tölvuna að læra), á nærbuxunum og spóaleggjunum sínum.
"Hey mamma, ég gat klætt mig alveg sjálfur í nærbuxurnar
ÁN ÞESS AÐ SETJAST Á GÓLFIÐ"
(og svo hoppaði hann aðeins á öðrum fætinum til að sýna hvernig það væri gert)
Ætla að taka mér hann til fyrirmyndar og vera stolt af litlu sigrunum í lífi mínu.
"Hey mamma, ég gat klætt mig alveg sjálfur í nærbuxurnar
ÁN ÞESS AÐ SETJAST Á GÓLFIÐ"
(og svo hoppaði hann aðeins á öðrum fætinum til að sýna hvernig það væri gert)
Ætla að taka mér hann til fyrirmyndar og vera stolt af litlu sigrunum í lífi mínu.
10 janúar, 2007
Eftirmáli (ekki regndropanna)
Ég vil ítreka það að þrátt fyrir tuðið hérna fyrir neðan þá er ég mjög meðvituð um hvað ég er mikil forréttindapíka sem fæ nánast allt sem mig vantar upp í hendurnar. Ef það kemur ekki þá vantar mig það ekki nógu mikið. Svo á ég líka bestu fjölskyldu í heimi og bestu vini í heimi. Geri aðrir betur.
Mamma, hvað er í matinn?
Stundum bara nenni ég alls ekki að elda. En geri það samt af því að ég vil ekki borða ristað brauð í kvöldmatinn. Tel mér alltaf trú um að ég sé svona góð mamma að gera þetta fyrir börnin mín. Oftast finnst mér gaman að elda en þegar þetta er svona kvöð marga daga í röð (rímar) og öllum finnst það svooo sjálfsagður hlutur, þá finnst mér ekkert gaman lengur. Vill til að ég á Pepsi Max, best að fá sér einn gúllsopa og sjá hvort ég hressist ekki eins og Steinríkur á töfraseyðinu góða.
Bless, farin að elda...
Bless, farin að elda...
08 janúar, 2007
Hvað dettur þér í hug?
Keyrði fyrir aftan bíl áðan, númerið á honum var BLAKA. Fyrst datt mér í hug að þetta væri eitilharður blakari, eins og t.d. mágkona mín, síðan kom Stubbalingur upp í hugann, með alla sína ást á Batman. En skyndilega stóð fyrir hugskotssjónum mínum ljóslifandi ljósmynd og hún er svona:
- Stórt einbýlishús
- Þrefaldur bílskúr
- Einn bíll fyrir framan hverja bílskúrshurð
- Allir með sérnúmer, og þau eru:
BÍBÍ OG BLAKA
Eins gott ég keyrði ekki aftan á bílinn í öllu þessum hugrenningum. Enn ein sönnun þess að ég hlýt að vera kvenmaður þar sem ég get gert svo margt í einu.
- Stórt einbýlishús
- Þrefaldur bílskúr
- Einn bíll fyrir framan hverja bílskúrshurð
- Allir með sérnúmer, og þau eru:
BÍBÍ OG BLAKA
Eins gott ég keyrði ekki aftan á bílinn í öllu þessum hugrenningum. Enn ein sönnun þess að ég hlýt að vera kvenmaður þar sem ég get gert svo margt í einu.
06 janúar, 2007
Á morgun segir sá lati..
Sko, ef maður klikkar á einhverju í jólahaldinu þá gerir maður það bara eftir jól. Allavega ég. Þessvegna fóru tveir dagar á milli jóla og nýjárs í jólaþrif hjá mér, AF FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA, nota bene!!
Í dag er ég hinsvegar að baka smákökur. Tvær sortir. Búin að smakka svo mikið að mér er orðið illt í maganum. Sko Halla, Siggakökurnar tókust fínt, en Daim kökurnar láku út um allt og eru frekar linar, en alveg hrikalega góðar!! Ætla sko að vera dugleg að troða þessum kökum í matargesti morgundagsins og svo í gesti og gangandi, annars háma ég þetta allt í mig sjálf (og kemst ekki í kjólinn á næstu helgi).
Í dag er ég hinsvegar að baka smákökur. Tvær sortir. Búin að smakka svo mikið að mér er orðið illt í maganum. Sko Halla, Siggakökurnar tókust fínt, en Daim kökurnar láku út um allt og eru frekar linar, en alveg hrikalega góðar!! Ætla sko að vera dugleg að troða þessum kökum í matargesti morgundagsins og svo í gesti og gangandi, annars háma ég þetta allt í mig sjálf (og kemst ekki í kjólinn á næstu helgi).
04 janúar, 2007
Árangur gærdagsins

Jæja. Yndislegi únglíngurinn minn sá til þess að ég færi ekki of geist í niðurátið. Hún bakaði þessa líka frábærtu súkkulaðiköku í gær, namminamm...
Yngri systkinin sáu svo til þess að ég færi ekki að sofa fyrr en langt eftir miðnætti sem endaði nottla með því að ég braut 2.reglu, því að loksins þegar Stubbalingur var sofnaður var ég orðin svo andvaka að ég bara neyddist til að fara fram og fá mér kökubita og mjólkursopa. Það var nú ljúft.
En í dag er nýr dagur og enn er til nóg af köku!!
03 janúar, 2007
Niðurát
Og þá er bara að borða sig niður. Það getur nefnilega verið hættulegt að hætta of snögglega, það er allavega mín speki þessa dagana. Ég ætla að byrja á að:
1. Hætta að éta súkkulaði eins og mér sé borgað fyrir það (frekar eins og ég borgi fyrir það)
2. Hætta alfarið að borða eftir miðnætti.
3. Minnka át á unnum kjötvörum, s.s. hamborgarhryggjum og hangiketi
Kannski ég kóróni bara heilsuátakið með því að fara að sofa FYRIR miðnætti, það eykur líkurnar á að mér takist að halda 2.reglu.
1. Hætta að éta súkkulaði eins og mér sé borgað fyrir það (frekar eins og ég borgi fyrir það)
2. Hætta alfarið að borða eftir miðnætti.
3. Minnka át á unnum kjötvörum, s.s. hamborgarhryggjum og hangiketi
Kannski ég kóróni bara heilsuátakið með því að fara að sofa FYRIR miðnætti, það eykur líkurnar á að mér takist að halda 2.reglu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)