28 nóvember, 2008
...
Nýji vinur: Ha, hver er Óli?
Stubbur: Það er pabbi minn. Sko, pabbi minn heitir ÓLI og mamma mín heitir MARTA. Þá veistu það ef þú þarft eitthvað að tala við þau eða svoleiðis.
(Held að drengurinn verði kennari, hann er svo góður að útskýra)
26 nóvember, 2008
Eldur
25 nóvember, 2008
Píanókennarahúmor
Nýkomið mikið úrval af ótrúlega leiðinlegum fingraæfingum fyrir píanó.
Tónastöðin
Já þeir kunna svo sannarlega að vekja á sér athygli í Tónastöðinni.
14 nóvember, 2008
Tek strútinn á þetta um helgina
10 nóvember, 2008
Varúð: Vitringar!!!
Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Varúð, varúð Vitringar...
09 nóvember, 2008
ojbara, ullabjakk, erðanú.
Ætlaði hins vegar að eyða deginum í eldhúsinu því að það er mun skemmtilegra en að þrífa. Var rétt búin að stinga Dillonskökunni í ofninn (sem á að vera í eftirmat) og ætlaði að fara að stússa í Lasagne gerð þegar bakið sagði stopp. Þess vegna húki ég hér fyrir framan tölvuna, kökuilminn farið að leggja um húsið, og bíð eftir að íbúfen virki. Nenni ekki að bíða lengur, farin að finna bakbeltið...
(Vantar íslensk orð yfir Lasanja - lagpasta með kjötsósu?)
Sólarglenna
08 nóvember, 2008
07 nóvember, 2008
Speki 2
Njahh... eru það ekki börnin mín?
Jú, alveg rétt hjá þér. En veistu hver er mesti fjársóðurinn?
Nei, eruð þið ekki öll þrjú jafnmiklir fjársóðir? Það finnst mér.
Neinei, sko ÉG er mesti fjársóðurinn af því að ég er minnstur. Það er nefnilega kosturinn við að vera lítill, eftir því sem maður er minni þá er maður meiri fjársóður¨.
RSÓ 6 ára
Speki 1
Maður getur nefnilega slitið orm í marga búta en samt lifir hann áfram af því að það er hjarta í hverjum bút.
Kettir borða orma.
Þess vegna eru kettir með mörg líf.
RSÓ 6 ára.
22 október, 2008
Blehhh
Efst á óskalistanum er hinsvegar að gera ekki neitt, sofa og borða súkkulaði. Jú og borða súkkulaði.
15 október, 2008
Long time...
Já svo ákváðum við að hætta við síkið af því að við fengum ekki leyfi fyrir drekanum, gjaldeyrishöftin og allt það - þú skilur. Svo það var fyllt upp í allt heila klabbið. Nú lítur þetta bara út eins og hjá venjulegu fólki sem lét rífa allt upp en hafði svo ekki efni á að klára dæmið.
Annars bara allt gott :)
01 október, 2008
Framkvæmdir í Stigahöllinni
29 september, 2008
Hugsanalestur
Daginn eftir kom póstur frá amazon.com þar sem mælt var sérstaklega með þessari bók fyrir mig.
Ég er búin að vera að íhuga undanfarið hvort við Miðjan eigum að segja upp áskriftinni að Galdrastelpum, en ekki búin að koma því í verk.
Í dag kom pakki til Miðjunnar, Galdrastelpudagbókin, þar sem henni var boðin þessi fallega heimsenda bók að gjöf með þakklæti fyrir trúmennskuna.
Ég er farin að halda að það sé einhver alheimsandi sem les hugsanir mínar og sé að stríða mér. Kannski að benda mér á að ég eyði of miklum tíma á netinu....
24 september, 2008
Hlekkjur
22 september, 2008
Vissir þú...
17 september, 2008
Leki
Hvaðan í ósköpunum kemur allt þetta vatn?
16 september, 2008
14 september, 2008
Enn eitt klukkið
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Netabætingar
- Selja rækjuborgara í Vitanum
- Pressa buxur og strauja skyrtur
- Kenna á píanó
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Shawshank Redemption
- Grease (ójá)
- man ekki meir...
- hef aldrei verið mikil bíómyndakona...
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Hlíðarvegur 29, Ísafirði
- Háteigsvegur (tvö húsnúmer)
- Drápuhlíð (líka tvö húsnúmer)
- Mávahlíð
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Desperate Houswifes
- Sex and the City
- Hljófyrirlestrar á Blakki (hehe)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Ardsley, NY
- Swakopmund, Namibia
- Canterbury, Kent
- Álaborg, Danmörk
(allt staðir sem ég fór að heimsækja kæra vini)
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- Blakkur
- mbl.is
- gmail.com
- Ugla
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Kjúklingur
- kjúklingur
- kjúklingur
- fiskur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
- Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marques
- The Hundred Secret Senses e. Amy Tan (humm.. allt eitthvað hundrað)
- 12 smásögur og Veisla undir grjótvegg e. Svövu Jakobsóttur
- Flestar Harry Potter bækurnar (ekki oft reyndar, en oftar en einu sinni)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Birgitta borubratta
- Syngibjörg Söngvina
- Sóley sæta
- Arndís ofurbloggari
10 september, 2008
Besti staður í heimi
06 september, 2008
Einn léttur í morgunsárið
05 september, 2008
Tvær stjörnur
og hann teymir mig á eftir sér....
Raulaði Stubbur fyrir munni sér þegar við gengum í skólana okkar í morgun, hann, ég og miðjan. Síðan þá er ég búin að vera með þennan notalega eyrnaorm í hlustunum.
Ætli ég hætti einhverntíma að tárast þegar ég heyri þetta lag?
Segi bara eins og Tóti afi: maður er orðinn svo meyr á gamals aldri.
04 september, 2008
Success!!
Reglubundið eftirlit
Frá fyrsta grun um að líf hafi kviknað í kviði, er fylgst grannt með móður.
Reglubundið eftirlit eykst eftir því sem fóstrið stækkar og er mest síðustu vikurnar fyrir fæðingu.
Eftir að barnið fæðist er það skoðað nokkrum sinnum á sólahring, síðan daglega, þá vikulega, mánaðarlega, með nokkurra mánaða millibili og svo framvegis.
Reglubundnu eftirliti lýkur svo til eftir 5 ára skoðun.
Bíllinn
Frá því að framleiðsluferli hefst er fylgst grannt með öllum búnaði og vélum.
Þegar bíllinn kemur nýr á götuna er honum treyst til að ganga rétt næstu þrjú árin.
Eftir þrjú ár er bílnum ekki lengur treyst fyrir eigin ágæti og hefst þá reglubundið árlegt eftirlit, svo lengi sem bíllinn keyrir um göturnar.
Samantekt
Nú veit ég að margt er ólíkt með bíl og manneskju. Er samt ekki eðlilegt að manneskja sem gengur á sama líkama, alla daga ársins, allan ársins hring, fari að láta á sjá eftir ákveðinn tíma? Fer ekki ýmislegt að gefa sig smátt og smátt?
Er ekki alveg ástæða til að halda úti reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu manneskjunnar, til dæmis árlega?
Það finnst mér allavega. Engin ástæða til að treysta manneskjunni sjálfri fyrir því. Bara eina aðalskoðun takk og límmiða á ennið. Árlega.
31 ágúst, 2008
nennissiggi...
(Er búin að prófa ýmislegt í gegnum tíðina)
29 ágúst, 2008
Það hvessir
Ég og miðjan leiddum Stubbinn á milli okkar og héldum fast í hvort annað til að enginn fyki í burtu. Svo lofaði ég að koma á bílnum að sækja þau eftir skóla ef það væri ekki búið að lægja all svakalega.
Regn- og roktímabilið er greinilega hafið.
28 ágúst, 2008
Yndið mitt og fleiri sætir strákar
Stubbur og besti vinur aðal á Árbæjarsafni í júlí - Geggjað veður og stuttu síðar voru þeir komnir á naríurnar að hlaupa í gegnum úðarann.
Þarna eru nú góður hópur á ferð, frændur að labba í Nexus í svo góðu veðri að það þurfti að klippa neðan af buxum hjá sumum og kaupa stuttbuxur á aðra.
27 ágúst, 2008
Raunir
25 ágúst, 2008
Back to reality
Það er því ljóst að ég er komin á síðustu metrana í mínu kennaranámi. Sat í gærkvöldi með fangið fullt af húfum, vettlingum og jökkum og saumaði í það miðana sem systir mín pantaði einu sinni fyrir mig og færði mér. Held að það séu alveg komin 3 ár síðan.
23 ágúst, 2008
Menningar hvað
Þegar ég leit út um gluggann um hálf-fjögur var skollið á með ekta Reykjavíkurveðri sem hefur reyndar ekki sést í háa herrans tíð. Rok og rigning punktur is. Ósköp er notalegt að vera bara inni og stússa í matseld.
Ef veðrið lagast ekki getum við hlustað á tónleikana án þess að blotna inni í stofu. Þurfum ekki einu sinni að opna út á svalir.
19 ágúst, 2008
Ég er svöng
Þess vegna sit ég bara og bíð og vona að við ljúkum saman þessum síðustu tveim önnum í Kennaraháskólanum... nei úbbossí, heitir víst Háskóli Íslands núna, Menntavísindasvið.
En þá horfir þetta öðruvísi við:
Nýr skóli = ný tölva........
Kannski ég skelli mér bara á Maccann sem mig langaði alltaf í :P
14 ágúst, 2008
Hún á afmæli....
13 ágúst, 2008
Með sparsl í eyrunum
Ástæðan fyrir því að ég held sönsum eru tveir sex ára guttar sem kæta mig stöðugt með samræðum sín á milli. Þeir eru svo fyndnir að ég gleymi nánast jafnóðum hvað þeir eru að bulla.
Og þó...
Stubbi sá lítið barn skríða á veitingastað og sagði systur sinni unglingnum að hún mundi nú einhverntíma eignast svona krúttlegt lítið barn. Þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki sjálfur að eignast börn þegar hann yrði eldri, svaraði hann:
"Jújú, en það er ekki eins og ÉG eignist krakkann. Ég rétti bara mömmunni eggið".
Æji þetta er svo krúttulegt að ég ætla ekkert að útskýra fyrir honum strax að hann fær ekki einu sinni að ráða yfir egginu...
08 ágúst, 2008
07 ágúst, 2008
Réttlátir og ranglátir
Hef undanfarið velt þessu fyrir mér þar sem ég ligg andvaka um miðjar nætur með Gítarleikarann við hlið mér. Ég veit ekki til þess að hann sé neitt réttlátari en ég þó hann sofi alltaf svefni hinna réttlátu. Þetta er bara óréttlátt.
06 ágúst, 2008
Skortur á hugmyndaauðgi
Annars er ég á fullu að reyna að gera gagn þar sem ég er í fríi, gengur misvel. Skápurinn er orðinn rauður og Britannican komin í hann, vantar bara að græja hurðina en það ætlar Gítarleikarinn að sjá um. Ég réðist á stóra ljóta stofugluggann þar sem ég þar líklega að notast við hann eitthvað lengur.
Þetta er leiðindablogg enda er ég eitthvað andlaus þessa dagana. Þó ég andi enn.
05 ágúst, 2008
Rautt, rautt, rautt....
02 ágúst, 2008
Móðir, hvar er barnið þitt?
ööööööööööö jjjjá!!!
Jókerinn er sko fóður í margar martraðir á komandi haustkvöldum.
28 júlí, 2008
Við vorum að keyra heimleiðis til Reykjavíkur frá Ísafirði, slatti af börnum í bílnum, hjól, golfsett, basilika og Hneta í búri. Hnetu annaðhvort leiðist í bíl eða er bílveik, veit ekki hvort er. Hún mjálmar samfellt lengst neðan úr iðrum allan tímann sem hún er vakandi og pirrar samferðarfólk. Stubburinn var orðinn leiður á þessum óhljóðum, enda ekki með tröllaheyrnartól á eyrunum eins og stóra systir. Þegar Gítarleikarinn var orðinn leiður á þessu stöðuga murri og tuði úr aftursætinu, rykkti hann hausnum í átt til mín þar sem ég sat alsaklaus í framsætinu og spurði:
G: Áttu ekki svona þarna.... (hann er mjög gjarn að byrja á spurningu og klára hana ekki)
É: Hvað?
G: Æji svona þarna þú veist...
É: (hvæsandi) nei ég veit ekki
G: ..svona svampa til að setja í eyrun
É: Ha, eyrnatappa?
G: Já einmitt, áttu ekki eyrnatappa fyrir hann svo hann þurfi ekki að hlusta á mjálmið í kettinum?
Ég var alveg stúmp - ég hef aldrei á ævinni átt eða notað eyrnatappa. Svo spyr hann mig eins og þetta sé jafn sjálfsagður hlutur og tyggjó.
Hann heldur greinilega að ég sé Mary Poppins.
26 júlí, 2008
Minnistap
Hverju er um að kenna? Ötulli rauðvínsdrykkju í sumarfríinu eða bara því að þetta gerðist fyrir síðustu aldamót. Mérlístekkertá'etta..............
18 júlí, 2008
Það var glaður og stoltur Gítarleikari sem stóð á tröppunum í hádeginu í nýrri peysu á leiðinni á golfmót.
Það fyndna er, að ég fattaði þegar ég var langt komin með peysuna að þetta munstur var ég ekki að gera í fyrsta skipti. Ég valdi það nefnilega fyrr í vetur úr gamalla munsturbók, til að sauma litla prufu með gamla íslenska krosssaumnum. Á meira að segja mynd af henni í tölvunni minni því til staðfestingar:
Hvað ætli það verði næst... kannski veggteppi með áttblaðarósinni?
16 júlí, 2008
Suðurfirðirnir
Stubbalingur steinasafnari stillir sér upp hjá Dynjanda. Veðrið var hlýtt og gott og flugan í banastuði.
Hipparnir á tjaldstæðinu í Flókalundi. Með því að glamra nógu hátt á gítarinn, syngja með fullum hálsi og prjóna í takt, tókst okkur að halda besta spottinu að mestu út af fyrir okkur og ferðafélagana. Gítarleikarinn er með kíkinn á lærinu því að þarna erum við einmitt að bíða eftir ferðafélögunum sem villtust á leiðinni í Vatnsfjörðinn. Blessuð borgarbörnin.
Fallegt útsýni af tjaldstæðinu okkar.
Þarna eru ferðafélagarnir komnir í leitirnar. Við höfðum þau fyrir aftan okkur það sem eftir lifði ferðar. Til öryggis.
Hvesta í Arnarfirði, fallegasta staður á landinu, og þótt víðar væri leitað.
Þar var farið í landamæraparís og keppnisskap pabbanna var svo mikið að það náði næstum að drepa áhugann hjá börnunum.
15 júlí, 2008
Bakað á Búinu
Fínmalað spelt.. set svona 200 gr. En þegar það er rétt komið upp í 200 skutlar mælirinn sér allt í einu á 270 - vogin greinilega ekki alveg upp á sitt besta.
Svo ég byrja að moka upp úr skálinni með skeið. Er akkúrat komin í 200 aftur þegar ég fatta að ég hef mokað speltinu ofan í tröllahafrapokann - svo það er ekki annað í stöðunni en að hella speltinu aftur út í skálina, auk tröllahafranna og láta vogina ráða för (og minn klaufaskap).
Síðan er sett vínsteinslyftiduft sem rann út fyrir c.a. 2 árum - 4 teskeiðar, hljómar það ekki bara vel?
Pekan hnetur sem ég veit ekkert hvenær voru keyptar.... hvað þá sólblómafræin.
Smá hunang og salt og ólífuolía.
Bleytt með AB mjólk - hnoðað í bollur og skellt í ofninn sem er hálfgert ólíkindatól.
Fyrirtaksbollur svo ekki sé meira sagt!
(að sjálfsögðu voru engin hörfræ í eftirmat hjá litlu systur, bara fínerís eplakaka með ís sem ég gúffaði í mig með góðri samvisku)
14 júlí, 2008
Tveggja plana dagur
Hitt planið var mitt eigins, að halda sykurlausan dag hátíðlegan. Eina sem gæti skemmt það er matarboðið hjá litlu systur í kvöld. Sjáum hvað setur.
12 júlí, 2008
Lúxusblogg
26 júní, 2008
Sakn
Sólhlíð er kvödd með miklum söknuði. Þar eyddi Miðjukrúttið sínum leikskólaárum og Stubburinn byrjaði þar áður en hann fæddist, því að ég var að vinna þar tímabundið þegar ég var ólétt af honum. Besti leikskóli í heimi - besta starfsfólk ever. punktur.
24 júní, 2008
Kvöldkyrrð
Yfir sófabakið liggur bútateppi með rönguna upp. Það skín svo mikil sól inn um gluggann og teiknibólugardínurnar skýla mjög takmarkað svo ég kem í veg fyrir ofhitnun á brúnu leðri með þessari nýstárlegu aðferð.
Við höndina er stóra gallabuxnabláa tekrúsin mín, eitt mesta uppáhaldið mitt af veraldlegum hlutum. Hún er full af sjóðheitu fennel tei - svo gott á kvöldin (já ég er svona biluð).
Það er styttra að leggja frá sér á slétt bakið á sófanum heldur en stofuborðið svo að þangað fer krúsin mín.
Og teppi á bakinu. Gáfulegt.
Ég er semsagt að koma frá því að þurrka upp ríflega 3 dl. af sjóheitu fennel tei úr sófanum og af gólfinu. Þurfti líka að skipta um buxur - þokkalega hlandblaut. Held að ég hafi samt sloppið við brunasár á læri.
21 júní, 2008
Dúddamía!!!!
... 17 ár!!
Fyrstu merkin fann ég í gær þegar mér fannst skrítið að Syngibjörg skyldi tala um að "skreppa" á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Eins og allir vita er mun lengra á milli landshluta fyrir borgarbúa en landsbyggðarfólk.
Í morgun dreif ég mig og krakkana í Laugardalslaugina til að sóla mig!! Hingað til hef ég bara sólað mig á pallinum á Seljalandi, fyrir utan stöku utanlandsferð.
Ætli ég verði ekki farin að þamba kaffi á Mokka upp á hvern dag áður en ég veit af!
(upphrópunarmerki, það er nú gott dæmi um borgargelgju!!!!!)
19 júní, 2008
Sumarfílingur
Þessi uppskrift er einmitt á netinu, fann hana á einum linknum á þessari stórskemmtilegu síðu:
http://prjona.net/
Þá er bara að velja rétta garnið....
Sól í dag
(update: engar gardínur voru saumaðar í dag - þeim mun meira hangsað)
18 júní, 2008
Takk fyrir kaffið
Eftir því sem styttist í Kópavoginn þéttist umferðin.
Bílum lagt meðfram öllum götum og uppi á túnum.
Massíf mannmergð í kringum sundhöllina.
Brjáluð kássa á Rútstúni.
Mætti halda að téð húsmóðir hafi hringt í ansi marga því að samkvæmt mbl.is hefur aldrei verið annar eins fjöldi á skemmtidagskránni í Kópavogi. Við í fjölskyldunni erum öll jafnmiklir sveitaplebbar því að enginn þorði að fara lengra. Við hröðuðum okkur því stystu leið út úr bænum og rúlluðum út á Álftanes. Þar voru þrír hoppukastalar og engin röð, andlitsmálun, dagskrá og sölutjald. Auk þess var mágkonan á Álftanesi búin að bjóða í þjóðhátíðarkaffi.
Þar fékkst endanleg sönnun þess að matreiðslu- og bökunarhæfileikar karla þykja mun merkilegri en kvenna. Hefst þá sagan:
Þegar mágkonan bauð í kaffi, bauðst Gítarleikarinn til að koma með köku um leið og hann gjóaði augunum á betri helminginn (allavega í eldhúsinu). Ég sagði honum að hann mætti alveg skella í eina stríðstertu, enda legg ég áherslu á að allir sem vilja elda eða baka í eldhúsinu mínu mega það án minnstu afskipta frá mér. Um tveim tímum fyrir brottför minnti ég hann á loforðið. Hann ráfaði áttavilltur um stóru og miklu eldhússkápana okkar, týndist á milli bökunar-, kaffi- og áhaldarekkanna og spurði í sífellu um leiðbeiningar.
Á endanum fann ég fyrir hann uppskrift og það nauðsynlegasta sem vantaði og hann henti í einfalda eplaköku.
Þegar í kaffiboðið kom var þetta sko Alvöru Þjóðhátíðarkaffi og ekkert minna en það. Húsmóðirin var búin að baka risa Pavlovu, jarðarberjaostaköku, bananabrauð og fíneríis hjónabandssælu. Auk þess voru á borðum ostar, kex og tilbehör. En hvað var það sem fékk mestu athyglina hjá ömmunum og frænkunum.... þið megið geta einu sinni og vísbendingin er þessi: það var ekki flotta Pavlovan sem hafði víst aldrei tekist eins vel og EKKI BAKAÐ AF KVENMANNI!!!
16 júní, 2008
Bið...
Það eru enn 11 dagar í brottför....
13 júní, 2008
Hrósur
Ég sat í letikasti klukkan korter í sjö og liðið farið að kvarta undan hungri. Rétt fyrir hálf-átta bar ég á borð léttsteiktan fisk með ferskum engifer, hvítlauk og heimalagaðri kínverskri sósu, nýbakaðar bollur og hrísgrjón. Allt "made from scratch", að sjálfsögðu. Heppinn þessi Gítarleikari að eiga svona frábæra konu! (Þið megið alveg hringja í hann og minna hann á það, get sent símanúmerið í e-mail).
11 júní, 2008
Gott pepp
Ég held að miðjubarnið hafi nú ekkert alltaf verið skælandi og ódugleg. Ég man ekki betur en að ég hafi hneykslast mikið á því þegar litla krúttið byrjaði í 6 ára bekk þá þurftir þú alltaf að bíða eftir henni til að fylgjast með henni heim úr skólanum. Ég reyndi svona pent að benda þér á að þú hefðir nú labbað ein heim úr skólanum árinu áður... enda ég sem yngsta barn ekki með nokkurn skilning á því að taka tillit til yngri systkina :)
Þessu var ég alveg búin að gleyma - Takk Anna mín!!
Öllu óhætt
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ EITRA (ekki þó fyrir fólki)
...og ég er mjög mikið heima þessa dagana!
05 júní, 2008
Allt er þá þrennt er?
Ég tók eftir því undir vor að hann var alveg hættur að minnast á kærustuna, hana S, svo ég spurði hann einn daginn hvort hún væri ekki lengur kærastan hans (eðlileg forvitni móður). Nei var svarið - hún er ekki lengur kærastan mín. Ástæðan: "Æji, hún vildi alltaf vera að kyssa mig". Þannig fór um sjóferð þá.
Nokkrum dögum fyrir útskrift í síðustu viku er ég að sækja hann og þá kemur ein krúttan hlaupandi til hans og spyr hvort hann ætli ekki að segja mömmu sinni... Undir feimnislegum augngotum stúlkunnar sem stóð álengdar, hvíslaði hann því að mér að hann ætlaði að giftast J - hún væri nýja kærastan hans. Þar sem hún er besta vinkona S, spurði ég hvað S fyndist um þetta. Hann sagði að henni væri bara alveg sama, enda væri hún núna kærasta besta vinar hans.
Núna leið ekki nema tæp vika þar til ég fékk tilkynningu um nýja kærustu. "Mamma, núna er BK kærastan mín". BK er líka algjört krútt, eins og hinar tvær. En hvað með J?, spurði ég. "Æji mamma, hún var alltaf að monta sig og segja öllum að hún ætti kærasta og ég væri kærastinn hennar. Svo vildi hún alltaf að ég sæti hjá henni í sögustund".
Þegar ég fór með hann í morgun var sögustund að hefjast og allir sestir í hring. Þegar ég fylgdi honum inn var BK fljót að koma auga á hann og byrjaði strax bendingar um að hann ætti að koma og sitja hjá sér. Hann lét sér fátt um finnast og settist á endann hjá einhverjum stráknum. Skyldi BK falla í ónáð við þetta?
Það fyndna er að í gær var ég einmitt að skoða myndir frá áðurnefndri útskrift. Þar stendur minn maður í fremri röð, með S sér á hægri hönd, BK á vinstri hönd og beint fyrir aftan hann stendur J (sem var einmitt kærastan hans þá). Gat ekki að því gert, en mér duttu í hug línur úr gömlu dægurlagi:
Ég er umvafinn kvenfólki
það get ég svarið
svo minna gagn gera má..........
03 júní, 2008
Mesta furða...
Í gær horfði ég líka á gamlar ræmur sem pabbi setti á DVD hérna eitt árið og gaf okkur systrum. Á þessum myndbrotum er ég á aldrinum eins til þriggja ára, elsta systirin tveim árum eldri og sú yngsta einu og hálfu ári yngri en ég (svo hún er skiljanlega ekki á fyrstu myndbrotunum).
Það merkilega er, að stóra systir er alltaf að sópa og stússa og vesenast. Ég er hins vegar oftast grenjandi einhversstaðar hjálparlaus. Var rétt að byrja að staulast um á tveim fótum (skilst ég hafi ekki farið að labba almennilega fyrr en eins og hálfs), en stóra systir alltaf tilbúin að rétt hjálparhönd og styðja litla pirripúkann yfir hindranir lífsins. Hjálpa honum niður tröppurnar, draga hann á snjóþotunni, styðja hann á fætur eftir byltu á skíðum. Getur svosem verið að það hafi bara verið fyrir framan myndavélina og þess á milli hafi ég verið dregin bakvið hurð og hárreitt, held samt ekki....
Svo kemur minnsta dýrið til sögunnar og það er svona duglegt eins og það stærsta. Alltaf eitthvað að stússast og krúttast úti í garði og lætur ekkert hefta sig eða trufla. Held svona ályktað í fljótu bragði, að ég sé eina barnið á myndbandinu með skeifu og tár - og það oftar en tvisvar eða þrisvar...
Mikið rosalega hefur verið erfitt að vera miðjubarn. Alveg merkilegt hvað hefur ræst úr mér!
01 júní, 2008
Kvefpest
En eftir að ég kláraði skólann og áður en ég fékk kvef - þá var ég í New York. Ég tók ekki mikið af myndum, en hérna er ein af Birgittu á Hotel Chandler (nei, ekki Bing)
Svo er þetta útsýnið af hótelherberginu sem við Óli eyddum síðustu nóttinni á. Það var við Central Park en við höfum líklega ekki borgað nógu mikið til að fá útsýni yfir garðinn. Útsýnið var engu að síður tilkomumikið og ég tímdi ekki einu sinni að draga fyrir þegar ég fór að sofa.
Þess á milli gisti ég heima hjá Birgittu og það var auðvitað besta hótelið.
Nú þarf ég hins vegar nauðsynlega að snýta mér....
26 maí, 2008
Miðjumús
20 maí, 2008
19 maí, 2008
Heppnasta mamma í heimi
Mamma námsfúsa
Síðan er mynd af mér, brosandi, í rauðri peysu, svörtu pilsi og rauðum skóm. Ég sit í fína skrifborðsstólnum mínum, með báðar hendur á tölvunni sem stendur á borðinu fyrir framan mig.
Á borðinu stendur líka stóra tekrúsin mín, greinilega með rjúkandi tei og bók. Bókin heitir: Skugga Baldur.
Allt í smáatriðum hjá henni krúsinni minni.
Ó nei!!
Próflok
Ég hóf m.a.s. störf í gær, á sunnudegi (hátíðartaxti, græddi helling) og þreif ísskápinn. Í morgun réðist ég á vaskborðið og hillurnar, eilífðarvinna með juðaranum og hendin á mér víbrar. Stefni á að klára það og olíubera og þá ætti ég að vera komin með kennaralaun fyrir daginn og vel það. Ef mér tekst að massa stóru eyjuna (sem Gítarleikarinn segir reyndar að sé nes en ekki eyja) á morgun, fara upphandleggirnir vonandi að mótast. Ég hlakka til.
Góðar kveðjur
Stússarinn
10 maí, 2008
Muna að tala skýrt!
- Já takk fyrir það, en ég ætl'að fá'að kall'í'ðig
- Ha??
- Ég ætl'að fá'a kall'íðig ef mig vantar hjálp
- Ha???
(mamman sem sótti uppeldisnámskeið í vetur ákvað að nota taktana frekar en að missa sig, snýr sér að drengnum og horfir á hann á meðan hún segir hátt og skýrt):
- Ég ætlA að fá aÐ kallA í þig EF ég þarf hjálp
- Ahh, já, hehe, já, kalla í mig, ég hélt þú hefðir verið að segja að þú ætlaðir að fá kall í mig, þú veist, svona eins og aksjón kall eða þannig.....
03 maí, 2008
Læridagur
Skil ekkert í mér, hugsa bara um hvað ég eigi að fá mér næst að borða á meðan ég reyni að böggla saman ritgerð. Bögg.
02 maí, 2008
Grasa-Gudda
01 maí, 2008
1.maí
Þetta með að Starrar séu svo gáfaðir.. það hlýtur bara að vera stórlega ýkt, nema það sé nýflutt hingað fjölskylda úr öðru bæjarfélagi og starrarnir sem hafa búið hérna lengur en ég ekki náð að segja henni (fjölskyldunni)af glerbúrinu inni hjá tröllunum.
Ég frábið mér hér með fleiri slíkar heimsóknir. (Þessi staðhæfing er fyrir þá gáfuðu starra sem halda sig í bloggheimum, bið þá vinsamlegast að koma þessu á framfæri til síns ættflokks).
30 apríl, 2008
..og ekki dauður enn (frekar en Pálmi Gunnars)
Allavega, afraksturinn er óhreint parket, sem er nú lítið mál að ryksuga. Hér er mynd af vettvangi:
En það sem verra er:
ÞAÐ ERU SÓTUG FÖR EFTIR FUGLSFÆTUR Í HVÍTA LOFTINU MÍNU!!
Þetta flokkast undir skrítnustu bletti sem ég hef þurft að þrífa á heimilinu, getur einhver toppað?
29 apríl, 2008
Dagurinn í dag
Annars er bara notalegt að sitja hérna með kaffibollann og ritgerðarlesefni, prjóna og útsaum við höndina. Það hvín í ónýtu gluggunum mínum og fyrir utan gluggann sé ég glitta í fánana sem hamast í rokinu fyrir utan Kjarvalsstaði.
Ætla sko á bílnum að sækja Stubbaling.
25 apríl, 2008
Thirty something blúsinn?
Annað barn fór á annan leikskóla, þar voru aðrar hefðir og skyldur. Allar jafn skemmtilegar og frábærar. Líka sveitaferðin. Best fannst mér tombólan á vorin sem foreldrafélagið stóð fyrir. Þá koma krakkarnir allir með 3 dót að heiman, vel með farið, sem þau eru hætt að leika með, og gefa á tombóluna. Svo eru góðir foreldrar sem sjá um að númera þetta og raða upp og hafa allt tilbúið fyrir litlu krílin á laugardagsmorgni að koma með hundraðkallinn sinn og kaupa miða og sjá hvað þau fá spennandi. Að auki koma foreldrar með kökur til að selja hvor öðrum og peningarnir fara í sjóð til að fara í sveitaferðir og útskriftarferðir með börnin. Ég lagði metnað í að barnið veldi dót af gaumgæfni, vel með farið, ekki of stórt, ekki of lítið. Síðan bakaði ég stríðstertu sem hæfði stöðu minni sem tveggja barna móðir, til að leggja á kökubasarinn. Og öll fjölskyldan mætti prúðbúin.
Þriðja barn fór á þennan sama leikskóla. Hann er á síðasta árinu sínu, ég er búin að vera í þessum bransa í fjórtán ár. Ég fór með hann í sveitaferðina s.l. vor. Mér varð allri lokið þegar ég stóð úti í grenjandi rigningu og reyndi að ná barninu inn í fjósið þangað sem var búið að færa pulsuveisluna. Minn sat grenjandi (í kapp við rigninguna) á bak við ruslatunnu, kvartaði yfir skítafýlunni og hafði engan áhuga á neinu nema ónýta traktornum sem stóð í mesta forarsvaðinu. Engar pulsur fyrir mig takk, engan svala og burt með þessi loðnu illa lyktandi óféti!!! Veit ekki alveg hvort ég mæti núna í maí...
Í fyrramálið er tombólan. Jú, ég fékk hann reyndar til þess daginn fyrir sumardaginn fyrsta að velja úr dótafjallinu eitthvað til að gefa. En núna er klukkan orðin korter í tólf og ég er ekki byrjuð að baka. Sit hérna í góða skrifborðsstólnum mínum með hitapoka á mjóbakinu sem fór í baklás fyrr í kvöld, eina ferðina enn. Held að það verði bara skellt í möffins í fyrramálið. Ég er greinilega farin að reskjast - en kommonn.. sumir eiga gott betur en 3 börn, sem öll eru á leikskóla með tilheyrandi sveitaferðum og fjáröflunum. Kannski er galdurinn að hafa aðeins styttra á milli barna?
Ég prófa það þá bara í næsta lífi. Of seint núna - bakið er ónýtt!
23 apríl, 2008
Hefnd starranna
Biðjið fyrir mér kæru vinir...
22 apríl, 2008
Flóabardagi
Allavega, fólkið á neðri hæðinni er fólk framkvæmda, eins og áður hefur komið fram. Í gærkvöldi ræsti Neðrihæðarmaðurinn út eitt stykki Gítarleikara, nú skyldi ráðist til atlögu. Til stóð að henda út hreiðrum og fylla upp í göt og glufur. Neðrihæðarmaðurinn er búinn að vera upp og niður stiga í allan dag (eiginlega bara fleirihæðarmaður) og í kvöld bættist Gítarleikarinn við. Reyndar tekst sjaldnast að ná til hreiðranna, heldur er bara sprautað kvoðu í götin svo að fuglarnir komist ekki í þau. En hvað svo? Ég er hræddust um að nú sé komið að meiri háttar flóabardaga, flærnar leiti inn á við þegar fuglinn er horfinn. En ég treysti á að fjólublái spreybrúsinn frá Ameríku geri sitt gagn og að flærnar hafi stuttan líftíma án hitans frá fuglunum.
Ég lagði málstaðnum lið með því að sjá Fló á skinni á Akureyri s.l. laugardagskvöld. Núna á ég hins vegar að vera að leggja lokahönd á heimaprófið sem á að skila á morgun. Gangi mér vel, já takk.
16 apríl, 2008
Lúxusvara?
Er ekki allt í lagi?
Hvessir
Þessi frelsistilfinning á gamla DBS garminum, tónfræðipróf þýddi að tónlistarskóla var um það bil að ljúka fyrir sumarið og öllu hinu líka. Hlíðarvegurinn var orðinn auður. Nógu auður til að hægt væri að hjóla og fara úr kuldabomsunum.
Ég heyrði í fréttunum í gær að vorið væri komið. Það er öðruvísi þetta Reykvíska vor. Fattaði það allavega í dag að dagurinn í dag er það sem mér finnst vera týpískt fyrir reykvískt vor. Göturnar eru allar auðar, gangstéttirnar eru haugaskítugar eftir sandaustur vetursins og það er nógu hvasst til að óhreinindin takast á loft og fjúka í andlitið á manni, og hárið, og fötin. Einn og einn rigningardropi skellur á mann inn á milli. Trén eru nakin og drusluleg en eitt og eitt blóm farið að kíkja upp.
Ætli vorið sé virkilega komið?
15 apríl, 2008
Strumpurinn í mér
http://www.needlework-tips-and-techniques.com/beginner-guide-to-hardanger.html
Veit ekki hvort ég á eftir að verða stórvirk á þessu sviði, sjáum til ;)
10 apríl, 2008
Sól í dag
Blessuð sólin elskar allt...
09 apríl, 2008
Hvaða snjór er þetta eiginlega?
(Fékk myndina lánaða hjá Ásthildi Cecil, af því að hún er svo flottur ljósmyndari og ég á enga mynd af þessu frábæra bakaríi í fórum mínum)
08 apríl, 2008
Ekki er sopið kálið..
Í nóvember voru sérpantaðir hurðahúnar í Brynju, alveg eins og voru í öllum húsum sem voru byggði í kringum 1950. Þeir voru komnir í hús í byrjun desember. Þeir eru ennþá í kassa uppi í skáp, nema sá sem fór á baðherbergið - ég er reyndar hætt að taka eftir því að það eru engir hurðarhúnar hjá mér, nema þegar kassinn er að þvælast fyrir mér.
Sturtuhausinn stóri og dýri á samt metið. Hann er búinn að liggja í þessum sama skáp síðan í nóvember held ég bara. Erum að spara hann og notum bara þennan bráðabirgða á meðan. jájá.
En það er byrjað að klæða hryllingsherbergið, sem þýðir að efri hæðin er í rúst. Ekki fleiri fugla hingað inn, takk fyrir!
05 apríl, 2008
Vorverkin
Vonandi verð ég ekki rekin úr félaginu, njahh, slepp kannski bara með sekt.
04 apríl, 2008
Vor í lofti?
01 apríl, 2008
Fyndnir feðgar
Hann vakti mig í morgun með því að segja mér að þegar hann kom fram í morgun hefði verið fugl í eldhúsinu. Sem gæti auðvitað alveg gerst, þeir komast inn í þvottahús og þangað inn er opið því að þar er líka kattarsandurinn. Svo sagði hann mér að fuglinn væri enn niðri, hann næði honum ekki út. Hann lét þetta þó duga í plati í bili, ég slapp með skrekkinn og þurfti ekkert að hlaupa, hann fór í vinnuna.
Næst var það Stubbalingur. Hann kom hlaupandi innan úr eldhúsi og kallaði:
"Mamma, Hneta er búin að kúka á gólfið!!" Þarna vissi ég nú hvað var í gangi en lék með, enda fannst mér þetta ótrúlega vel til fundið hjá drengnum. Dæturnar eru hins vegar álíka hrekklausar og móðirin og ég býst ekki við að þær séu að atast í fólki á svona dögum.
En ef þú færð hringingu frá Gítarleikaranum í dag, ættirðu að vera á varðbergi!
31 mars, 2008
Lengi von á einum
Pöntun tilbúin. Vinsamlega sækið sem fyrst.
Kveðja
Glerslípun og speglagerð.
Ég var svo hissa að ég hoppaði nánast hæð mína. Það var í byrjun desember sem ég og Gítarleikarinn gerðum okkur ferð í þessa ágætu verslun, til að panta spegil og borðplötu á fína baðherbergið okkar. Hittum á ágætis afgreiðslukonu sem teiknaði þetta upp með okkur og leysti úr öllum vandamálum jafn óðum. Klykkti svo út með því að þetta tæki viku.
VIKU, vá hvað við vorum glöð, yrðum komin með spegil og borðplötu fyrir jólin, þvílíkur lúxus. En í stutt máli, þá tókst okkur að grenja út blessaðan spegilinn einhverntíma um miðjan febrúar, með því skilyrði að Gítarleikarinn klastraði sjálfur saman festingum og ljósaapparati á bakhliðina. Eftir það höfum við hringt öðru hvoru til að spyrjast fyrir um borðplötuna. Hún er semsagt tilbúin í dag, 31.mars 2008. Fjórir mánuðir í bið, segiði svo að það borgi sig ekki að reka á eftir!
30 mars, 2008
Alf
27 mars, 2008
Í guðanna bænum...
26 mars, 2008
Fleiri myndir frá páskadegi
Úsýnið frá Búinu
Fjöllin og Bónus í baksýn
Miðjukrútt og fjöll
Of mikil sól í augun fyrir myndatöku,
Þegar Hneta fann mjálmið
En hún hefur greinilega fundið mjálmið í Hafnarfirðinum þar sem hún eyddi síðustu viku, meira utandyra en innan að mér skilst. Nema hún hafi verið að reyna að segja mér svæsnar kjaftasögur úr plássinu...
25 mars, 2008
Ísafjörður.... best í heimi!
Veðrið verður hvergi jafn yndislegt og á Ísafirði. Ferska fjallaloftið, lognið og sólin og maður er eins og kóngur í ríki sínu!
16 mars, 2008
Sunnudagur til sælu
Áfram kristmenn krossmenn
kóngsmenn erum vér
fram í stríðið stefni
sterki æskuher...
(ég kann að sjálfsögðu minnst 2 erindi til viðbótar.
11 mars, 2008
Hrósur - góðar fyrir sálina!
Veit ekki.
Þarf að byrja aftur á Hrósunum sem við Birgitta störtuðum í mesta skammdeginu. Mæli með þeim fyrir alla, konur og kalla. Finna eitthvað á hverjum degi til að hrósa sjálfum sér fyrir í staðinn fyrir að vera alltaf að eltast við það sem maður ætlaði að gera en gerði ekki. Jákvæð styrking, eins og þeir tala um í uppeldisbókunum.
Held að ég fái Hrósur í dag fyrir að hafa komið við í Suðurveri í morgun og keypt mér góðan kaffibolla eftir foreldraviðtal vegna Stubbalings.
Heitt kaffi í pappamáli í köldum bíl - hrikalega gott! Svo var líka alveg ástæða til að fagna eftir þetta fína viðtal, drengurinn er auðvitað snillingur og ekkert annað.
Þeir sem vilja gefa sjálfum sér Hrósur í kommentakerfinu mínu, er það velkomið!
09 mars, 2008
Lán í (ó)láni
EN.
Þurfti auðvitað að endurraða í ísskápinn til að koma öllu þessu fyrirferðarmiklu grænmeti fyrir. Fann þá m.a. næstum fullan poka af súkkulaðihúðuðum cashew-hnetum, sem er uppáhaldið mitt.
Hann er búinn núna.
Á morgun byrjar hollustan.... vonandi :P
07 mars, 2008
Jahérna
05 mars, 2008
Uppdeit
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=bru%F0ur&id=1439
Kærar þakkir í Barmahlíð og góða skemmtun þið hin!
Bót...
Búin að strauja bætur á fernar og festa í vél til öryggis, restinni verður rimpað saman í saumavélinni.
Átta buxur á dag koma skapinu svo sannarlega í lag !!
04 mars, 2008
Var einhver að kvarta yfir IKEA?
Við Gítarleikarinn ákváðum að láta verða af því að kaupa okkur bókahillur úr IKEA í stofuna - þrátt fyrir andúð hans á því fyrirtæki. Ákvörðunin var tekin yfir pottunum á sunnudagseftirmiðdegi. Seinna um kvöldið kíki ég á ikea.is og sé að þeir eru með pöntunarþjónustu. Ókei, best að prófa.
Þetta var semsagt á sunnudagskvöldi, núna er þriðjudagsmorgun og hillurnar eru uppsettar í stofunni, á bara eftir að festa þær endanlega á vegginn og raða í. Ójá!
02 mars, 2008
Aumingi hvað?
Hún er ömurlegt.
Mér finnst ég einhvernveginn ekki vera almennilega veik heldur meira svona aumingi. Bara illt í maganum og orkulaus og þreytt og langar bara að leggja mig og sofa og sofa. Og bara illt í maganum. Og sofa. Og aumingi.
Svo núna verður látið reyna á læknisráðið sem er heimatilbúið og mitt eigið, svo langt sem það nær. Minnug hausverksins sem hrjáði mig marga daga og tók ekkert mark á pilluáti og hvarf ekki fyrr en eftir rauðvínsdrykkju - þá hef ég nú opnað hina fínustu Merlot flösku og er byrjuð að súpa á. Skál!!
(Aumingja Snæfríður í "Stígur og Snæfríður" er líka veik. Hún er nú samt of ung fyrir rauðvín)
28 febrúar, 2008
Bruðulagið - hver man ekki eftir því?
ÞESSSAAAAAAAAAAAR
Grófu og fínu
bruður
skaltu fá þér!!
Hitaeiningarnar
ekki munu há þér
Þær bráðna'í munni'og maga
Þær geymst marga daga
Mundu bara'að hafa poka hjá þér
26 febrúar, 2008
6 ára Stubbalingur
21 febrúar, 2008
Sykurveikin
20 febrúar, 2008
Hófdrykkja
14 febrúar, 2008
Staðan
Á þriðja degi var staðan 2-1 fyrir foreldrum og kvöldið var einstaklega ljúft. Bara prógrammið, bursta-pissa-lesa-hlusta-kúra og síðan ekki múkk í Stubbi.
Á fjórða degi fóru foreldrar út að borða í tilefni af afmæli fagra gítarleikarans. Í stuttu máli þá rústaði Stubbalingur heimasætunni og íbúðinni í leiðinni. Svo nú í morgun voru góð ráð alls ekki ódýr. Foreldrar upphugsuðu ýmislegt sem þau áttu í pokahorninu til að barnið yrði að manni seinna meir en leiddist ekki út í óreglu og vesen vegna slaks uppeldis af þeirra hálfu.
Hvað gerir Stubbalingur þá - jú, hann teflir fram stærsta trompi barns í uppeldisbaráttu við foreldrana og tryggði sér þannig endanlega sigur í fyrstu lotu.
Það var hringt af leikskólanum fyrr í dag. Stubbalingur er veikur.
13 febrúar, 2008
12 febrúar, 2008
Fugl á dag...
Annars er staðan í dag:
Stubbalingur - 1
Foreldrar - 1
En það er alfarið að þakka þolinmæði og stöðugleika Gítarleikarans sem stóð fastur á sínu sama hvað á bjátaði á meðan frúin skrapp að hitta vinkonurnar.
11 febrúar, 2008
Að þreyja Þorrann
Svo ég át síðustu Berlínarbolluna í eftir-morgunmat. En Róm var heldur ekki byggð á einum degi, ég held bara áfram að byggja á morgun.
Í gær hófst hins vegar annað átak á heimilinu, massíft atferlisátak - Foreldrar vs. Stubbalingur. Gekk vel framan af, móðirin lempaði hvert vandamálið af öðru af miklum liðleika. Þegar klukkan var farin að ganga 12 og móðirin að lýjast gerði hún þau reginmistök að senda Gítarleikarann inn til Stubbalings. Það fór allt í háaloft. Svo staðan í dag er:
Stubbalingur - 1
Foreldrar - 0
En það er sama stefnan þar í gangi, Róm var ekki byggð á einum degi, hvað þá einu kvöldi...
10 febrúar, 2008
The hard way
Í nótt kom svo til mín enn ein lexían, óumbeðin: Ekki lesa smásögu eftir Ástu Sigurðar fyrir háttinn - allavega ekki Frostrigningu eða Dýrasögu. Ég er nefnilega myrkfælin líka og gamla húsið mitt fullt af hljóðum. Og ýlfrandi hundar á neðri hæðinni.
Hér eftir verður Ásta Sigurðar lesin og kaffið drukkið í björtu!
05 febrúar, 2008
PÚMMMM
Núna varð þörfin fyrir saltkjöt á sprengidag allt í einu svo yfirþyrmandi að ég hringdi í pabba gamla og fékk "uppskriftina". Gítarleikarinn skaust í búð eftir kjöti og baunum (hringdi reyndar og spurði hvort það ættu ekki örugglega að vera þessar grænu!!) og ég hanteraði á meðan hann fór með Stubbalingi að vígja skíðin á Miklatúni.
Játs, Stubbalingur fékk gefins gömul skíði í hitteðfyrra og við vorum að láta senda okkur þau að vestan, fínt að byrja að æfa fyrir páskaeggjakeppnina á Seljalandsdal um páskana.
Lyktin læðist um húsið - namminamm....
Sofa urtu börn
Þegar ég skrönglaðist niður úr lærdómsskoti allt of seint í gærkvöldi, lá litli prinsinn á nærbuxunum öfugum einum fata, á samskeytunum í hjónarúminu með rifinn hauskúpukodda undir sér og ekkert ofan á. Við hliðina var Gítarleikarinn, vandlega innpakkaður í hvíta dúnsæng.
Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða,
og babbi þau svæfir....
31 janúar, 2008
Taugarnar
30 janúar, 2008
Meiri þvottur (nú fer stuðið að byrja)
Meina, ekki veitir manni af fituforðanum í mesta kuldanum og myrkrinu í janúar. Enda læt ég svona predikanir ekkert á mig fá, fæ mér bara mitt Sviss Miss og ristað brauð með osti og sultu í hádeginu. Ekkert grænt með því takk.
Þvottadagur
Önnin í mínum skóla hófst af krafti strax í upphafi og það eru verkefnaskil og lestur og verkefnaskil, og smá útsaumur og aðeins að prjóna. En daginn lengir, hægt, hægt...
27 janúar, 2008
Smá sending..
... til Birgittu sem býr í landinu þar sem aldrei hreyfir vind.
Svo er bara að hækka í botn og loka augunum!!
22 janúar, 2008
Kósýhvað
Hugmyndin kemur að sjálfsögðu úr IKEA og ætli þetta hafi ekki kostað svona.. tvöþúsundkall - samt kostaði IKEA ferðin mun meira....
Ó vei, ó svei...
SNIFF SNIFF...
19 janúar, 2008
Frumsýning
Hér gefur að líta fyrsta einleik Stubbalings. Hann sjálfur er höfundur, búningahönnuður, leikari og kóreógrafer. Húsmóðirin tók að sér leikstjórn. Njótið.
18 janúar, 2008
.. og eitt til
Miðjumúsin að kenna Músímúsinni á píanó í desember - efnilegar báðar tvær, finnst ykkur ekki?
Perlan
Allt stíflað
Ég er rétt um það bil að ljúka við að setja inn öll forrit og kynnast tölvunni minni upp á nýtt. Ofan í það er ég auðvitað að setja mig inn í 5 ný fög í skólanum, hvert öðru meira spennandi og áhugaverðara. Núna er ég í tveimur textíláföngum, tveimur bókmenntaáföngum og einum málfræðiáfanga. Ég hef því engan tíma til að stunda útivist eða íþróttir, ég þarf nefnilega að lesa svo mikið af skemmtilegum bókum ;) Ekki slæm afsökun það!!
Þessi færsla er sett inn til að losa um alvarlega ritstíflu og bloggfælni, vona að það sé hér með frá.
12 janúar, 2008
Lasleiki
Sjálf er ég ekki sú hressasta og segi ég alveg eins og svuntukjeddlingarnar í sögubókunum: Mjöðmin er bara alveg að drepa mig!
Held ég gleypi aðra íbúfen og leggist í flugvélarúmið - það er nefnilega stelpupartý hjá mér í kvöld.... jibbýjey!!
09 janúar, 2008
Skortur á sambandsleysi
Á meðan les ég Óreiðu á striga og gúffa Nóa konfekt (eins og Rakel) - rakst óvart á óopnaðan kassa uppi í skáp og asnaðist til að opna hann. Þá er ekki aftur snúið. Fæ reyndar til mín góðan hóp á laugardaginn og stefni á að geyma nokkra mola fyrir þær. Lofa engu.
Þetta er ritað á smátölvu Gítarleikarans, hún er svo lítil að ég sé hana varla.
07 janúar, 2008
Nojts...
p.s. Hvernig gengur ykkur að hætta í óhollustunni? Mér gengur ekki baun og er langt komin með karamellufylltu Birgittukossana :P