30 apríl, 2007
Upprifjun
Það var maturinn.
Lesið á umbúðir
Það ætla ég bara rétt að vona, þetta er nú einu sinni hnetusmjör!
26 apríl, 2007
Litli snillingurinn
RÖKK-VI-SIG-URÐ-UR-ÓL-AF-SON = 8
Rétt ný orðinn 5 ára og farinn að telja atkvæði - alveg er ég viss um að tónmenntakennarinn í leikskólanum á heiðurinn af þessu, engu að síður gladdi þetta (verðandi) kennarahjartað.
Krútt
25 apríl, 2007
Fegurð
24 apríl, 2007
Sannleikurinn
Ég er búin að vera duglegri að hreyfa mig
Ég borða meira grænmeti
Ég drekk meira vatn
Ég borða kökur og sætindi
Ég nota hvert tækifæri til að fá mér eitthvað djúsí
Ókei, þrír af fimm, er það ekki bara þokkalegt? Það er þá bara sjálfri mér að kenna að maginn lagast ekki og unglingabólurnar mínar lifa góðu lífi - eins og vanalega!!
Tek mig á eftir prófin.. eða ekki...
21 apríl, 2007
Barnalán
Í morgun fór hin fullkomna blanda í safapressuna -
eitt grænt epli
ein stór appelsína
ein feit gulrót
einn góður biti af engiferrót
...mátulegur skammtur fyrir mig :)
19 apríl, 2007
Staðfestist hér með að..
Í tilefni af því að við hjónin þurfum brátt að innrétta ekki bara eitt baðherbergi heldur tvö, þá skelltum við okkur í "leiðangur" í síðustu viku. Hvað í heiminum getur verið skemmtilegra en að eyða hálfum klukkutíma eða svo með elskunni sinni, að skoða klósett, blöndunartæki og baðker?
Ansi margt, finnst mér allavega. Við gengum þarna um eins og fílar í postulínsbúð, eða kannski frekar postulín í fílabúð og vissum ekkert hverju við vorum að leita að. Jú, við sáum ýmislegt sem við vorum ekki að leita að og hugguðum okkur við að geta útilokað margt sem okkur fannst bara ljótt.
En svo sá ég baðkarið. Jiminn, baðkar er bara baðkar, hugsar þú núna, en.. þetta var sko Baðkar með stóru B-i. Það var nefnilega smart. Ég potaði í eiginmanninn og við fikruðum okkur nær þessum fagra hlut til að skoða hann ögn betur, og viti menn, var ekki þarna verðmiði sem slökkti fljótt vonina um betra bað í brjóstum okkar beggja (dónalega ofstuðlað, ég veit)
Baðkarið kostaði rúmlega áttahundruðogfimmtíuþúsund - takkfyrirtakk -
Svo það staðfestist hér með að ég er með dýran smekk
13 apríl, 2007
Afmælisstelpur
Það vill svo skemmtilega til að það eru tvær vinkonur mínar sem eiga afmæli í dag. Önnur þeirra ber titilinn "nýjasta" og hin er "með þeim elstu" (þó hún sé alls ekki gömul)
Elsku Birgitta og Anna til hamingju með daginn ykkar. Vona að það skíni sól á þig Birgitta í Barcelona, þó ég búist við að sama rokið og rigningin lemji okkur Önnu.
11 apríl, 2007
Einmanaleiki
Mikið er ég orðin háð þessu tæki. Þurfti að fara með gersemina mína í viðgerð í gærmorgun og var sagt að það tæki 3 daga. Ég var miður mín, vægt til orða tekið. Um hálf-þrjú í dag (semsagt einum og hálfum sólahring síðar) var hringt frá EJS til að tilkynna mér að græjan væri tilbúin. Síðast þegar ég þurfti að fara með hana voru þeir líka svona snöggir að þessu. Í bæði skiptin voru þetta atriði sem féllu undir ábyrgð svo ég hef ekkert þurft að borga heldur. Ég sýni fyrirækinu þakklæti í verki með því að punta færslu dagsins með merki þeirra.
Ég var svo einmana í morgun þegar ég sat við borðið mitt að LÆRA (já ég geri það líka stundum) að ég kveikti á útvarpinu til að fá félagsskap. Það er mjög sjaldgæft.
(og íbúðin mín er enn til sölu.. anyone??)
08 apríl, 2007
Gleðilega páska !!
06 apríl, 2007
Til sölu
Værum við hinsvegar að láta svona smáatriði skipta máli þegar við fjárfestum nokkra tugi milljóna, værum við ekki búin að kaupa íbúðina sem við keyptum. Það var drasl þar þegar við fórum að skoða - en þegar við fórum aftur í gær til að kíkja á herlegheitin eftir undirritun kaupsamnings, var allt vægast sagt í rúst. Hvergi sá í auðan bletta fyrir rusli og drasli. En mér er sko nokk sama um það, íbúðin er rosalega falleg og ruslið og draslið verður farið áður en ég flyt inn. Hlakka svooo til.
04 apríl, 2007
Matur
Er að vonast til að einhver góðhjartaður fari að bjóða mér í mat áður en ég fer að éta úr ruslatunnunum - ekki nenni ég að elda sjálf.
28 mars, 2007
Ein af Stubbaling í kaupbæti
"Heyrðu pabbi, get ég ekki bara hringt í Guð?"
"Njahh, það gæti nú orðið erfitt. Til hvers þarftu að hringja í hann?"
"Ég vildi bara vita hvort ALLIR fimm ára strákar væru í alvöru sofnaðir..."
(Ég vissi ekki einusinni að drengurinn væri kristilega þenkjandi, ætli hann hafi ekki lært þetta á leikskólanum blessaður)
Þreyttur
Ekki vinna..
Ekki læra...
Ekki vakna..
Ekki taka til...
Ekki elda...
BARA FRÍ
(veit að ég losna ekki við þetta síðasttalda nema ég hundskist til Ísafjarðar og næli mér í fæði hjá pabba gamla)
27 mars, 2007
25 mars, 2007
jájá
23 mars, 2007
Föstudagur í boði húsbóndans
Það sem var pantað og sótt = hans ákvörðun
Það sem var á boðstólum:
- Djúpsteiktar rækjur
- Steiktir kjúklingavængir
- Svínasteik með puru
Ef ég skýt í blindni á innihald tel ég að það hafi verið eftirfarandi (í magnröð, það sem er mest af kemur efst):
- Hvítt hveiti
- Fita
- Allar tegundir af aukaefnum, litar-, bragð- og lystaukandi
- Kjöt og fiskur
- Grænmeti (gulrótarsneiðin sem var í kjúklingavængjasósunni)
Reyndar voru hrísgrjón einnig í boði en þar sem þau voru mjög hvít og klístruð tel ég að þau vegi ekki mikið upp á móti allri óhollustunni.
Niðurstaða = Ef mig langar í hollan mat og grænmeti verð ég bara að elda sjálf, eins og ég geri reyndar oftast
Samantekt = Mér er illt í maganum og langar í rosalega mikið af nammi
21 mars, 2007
Hver sat hvar?
átti - börn - og - missti
eitt - tvö - þrjú - og - það - varst - þú
sem - fórst - ekk - i - í
bíl - túr - inn - í - gær
Eftir alla þessa runu var Stubbalingur alveg jafn óákveðinn hvor hann vildi peru skyr.is eða eitt blátt og eitt rautt sms skyr.
20 mars, 2007
Þeytingur
Held að ég sé búin að keyra langleiðina til Ísafjarðar í dag.
Dagurinn byrjaði á þeytingi.. þeyttist framundir fjögur og var þá alsæl að komast heim, ætlaði svoleiðis að dúllast heima fram á kvöld og var m.a.s. búin að taka upp prjónana mína. Nei, ekki aldeilis. Rúmleg 5 tók við næsti þeytingur sem endaði klukkan að verða 8. Þá var eftir að borða kvöldmat, læra með barni, lesa fyrir barn og koma í háttinn. Þoli ekki svona daga.
Myndin hér að ofan lýsir mínum degi í hnotskurn, myndaðist ekki örugglega rokið, rigningin og skapvonskan?
17 mars, 2007
06 mars, 2007
..og dansinn dunar
En ég skemmti mér hrikalega vel. Vill nefnilega til að minn kall er sterkur á þessu svelli, getur vel stjórnað og ég get alveg þóst láta að stjórn svona einusinni í viku. Það er bara góð tilbreyting.
26 febrúar, 2007
Hann á afmæli í dag....
25 febrúar, 2007
Ætti nú ekki annað eftir..
23 febrúar, 2007
Kvöldverkin
Á meðan maður burstar tennurnar er hægt að labba fram á gang, skella útidyrahurðinni í lás, slökkva í stofunni, kíkja á börnin, opna uppþvottavélina (ef hún er búin) og margt fleira. Þegar maður er hinsvegar að flossa, þá eru báðar hendur uppteknar og lítið hægt að gera, í mesta lagi kíkja á börnin og horfa á sjálfan sig í speglinum (ófögur sjón á þessum tíma dags). Svo að ef ég horfi ekkert á sjónvarpið það kvöldið, þá gleymi ég að flossa. Ég er kona - þess vegna hef ég þörf fyrir að multitaska.
22 febrúar, 2007
Fegurð
14 febrúar, 2007
Tölvutrítill
(Er farin að íhuga að breyta nafninu á blogginu mínu í: Sögur af Stubbaling..)
12 febrúar, 2007
Rétta blandan
Það er ekki hægt að saka mig um ýkjur þegar ég segi að Stubbalingur sé með lítið hjarta. Ég keypti nýja diskinn hans Ladda fyrir fjölskylduna og hóf hann ferðina í gamla geislaspilaranum hans Stubbalings. Hann var hræddur við Jón Spæjó. Þegar kemur að knúsi og keleríi er hann hinsvegar með stórt hjarta, alltaf til í svoleiðis. Er þetta ekki akkúrat rétta blandan?
03 febrúar, 2007
Hárið
Þarna sé ég fyrir mér að hægt sé að velja um þrjár skýringar:
1 - Ég sést ekki jafn vel og Stubbalingur (er meira svona blörrý í bakgrunninum)
2 - Athyglisbrestur Gítarleikarans beinist aðallega að eiginkonunni
3 - Karlmenn taka frekar eftir hárgreiðslu á öðrum karlkyns verum.
02 febrúar, 2007
Kökumeik
28 janúar, 2007
Hvar er Birta?
25 janúar, 2007
Í mér leynist smiður
Því var það með nokkrum spenningi sem ég steig inn í þetta dularfulla herbergi, stútfullt af tækjum og tólum með allskonar flóknum nöfnum. Í ljós kom að í hópnum var fólk mislangt á veg komið í smíðanámi og stelpur virðast vera að yfirtaka þetta eins og flest annað (nema nottla stjórnunarstörf). Við vorum fimm svona alveg dökkgræn, fjórar stelpur og einn strákur en ég var samt eina í hópnum sem hafði ekki einu sinni lært smíðar í grunn/barnaskóla. Þegar það var búið að segja okkur frá verkefnum vetrarins og kynna okkur fyrir græjunum fengum við að tálga. 10 mínútum síðar þurfti strákurinn að fara... okkur sýndist skurðurinn vera það djúpur að það þyrfti að sauma...
24 janúar, 2007
Nú er úti veður ljótt
Göturnar eru blautar.
Skítugur snjór í ruðningum upp við gangstéttarbrúnir og í bílastæðum.
Drullupollar.
Rok.
Regnúði.
Bílar sem leggja upp á gangstéttum.
Skást að vera á ferð í myrkrinu því að eftir því sem birtir meira verður umhverfið ljótara og ljótara. Vill til að það birtir ekki almennilega í svona dumbungi.
En það er að hlýna og ég er þrátt fyrir allt bara í góðu skapi.
23 janúar, 2007
Rís
Hvað á svona auglýsingamennska að þýða? Ég ákveð að brjótast inn í banka eina nóttina. Tekst ætlunarverkið og þegar ég kem út með lambhúshettuna (prjónaða eftir uppskrift frá Vestanpóstinum) og peningapokann, er það fyrsta sem ég sé þessi auglýsing:
RÍS - ÞÚ ÁTT ÞAÐ ALLTAF SKILIÐ
þá sannfærist ég um að ég hafi verið að gera rétt, því að núna á ég ekki bara skilið að fá Rís, heldur á ég nóg af peningum fyrir því líka. Jæja, best að halda áfram að lesa Siðfræðina.. en fyrst á ég skilið að fá mér Rís...
22 janúar, 2007
Stroktilraun númer tvö
21 janúar, 2007
Ritað við gítarundirleik
Gítarleikarinn búinn að vera gítarlaus í 5 daga og keppist í ofboði við að vinna upp tapaðar samverustundir. Geri mér engar grillur, veit að hann saknaði gítarins meira þessa daga en hann á nokkurn tíma eftir að sakna mín. Ég veit líka alveg ástæðuna. Ég er honum bara ekki jafn undirgefin og gítarinn. Enda held ég að hann mundi varla nenna að eiga mig fyrir konu ef ég væri það. Jájá, þessi færsla er alveg í stíl við letidaginn minn.
18 janúar, 2007
Pæling
Geðslagið
Ósköp er ég nú þakklát fyrir snjóinn. Reddaði mér í morgun, einu sinni sem oftar. Stubbalingur var ekki bara þreyttur heldur afskaplega úrilllur líka og rak heimilisfólk út úr herberginu jafn óðum og það kom inn til hans að freista þess að koma honum framúr. Svo ég freistaði hans með rauða sleðanum. Sá var nú ekki lengi að taka við sér, vippaði sér framúr og gleypti í sig morgunmatinn.
Núna stendur yfir ljósahátið á leikskólanum. Á morgun er vasaljósadagur. Þá er það helgin. Svo fer nú brátt myrkrið og úrillskan að víkja fyrir birtu og bjartri lund. Höldum okkur gangandi á því.
16 janúar, 2007
No regrets!!
Svona eftir á að hyggja, miðað við kreðsuna sem ég var að djamma með, hefði ég betur troðið mér í shock-up upp að brjóstum, verið í támjóum háhæla skóm og fengið mér gerfineglur. Þá hefði ég líklega verið þess eins megnug að hanga í handlegg eiginmannsins megnið af kvöldinu og mesta áræðnin hefði verið að kreista fram bros þegar ég var kynnt náðarsamlegast fyrir einhverju mikilmenninu úr fjármálageiranum. Vona bara að hann verði ekki rekinn úr þessari annars ágætu vinnu fyrir að eiga svona ósettlega konu.
15 janúar, 2007
Á dauða mínum átti ég von!
ÉG ER SKUTLMAMMA...
12 janúar, 2007
Stór áfangi í lífi Stubbalings
"Hey mamma, ég gat klætt mig alveg sjálfur í nærbuxurnar
ÁN ÞESS AÐ SETJAST Á GÓLFIÐ"
(og svo hoppaði hann aðeins á öðrum fætinum til að sýna hvernig það væri gert)
Ætla að taka mér hann til fyrirmyndar og vera stolt af litlu sigrunum í lífi mínu.
10 janúar, 2007
Eftirmáli (ekki regndropanna)
Mamma, hvað er í matinn?
Bless, farin að elda...
08 janúar, 2007
Hvað dettur þér í hug?
- Stórt einbýlishús
- Þrefaldur bílskúr
- Einn bíll fyrir framan hverja bílskúrshurð
- Allir með sérnúmer, og þau eru:
BÍBÍ OG BLAKA
Eins gott ég keyrði ekki aftan á bílinn í öllu þessum hugrenningum. Enn ein sönnun þess að ég hlýt að vera kvenmaður þar sem ég get gert svo margt í einu.
06 janúar, 2007
Á morgun segir sá lati..
Í dag er ég hinsvegar að baka smákökur. Tvær sortir. Búin að smakka svo mikið að mér er orðið illt í maganum. Sko Halla, Siggakökurnar tókust fínt, en Daim kökurnar láku út um allt og eru frekar linar, en alveg hrikalega góðar!! Ætla sko að vera dugleg að troða þessum kökum í matargesti morgundagsins og svo í gesti og gangandi, annars háma ég þetta allt í mig sjálf (og kemst ekki í kjólinn á næstu helgi).
04 janúar, 2007
Árangur gærdagsins
Jæja. Yndislegi únglíngurinn minn sá til þess að ég færi ekki of geist í niðurátið. Hún bakaði þessa líka frábærtu súkkulaðiköku í gær, namminamm...
Yngri systkinin sáu svo til þess að ég færi ekki að sofa fyrr en langt eftir miðnætti sem endaði nottla með því að ég braut 2.reglu, því að loksins þegar Stubbalingur var sofnaður var ég orðin svo andvaka að ég bara neyddist til að fara fram og fá mér kökubita og mjólkursopa. Það var nú ljúft.
En í dag er nýr dagur og enn er til nóg af köku!!
03 janúar, 2007
Niðurát
1. Hætta að éta súkkulaði eins og mér sé borgað fyrir það (frekar eins og ég borgi fyrir það)
2. Hætta alfarið að borða eftir miðnætti.
3. Minnka át á unnum kjötvörum, s.s. hamborgarhryggjum og hangiketi
Kannski ég kóróni bara heilsuátakið með því að fara að sofa FYRIR miðnætti, það eykur líkurnar á að mér takist að halda 2.reglu.
30 desember, 2006
Gítarvillibráðaveisla
Ég hlakka svoooooo til!
24 desember, 2006
20 desember, 2006
Stilla
19 desember, 2006
Less is more
Þannig vill til að maðurinn minn er Gítaristi (sbr. alkohól-isti). Hann er mjög háður gítarnum sínum. Í bílnum, eftir langan dag í vinnunni, er það hugsunin um gítarinn (sem bíður hans heima),sem heldur honum vakandi á leiðinni. Ég heyri hann opna dyrnar, fara úr skónum, strunsa inn í herbergi (þar sem gítarinn sefur á daginn) og svo.... HEYRIST LAG!!!
OK, burtséð frá því sem þetta segir um okkar samband, hvað segir þetta þá um heimilislífið? Við erum búin að ræða þetta hjónin, og hann er búinn að játa það fyrir mér að hann sé háður gítarnum. Við erum að vinna í þessu í sameiningu..
En hvaðan kom þessi gítar.. eins gott að það fylgi með Rakel mín:
ÉG GAF HONUM HELVÍTIS GÍTARINN Í AFMÆLISGJÖF!!!!
...get bara sjálfri mér um kennt...
Hátíð í bæ!!
13 desember, 2006
Ég sé rautt (en þú?)
Stærðfræðin er farin að leka út úr eyrunum á mér. Ekki nógu mikið samt til að ég skilji allt. Það eina sem ég er þakklát fyrir í kvöld (fyrir utan börnin mín og manninn minn og fjölskylduna og ....) er að prófið skuli ekki vera á morgun. Það gefur mér tækifæri til að halda áfram að rota heilann, löngu hætt að brjót'ann. Vona að ég komist heil frá þessu því að ekki tekur skárra við!
En ég er ung og frísk og þetta er bara það eina sem ég get kvartað yfir, og því geri ég það!
11 desember, 2006
Ég fór að lær' á gítarinn...
Olive Oyl stendur á ganginum með töskurnar sínar og segir við Popeye (sjáið fyrir ykkur talblöðru): Ég get þetta ekki lengur, í hvert skipti sem ég opna spínatdós heyrist alltaf sama lagið!
Ég er aðeins farin að skilja hvernig henni líður. Í hvert skipti sem maðurinn minn kemur heim, heyrist lag. Reyndar ekki alltaf það sama....
Sótthiti
Ömurlegt að vera veikur í miðjum próflestri Ö - MUR - LEGT !!!
08 desember, 2006
Ljóð dagsins
Eins og oft áður.
Þær eru að gefa fötin sín og mér sýnist að þær séu að hvetja fleiri til að gera slíkt hið sama. Er ekki viss, er ekki búin að lesa greinina inni í blaðinu.
Frekar en oft áður.
Kíki inn í skápinn minn, oflhlaðinn af fötum sem ég nota ekki. Nenni ekki að taka til og sortera og gefa.
Frekar en oft áður.
En það verður allavega bjart á tröppunum mínum í kvöld.
Sem aldrei fyrr.
Verði ljós!!
Þó ég gleðjist mjög í hjarta mínu veit ég um annan sem gleðst líka innilega, og það er hann mágur minn sem er alltaf að skjóta því á mig hvað það sé dimmt og drungalegt að horfa hérna yfir til okkar. Bara af því að hann er svo duglegur sjálfur í seríunum. Bjartir dagar og bjartar nætur framundan.. JIBBÍÍÍÍ
06 desember, 2006
Sagan af brauðinu dýra
Jájá, dýr myndi Hafliði allur. Mér líður eins og pabbanum í Djöflaeyjunni sem dró upp gamla, lúna veskið til að punga út fyrir ólíklegustu hlutum... með tregðu!
05 desember, 2006
Aðferðarfræði
Þessi leiðinlega bloggfærsla er í boði aðferðarfræði, hvað getur maður verið annað en andlaus og leiðinlegur eftir allan þennan lestur!!
04 desember, 2006
Mjólkursleikir
(Sirius Konsum Orange er rosalega gott)
01 desember, 2006
Meðal-ofurkona
Allavega verður morgundagurinn helgaður brúðkaupi krúttulegu mágkonunnar og hennar manni. Ekki leiðinlegt...
(Meðalmaðurinn tekur commenti Birgittu hérna á undan sem hreinu og tæru hrósi, finnst samt ennþá smartara að vera Meðalmaður en Ofurkona.. því að ofurkonan er jú orðin frekar þreytt en það hefur Meðalmaðurinn hins vegar alltaf verið.. ekkert nýtt undir sólinni)
27 nóvember, 2006
Mjúkt og loðið
Njótið!!
24 nóvember, 2006
Nælon hvað?
Minnir mig á atriði úr síðasta áramótaskaupi þegar tággrönn og hugguleg kona kom inn í verslun að máta föt og vildi alltaf minni og minni jakka og buxur.. endaði með því að hún var orðin eins og rúllupylsa. Þá er nú betra að sleppa nælondraslinu (já, hljómsveitinni líka) og halda sig við sína stærð...(nema að núna er ég föst í helv** sokkabuxunum, eins gott að ég þurfi ekki að pissa í kvöld)
23 nóvember, 2006
..og þessi má ekki gleymast..
(sýnir pabbanum ljósan hárbrúsk á hnénu)
"Kannski er ég bara að verða pabbi!!!"
Stubbalingur syngur...
Hvort sem þú lemur mig
...
Ég meina, hvað á barnið eiginlega að halda??
A og B
ÞVÍLÍKUR LÚXUS!!!!
Verð reyndar að viðurkenna að Stubbalingur hefur verið óvenju slæmur undanfarið, það fylgir oft veikindum, leikskólafríi og óreglu.. já og auðvitað þeim hæfileika að geta haldið sér vakandi á þrjóskunni einni saman kvöld eftir kvöld.
21 nóvember, 2006
I like being green
Þetta var semsagt Geomac segulkubbur, enn fagurgrænn. Mætti halda að hér bjyggi lítill strákur með ríka tilaunaþörf!!
(Titill er fenginn að láni frá Fabúlu, lag á nýja disknum hennar...)
Ekki deyja í símann!!
20 nóvember, 2006
Mjótt mitti hvað??
(..og hvað varð svo um litina hjá Blogger, get ekki séð að ég geti skreytt þessa færslu með kelloggsrauðu eins og ætlunin var þó)
19 nóvember, 2006
Skógarbjörn
Langar svo að deila með ykku speki sem Anna Málfríður sendi mér, finnst þetta svo krúttlegt og eiga svo vel við.. gjörið svo vel:
Í þessu lífi er ég kona, í því næsta vil ég verða skógarbjörn..
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.. ég gæti lifað með því :)
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati... ég gæti líka lifað með því :)
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetu) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því!
Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............
Búin að moka frá...
16 nóvember, 2006
Pottaspjall
15 nóvember, 2006
Varúð, ekki fyrir fýlupúka
(annars kalla ég Fýlupúka nammið alltaf Prumpupúka, fyrir því er gild ástæða!!)
Tilkynning
12 nóvember, 2006
Kakó og romm
10 nóvember, 2006
Sparnaðarátak
07 nóvember, 2006
Tölur...
- Þessi er uppi hjá Guði af því að hann er brotinn, segir hann svo og setur brotna tölu upp á hillu.
Hann er nefnilega að leika sér með töluboxið hennar mömmu sinnar þessi ljúflingur.
01 nóvember, 2006
Félagsfrík
Svona vinnutörnum fylgir óhóflegt brauð og sælgætisát með tilheyrandi gosdrykkju. Það er ekki gott fyrir magann minn, held ég skipti yfir í áfengi... (langar samt í nammi núna, svona af gömlum vana)
31 október, 2006
27 október, 2006
Ég er bara fín eins og ég er!
25 október, 2006
Bakað báðum megin
Allavega, gott húsráð, mæli með því.
(búin að taka speltbrauðið úr ofninum, gott báðum megin!!)
22 október, 2006
Sannleiksfestin
- Enginn sem les bloggið mitt (nema nottla Birgitta.. "rokk-on Birgitta!!!"
- Enginn sem þekkir þetta bull
- Báðar ofantaldar ástæður
En ég bara heyrði þetta á útvarp Latabæ þarna fyrr um daginn, og mitt ótrúlega ljóða/lagaminni tók strax við sér og ég söng ósjálfrátt með. Skil ekkert í að ég skuli muna þetta, held að platan hafi ekki einusinni verið til á heimilinu. Minnir að hún hafi heitið "Sannleiksfestin" og fjallaði um þessa Herdísi eða Dísu, sem gat ekki hætt að ljúga. Pabbi hennar og mamma höfðu svo miklar áhyggjur að þau kölluðu til galdramann, sem ég held að hafi heitið Flosi en mér fannst alltaf eins og það væri sagt Glosi, og það er aðstoðarmaður hans sem segir söguna. Meira man ég ekki, nema eitthvað af textabrotum. Prófaði meira að segja að gúggla þetta orð, sannleiksfestin, en fann ekkert af viti.
En það er sama sagan með lagið þitt Birgitta, kannast við textann en ekki tilganginn. Finnst leiðinlegt að hafa klesst þessu á heilann á þér og vona að þú hafir beðið þess bætur hið fyrsta!
20 október, 2006
Manstu eftir þessu?
ég á bolta og hoppa meðan sólin skín.
Ég er svaka lygin, annars er ég góð,
ég á vini þrjá sem heita: Magga, Siggi’ og Hlín.
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la la lalla
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la laaa
19 október, 2006
Warning!
þetta stendur á sjampó brúsanum mínum. Kannski þess vegna sem það virkar svona illa fyrir mig.
Nick name
"Mamma sástu? Þetta var alltídraslikonan!"
Vá en æðislegt viðurnefni, "allt í drasli konan".
Laufin vaðin upp að hnjám
Mætti manni með freðinn svip og axlirnar upp að eyrum.
Barnið var með rauðan nebba og litlu puttana dregna upp ermarnar á úlpunni.
Veðrið er bara þannig núna, það er sama hvað maður klæðir sig vel, kuldinn smýgur alltaf í gegn. Samt er nánast logn.
18 október, 2006
17 október, 2006
"Litli Pajero"
Ég giska á að það komi af mönnum sem sitja á börum og rekja raunir sínar fyrir barþjóninum. Svo hefur Lómurinn líklega þreytandi tón.
En ég hef allt of litla þekkingu á fuglum til að staðhæfa neitt um það. Enda átti þessi færsla að fjalla um gyllta frelsið sem Stubbalingur kallar ýmist "Litla Pajero"(frekar indjánalegt og krúttlegt) eða "Flotta Pajero".
Samt er gyllta frelsið sko enginn Hlúnkur eins og Pajero, enda eru þeir ekkert skyldir.
Ætli maður á fótboltaleik í fyrsta sinn á ævinni..
16 október, 2006
..samt finnst mér skemmtilegra í flugvél
- Sækir að mér þreyta
- Lítið spennandi að borða og drekka
- Farið út eftir sérstökum reglum, fremstir fyrst og svo koll af kolli (nema í flugvél þarf ekki að labba til baka til að komast út)
- Grátandi smábörn
- Óþægileg sæti (nema ef maður er heppinn eins og ég í dag og sleppur inn á "klassann"
- Nálægð við Guð....
10 október, 2006
Gerfi eða Gervi?
07 október, 2006
Laugardagur
Er þá ekki eins gott að vera bara með óskúrað? Allir mega koma inn á skóm, svo framarlega sem þeir eru nokkurnveginn þurrir og það er líka allt í lagi að borða ristað brauð fyrir framan sjónvarpið. Gólfin mín eru allavega þannig að það sér ekki mikið á þeim, svo ég ætla bara að halda mig við að skúra einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá varir gólfnískan ekki nema svona 3-4 daga í mánuði og ég get verið afslöppuð alla hina dagana. Snilldarráð fyrir skúrilata og skúriníska!
05 október, 2006
Snillingurinn ég!
En viti menn, fann engan sem ég kannaðist við. Svo ég hringdi heim og bað ektamakann um að kíkja á miðann fyrir mig. Jújú, fundurinn var klukkan átta í gær.. svo ég fékk engan kakóbolla heldur bara hundskaðist heim. Snillingurinn ég!
04 október, 2006
pirripirr
03 október, 2006
Ég er töffari
Hann fékk allavega ekkert hermanna frá mömmu sinni. Bara appelsínugulan Halloween-bol með silfurlitum graskerjum, sokkabuxur og HULK bíl... já og rauð kuldastígvél! Kystti mig og knúsaði, ægilega þakklátur og talaði ekki meira um hermanna eitthvað. Enda held ég að hann sé friðarsinni inn við bein og ég ætla að halda áfram að banna pabbanum að kaupa fyrir hann byssur. Hann verður bara að láta sér nægja þessar heimatilbúnu eitthvað lengur. Ég veit ég er leiðinleg mamma, ætla líka að halda því aðeins áfram....
02 október, 2006
Back from Boston
...og mætti svo Önnu Málfríði á ganginum í Leifsstöð kl. 6.05 í morgun, ég á leið heim frá Boston og hún á leið út til Köben. Fannst það merkilegt nokk í ljósi þess að við búum í sama hverfinu og hittumst aldrei!!