30 desember, 2006
Gítarvillibráðaveisla
Ég hlakka svoooooo til!
24 desember, 2006
20 desember, 2006
Stilla
19 desember, 2006
Less is more
Þannig vill til að maðurinn minn er Gítaristi (sbr. alkohól-isti). Hann er mjög háður gítarnum sínum. Í bílnum, eftir langan dag í vinnunni, er það hugsunin um gítarinn (sem bíður hans heima),sem heldur honum vakandi á leiðinni. Ég heyri hann opna dyrnar, fara úr skónum, strunsa inn í herbergi (þar sem gítarinn sefur á daginn) og svo.... HEYRIST LAG!!!
OK, burtséð frá því sem þetta segir um okkar samband, hvað segir þetta þá um heimilislífið? Við erum búin að ræða þetta hjónin, og hann er búinn að játa það fyrir mér að hann sé háður gítarnum. Við erum að vinna í þessu í sameiningu..
En hvaðan kom þessi gítar.. eins gott að það fylgi með Rakel mín:
ÉG GAF HONUM HELVÍTIS GÍTARINN Í AFMÆLISGJÖF!!!!
...get bara sjálfri mér um kennt...
Hátíð í bæ!!
13 desember, 2006
Ég sé rautt (en þú?)
Stærðfræðin er farin að leka út úr eyrunum á mér. Ekki nógu mikið samt til að ég skilji allt. Það eina sem ég er þakklát fyrir í kvöld (fyrir utan börnin mín og manninn minn og fjölskylduna og ....) er að prófið skuli ekki vera á morgun. Það gefur mér tækifæri til að halda áfram að rota heilann, löngu hætt að brjót'ann. Vona að ég komist heil frá þessu því að ekki tekur skárra við!
En ég er ung og frísk og þetta er bara það eina sem ég get kvartað yfir, og því geri ég það!
11 desember, 2006
Ég fór að lær' á gítarinn...
Olive Oyl stendur á ganginum með töskurnar sínar og segir við Popeye (sjáið fyrir ykkur talblöðru): Ég get þetta ekki lengur, í hvert skipti sem ég opna spínatdós heyrist alltaf sama lagið!
Ég er aðeins farin að skilja hvernig henni líður. Í hvert skipti sem maðurinn minn kemur heim, heyrist lag. Reyndar ekki alltaf það sama....
Sótthiti
Ömurlegt að vera veikur í miðjum próflestri Ö - MUR - LEGT !!!
08 desember, 2006
Ljóð dagsins
Eins og oft áður.
Þær eru að gefa fötin sín og mér sýnist að þær séu að hvetja fleiri til að gera slíkt hið sama. Er ekki viss, er ekki búin að lesa greinina inni í blaðinu.
Frekar en oft áður.
Kíki inn í skápinn minn, oflhlaðinn af fötum sem ég nota ekki. Nenni ekki að taka til og sortera og gefa.
Frekar en oft áður.
En það verður allavega bjart á tröppunum mínum í kvöld.
Sem aldrei fyrr.
Verði ljós!!
Þó ég gleðjist mjög í hjarta mínu veit ég um annan sem gleðst líka innilega, og það er hann mágur minn sem er alltaf að skjóta því á mig hvað það sé dimmt og drungalegt að horfa hérna yfir til okkar. Bara af því að hann er svo duglegur sjálfur í seríunum. Bjartir dagar og bjartar nætur framundan.. JIBBÍÍÍÍ
06 desember, 2006
Sagan af brauðinu dýra
Jájá, dýr myndi Hafliði allur. Mér líður eins og pabbanum í Djöflaeyjunni sem dró upp gamla, lúna veskið til að punga út fyrir ólíklegustu hlutum... með tregðu!
05 desember, 2006
Aðferðarfræði
Þessi leiðinlega bloggfærsla er í boði aðferðarfræði, hvað getur maður verið annað en andlaus og leiðinlegur eftir allan þennan lestur!!
04 desember, 2006
Mjólkursleikir
(Sirius Konsum Orange er rosalega gott)
01 desember, 2006
Meðal-ofurkona
Allavega verður morgundagurinn helgaður brúðkaupi krúttulegu mágkonunnar og hennar manni. Ekki leiðinlegt...
(Meðalmaðurinn tekur commenti Birgittu hérna á undan sem hreinu og tæru hrósi, finnst samt ennþá smartara að vera Meðalmaður en Ofurkona.. því að ofurkonan er jú orðin frekar þreytt en það hefur Meðalmaðurinn hins vegar alltaf verið.. ekkert nýtt undir sólinni)
27 nóvember, 2006
Mjúkt og loðið
Njótið!!
24 nóvember, 2006
Nælon hvað?
Minnir mig á atriði úr síðasta áramótaskaupi þegar tággrönn og hugguleg kona kom inn í verslun að máta föt og vildi alltaf minni og minni jakka og buxur.. endaði með því að hún var orðin eins og rúllupylsa. Þá er nú betra að sleppa nælondraslinu (já, hljómsveitinni líka) og halda sig við sína stærð...(nema að núna er ég föst í helv** sokkabuxunum, eins gott að ég þurfi ekki að pissa í kvöld)
23 nóvember, 2006
..og þessi má ekki gleymast..
(sýnir pabbanum ljósan hárbrúsk á hnénu)
"Kannski er ég bara að verða pabbi!!!"
Stubbalingur syngur...
Hvort sem þú lemur mig
...
Ég meina, hvað á barnið eiginlega að halda??
A og B
ÞVÍLÍKUR LÚXUS!!!!
Verð reyndar að viðurkenna að Stubbalingur hefur verið óvenju slæmur undanfarið, það fylgir oft veikindum, leikskólafríi og óreglu.. já og auðvitað þeim hæfileika að geta haldið sér vakandi á þrjóskunni einni saman kvöld eftir kvöld.
21 nóvember, 2006
I like being green
Þetta var semsagt Geomac segulkubbur, enn fagurgrænn. Mætti halda að hér bjyggi lítill strákur með ríka tilaunaþörf!!
(Titill er fenginn að láni frá Fabúlu, lag á nýja disknum hennar...)
Ekki deyja í símann!!
20 nóvember, 2006
Mjótt mitti hvað??
(..og hvað varð svo um litina hjá Blogger, get ekki séð að ég geti skreytt þessa færslu með kelloggsrauðu eins og ætlunin var þó)
19 nóvember, 2006
Skógarbjörn
Langar svo að deila með ykku speki sem Anna Málfríður sendi mér, finnst þetta svo krúttlegt og eiga svo vel við.. gjörið svo vel:
Í þessu lífi er ég kona, í því næsta vil ég verða skógarbjörn..
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.. ég gæti lifað með því :)
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati... ég gæti líka lifað með því :)
Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetu) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því!
Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.
Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............
Búin að moka frá...
16 nóvember, 2006
Pottaspjall
15 nóvember, 2006
Varúð, ekki fyrir fýlupúka
(annars kalla ég Fýlupúka nammið alltaf Prumpupúka, fyrir því er gild ástæða!!)
Tilkynning
12 nóvember, 2006
Kakó og romm
10 nóvember, 2006
Sparnaðarátak
07 nóvember, 2006
Tölur...
- Þessi er uppi hjá Guði af því að hann er brotinn, segir hann svo og setur brotna tölu upp á hillu.
Hann er nefnilega að leika sér með töluboxið hennar mömmu sinnar þessi ljúflingur.
01 nóvember, 2006
Félagsfrík
Svona vinnutörnum fylgir óhóflegt brauð og sælgætisát með tilheyrandi gosdrykkju. Það er ekki gott fyrir magann minn, held ég skipti yfir í áfengi... (langar samt í nammi núna, svona af gömlum vana)
31 október, 2006
27 október, 2006
Ég er bara fín eins og ég er!
25 október, 2006
Bakað báðum megin
Allavega, gott húsráð, mæli með því.
(búin að taka speltbrauðið úr ofninum, gott báðum megin!!)
22 október, 2006
Sannleiksfestin
- Enginn sem les bloggið mitt (nema nottla Birgitta.. "rokk-on Birgitta!!!"
- Enginn sem þekkir þetta bull
- Báðar ofantaldar ástæður
En ég bara heyrði þetta á útvarp Latabæ þarna fyrr um daginn, og mitt ótrúlega ljóða/lagaminni tók strax við sér og ég söng ósjálfrátt með. Skil ekkert í að ég skuli muna þetta, held að platan hafi ekki einusinni verið til á heimilinu. Minnir að hún hafi heitið "Sannleiksfestin" og fjallaði um þessa Herdísi eða Dísu, sem gat ekki hætt að ljúga. Pabbi hennar og mamma höfðu svo miklar áhyggjur að þau kölluðu til galdramann, sem ég held að hafi heitið Flosi en mér fannst alltaf eins og það væri sagt Glosi, og það er aðstoðarmaður hans sem segir söguna. Meira man ég ekki, nema eitthvað af textabrotum. Prófaði meira að segja að gúggla þetta orð, sannleiksfestin, en fann ekkert af viti.
En það er sama sagan með lagið þitt Birgitta, kannast við textann en ekki tilganginn. Finnst leiðinlegt að hafa klesst þessu á heilann á þér og vona að þú hafir beðið þess bætur hið fyrsta!
20 október, 2006
Manstu eftir þessu?
ég á bolta og hoppa meðan sólin skín.
Ég er svaka lygin, annars er ég góð,
ég á vini þrjá sem heita: Magga, Siggi’ og Hlín.
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la la lalla
Tra-lalla la-la, lalla-lalla la
Lalla-la-la lalla-la laaa
19 október, 2006
Warning!
þetta stendur á sjampó brúsanum mínum. Kannski þess vegna sem það virkar svona illa fyrir mig.
Nick name
"Mamma sástu? Þetta var alltídraslikonan!"
Vá en æðislegt viðurnefni, "allt í drasli konan".
Laufin vaðin upp að hnjám
Mætti manni með freðinn svip og axlirnar upp að eyrum.
Barnið var með rauðan nebba og litlu puttana dregna upp ermarnar á úlpunni.
Veðrið er bara þannig núna, það er sama hvað maður klæðir sig vel, kuldinn smýgur alltaf í gegn. Samt er nánast logn.
18 október, 2006
17 október, 2006
"Litli Pajero"
Ég giska á að það komi af mönnum sem sitja á börum og rekja raunir sínar fyrir barþjóninum. Svo hefur Lómurinn líklega þreytandi tón.
En ég hef allt of litla þekkingu á fuglum til að staðhæfa neitt um það. Enda átti þessi færsla að fjalla um gyllta frelsið sem Stubbalingur kallar ýmist "Litla Pajero"(frekar indjánalegt og krúttlegt) eða "Flotta Pajero".
Samt er gyllta frelsið sko enginn Hlúnkur eins og Pajero, enda eru þeir ekkert skyldir.
Ætli maður á fótboltaleik í fyrsta sinn á ævinni..
16 október, 2006
..samt finnst mér skemmtilegra í flugvél
- Sækir að mér þreyta
- Lítið spennandi að borða og drekka
- Farið út eftir sérstökum reglum, fremstir fyrst og svo koll af kolli (nema í flugvél þarf ekki að labba til baka til að komast út)
- Grátandi smábörn
- Óþægileg sæti (nema ef maður er heppinn eins og ég í dag og sleppur inn á "klassann"
- Nálægð við Guð....
10 október, 2006
Gerfi eða Gervi?
07 október, 2006
Laugardagur
Er þá ekki eins gott að vera bara með óskúrað? Allir mega koma inn á skóm, svo framarlega sem þeir eru nokkurnveginn þurrir og það er líka allt í lagi að borða ristað brauð fyrir framan sjónvarpið. Gólfin mín eru allavega þannig að það sér ekki mikið á þeim, svo ég ætla bara að halda mig við að skúra einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá varir gólfnískan ekki nema svona 3-4 daga í mánuði og ég get verið afslöppuð alla hina dagana. Snilldarráð fyrir skúrilata og skúriníska!
05 október, 2006
Snillingurinn ég!
En viti menn, fann engan sem ég kannaðist við. Svo ég hringdi heim og bað ektamakann um að kíkja á miðann fyrir mig. Jújú, fundurinn var klukkan átta í gær.. svo ég fékk engan kakóbolla heldur bara hundskaðist heim. Snillingurinn ég!
04 október, 2006
pirripirr
03 október, 2006
Ég er töffari
Hann fékk allavega ekkert hermanna frá mömmu sinni. Bara appelsínugulan Halloween-bol með silfurlitum graskerjum, sokkabuxur og HULK bíl... já og rauð kuldastígvél! Kystti mig og knúsaði, ægilega þakklátur og talaði ekki meira um hermanna eitthvað. Enda held ég að hann sé friðarsinni inn við bein og ég ætla að halda áfram að banna pabbanum að kaupa fyrir hann byssur. Hann verður bara að láta sér nægja þessar heimatilbúnu eitthvað lengur. Ég veit ég er leiðinleg mamma, ætla líka að halda því aðeins áfram....
02 október, 2006
Back from Boston
...og mætti svo Önnu Málfríði á ganginum í Leifsstöð kl. 6.05 í morgun, ég á leið heim frá Boston og hún á leið út til Köben. Fannst það merkilegt nokk í ljósi þess að við búum í sama hverfinu og hittumst aldrei!!
26 september, 2006
Allir að labba Laugaveginn!!!!!!!
Ég bara uni glöð í minni fávisku og læt ekki sjá mig, enda er ég ekki mikil útilífvera og nýt þess að láta ekki sjá mig á manna(kraðrak) mótum. Þetta gæti líka skrifast á landsbyggðardurginn í mér, það er nefnilega aldrei.. leyfi mér að fullyrða ALDREI, svona mikið kraðrak á landsbyggðinni. Lifi félagsskíturinn!!
25 september, 2006
ZZZZZZZZ
...styttist í Boston, jeyyy
23 september, 2006
22 september, 2006
Krósý
Ætti eiginlega bara að fara að kúra hjá Stubbaling, erum bara tvö í kotinu í kvöld...
Z gildi
21 september, 2006
Aðrir Sálmar
Þröst á hvert heimili!!
Villumelding
og að lokum... SKÁL BIRGITTA!!!!!
19 september, 2006
Leiðindapistill
Hrikalega verð ég nú andlaus af þessum lærdómi, þetta er leiðindapistill.
15 september, 2006
Syngjandi
Sem ég gekk heim af leikskólanum í morgun, eftir að hafa skilað af mér Stubbaling, heyri ég óm af syngjandi börnum og staldra við. Kemur ekki þessi fyrrnefndi kennari, með fyrstubekkingana sína í tvöfaldri röð á eftir sér, leiðandi eitt krílið sér við aðra hönd og með lauflaðasýnishorn í hinni. Hún söng hástöfum í regnkápunni sinni og krílin tóku flestöll undir. Vona að þau kunni betur að meta hana en ungmennin í fyrra...
13 september, 2006
Lífsförunauturinn minn...
- hlýr
- skemmtilegur
- lífsglaður
- skilningsríkur
- traustur
- fjölhæfur.. á ýmsum sviðum
- umhverfis- og rýmisgreindur
- rjóður í kinnum
- minn... alla leið!!
Minn ástkær uppfyllir öll þessi skilyrði og fleiri til. Heppni? Held ekki, bara vel valið!
Kominn tími til að ég hætti að pirra mig yfir smáatriðum eins og misjöfnum skítastuðli og einbeiti mér þess í stað að kostunum, þeir eru jú svo óendanlega margir!!
12 september, 2006
Svefnvenjur
En segið mér fróðir menn, er eðlilegt að Stubbalingur, 4 og hálfs árs, liggi andvaka í rúminu til að verða 10? Þó svo hann vakni ekki seinna en 7:30?. Nei maður bara spyr sig.
Stærðfræði er ógeð og ég nenni ekki meir þó ég sé ekki búin með það sem var sett fyrir morgundaginn, já ég veit að það er heil vika síðan. Só??????
Reikningsdæmi
Held það bara!!
07 september, 2006
Krummi svaf í klettagjá
En mikið er gaman að eiga barn í tónlistarnámi, mæli með því :)
06 september, 2006
Foggy
Nú ætla ég að fara og sofa úr mér þokuna.
05 september, 2006
Speki að mínu skapi!
en til baka kemur aukin orka og skýrari hugsun.
Pirringsplokk
Þegar það er sæmilega þurrt úti þá veð ég bara inn á skónum í opinberar stofnanir og skammast mín ekkert fyrir það. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera í skónum þegar maður vill.
Svo að lokum er eins og talað út úr mínu hjarta það sem Alexía Björg segir í haus Blaðsins í dag:
Karlar eru nokkuð skemmtilegir en þeir hafa of háan skítaþröskuld!!!
30 ágúst, 2006
Viðtal
-Hver er uppáhalds árstíðin þín? (mjög vinsælt á haustin og vorin)
-Hvaða skónúmer notar þú?
-Hver er mesti hamingjudagur lífs þíns? (ósköp væri maður nú fátækur ef hann væri bara einn)
-Hver er uppáhalds maturinn þinn? (Hvað má nefna mörg atriði..)
-Hvað er uppáhaldsflíkin þín?
-Uppáhalds hljómsveitin?
-Uppáhalds lagið? (hægt að gera endalaust af uppáhaldsspurningum)
-Við hvaða aðstæður líður þér best?
-Hvert fórstu í sumarfrí?
-Hvað er besta fríið sem þú hefur nokkrum sinnum farið í?
-Hvernig eru nærbuxurnar þínar á litinn?
-Hvaða ilmvatn notar þú?
Svona er endalaust hægt að halda áfram. Til hvers að sanka að sér svona óþörfum upplýsingum um ókunnugt fólk? Enginn tilgangur í því fyrir mig allavega því að ég er búin að gleyma þessu um leið og ég legg frá mér blaðið og mér er mjög illa við að eyða tímanum til einskis. Ef það er gluggi á biðstofunni getur verið miklu skemmtilegra að horfa út um hann, velja sér manneskju á götunni og taka viðtal við hana í huganum.. búa til spurningar og svör sjálfur. Einnig er hægt að notast við aðra viðskiptavini á biðstofunni.. bara í huganum þó, annars halda allir að maður sé enn ruglaðri en maður er.. Þetta örvar ímyndunaraflið, nóg er nú mötunin samt.
Ekki þar fyrir, þér er alveg óhætt að halda áfram að lesa glanstímarit á biðstofunum, ég verð síðasta manneskjan til að býsnast yfir því. Er aðallega að koma með hugmyndir að afþreyingu fyrir sjálfa mig.
26 ágúst, 2006
Fyllibyttur og fleira gott fólk!
-Nú...fyllibytta, hvað er það? Spurði pabbinn um leið.
-Það er maður sem drekkur of mikinn bjór, sagði sá litli, glaður að vita svarið.
-Og hver sagði þér það? þurfti mamman að vita, og ekki stóð á svari:
-Eva sagði mér það!!
En að öðru, rosalega getur verið gaman að elda. Dagurinn hjá mér er búinn að fara í smá tiltekt, smá innkaup og svo bara elda. Er búin að skera ferskan ananas og leggja í romm, fylla kjúklingabringur og búa til vinaigrette, sjóða eggaldin en á eftir að setja fyllinguna í það já og svo er ég hálfnuð með að útbúa deigið í grillbrauð.. best að halda á spöðunum. Að sjálfsögðu verður svo hlutverk húsbóndans að grilla herlegheitin. Held að það sé bara kominn tími á rauðvínsglas. Gaman er að elda góðan mat en enn betra að fá góða gesti til að ét'ann. Gleðilegt laugardagsköld!!
24 ágúst, 2006
Frísk
Er orðin sannfærð um að þetta var magapest sem lagðist einnig á sálina. Ótrúlegt hvað maður verður druslulegur þegar eitt líffæri er í ólagi. Ætla að fá mér langa pásu í veikindum núna og vera frísk a.m.k. fram yfir jól!
23 ágúst, 2006
Sko mig!
Hljómar svo asnalega þegar maður skrifar þetta svona oft, sko mig! Skómig. Hlakka til þegar ég verð aftur full af orku, þá verður sko aldeilis sko mig!!!!
22 ágúst, 2006
Mig langar
- að vera uppfull af orku
- að líða vel í maganum
- í nammi
- að vera aaaaaaaaalein
- að fara í heimsókn
- í bíl
- að vera í góðu skapi
Ég er frek og krefjandi
21 ágúst, 2006
Sviðsskrekkur
Langdregin spenna
- Ólíkt stóru systur sinni var hún dökkhærð með stuttar strípur í alveg einstæðri klippingu.
Á einum stað í bókinni fyllist söguhetjan "úrræðakvíða" og klippingar eru höfundi hugleiknar þar sem karlpersónu er líst sem mjög myndarlegum með "glæsilega klippingu". Hefði eiginlega átt að vera með gula post-it miða þegar ég las bókina til að finna aftur alla staðina sem ég hló sem mest að.
Höfundur bókarinnar er sænsk og heitir Camilla Lackerberg (kann ekki að gera tvær bollur yfir a-ið). Ég hef lesið þónokkuð eftir landa hennar Lizu Marklund og þetta með smáatriðin og mannlýsingarnar virðist vera sér sænskt fyrirbrigði. Þá er gott að kunna að renna hratt í gegnum bullið til að ná aðalatriðunum án þess að spennnan detti. Ég er greinilega snillingur í því!!
18 ágúst, 2006
Liggaliggalá!
17 ágúst, 2006
Konur eru frá MARS
Heimaleikur
Nú þegar stubbalingur er byrjaður aftur í leikskólanum finnst mér ég vera að fá ljúflinginn minn til baka. Eftir tveggja mánaða sumarfrí er bara fínt að komast aftur í reglulegt prógramm. Hann er hættur að mótmæla öllu sem sagt er við hann, borðar matinn sinn og leikur í dótinu sínu (pissar m.a.s. inni!!). Ég hef aldrei séð þáttinn um hana Súper Nanný en hef heyrt af honum sögur, held að besta ráðið fyrir þessu ómögulegu börn sé hreinlega að skrá þau á leikskóla. Það þarf ekki einusinni að vera allur dagurinn, bara svona 5-6 tímar á dag og geðheilsunni er borgið!!
14 ágúst, 2006
Stökkbreytur
En þar sem ég var á ljóshraða að undirbúa afmæli í gær, útbúa heita réttinn, fylgjast með kökunni í ofninum og gera túnfisksalat, þá skaut því upp í huga mér hvað kvenbúkurinn er í raun illa útbúinn. Miðað við allt sem fram fór í huganum á mér á þessum tíma, hefði ég alveg getað notast við a.m.k. 2 hendur í viðbót.
Maðurinn minn stendur í þeirri meiningu að mannslíkaminn sé enn að þroskast og hann eigi stöðugt eftir að laga sig að aðstæðum. Hann telur t.d. að einn daginn eigi eftir að fæðast stökkbreytt barn sem verður gætt þeim hæfileika að geta lokað eyrunum (án þess að nota hendurnar). Miðað við hvernig þjóðfélag karla og kvenna hefur fúnkerað í áraraðir og erfitt virðist vera að breyta, þá mundi ég halda að stökkbreytingin yrði þannig að litlir strákar fæðast með loku sem þeir geta skotið fyrir eyrun að eigin vild og litlar stelpur fæðast með fjórar hendur.
12 ágúst, 2006
..og ein fyrir þá sem fylgjast með Magna
Stubbalingur að ganga framhjá: Nei, Magni er á Ísafirði.
(hey mamma, rock superstar nova er í sjónvarpinu!)
Sögur af Stubbaling
Amma og afi Stubbalings voru að koma keyrandi frá Ísafirði og voru svo sæt að kippa með sér hjólinu hans sem hafði orðið eftir þar. Stubbalingur er að koma gangandi heim til sín með uppáhaldsfrænkunum og rekur augun í hjólið fyrir utan húsið: Hey, hjólið mitt er komið! Rétt í sama mund rekur hann augun í tvö önnur hjól, aðeins stærri og segir þá: Nei sjáðu, amma og afi hafa komið hjólandi frá Ísafirði!!!
Það er ekki eins og blessaður drengurinn sé búinn að keyra örugglega tíu sinnum þessa leið, fram og til baka!!
11 ágúst, 2006
Tiltekt
Síðan ég kom heim eftir sex vikna útlegð í sveitinni hef ég verið haldin tiltektarveikinni. Hjá mér felst hún einna helst í því að því meira sem ég tek til, því meira drasl verður í kringum mig. Ég þarf nefnilega að rífa út úr öllum skápum og breyta skipulaginu í leiðinnni þegar ég er í þessum ham. Þetta herjar yfirleitt á mig í nokkra daga (uppsveifla) svo þegar ég sé að ekkert haggast gefst ég upp og leggst í leti (niðursveifla). Með reynslunni hef ég lært að best er að leyfa letinni að ríkja um stund. Ég lenti nefnilega í því eftir síðasta kast að fá svo hrikalega í bakið að ég hélt ég væri bara á leið í aðgerð...
Besta leiðin til að halda bakheilsu meðfram tiltektarveikinni er semsagt að hvíla sig inn á milli (t.d. með því að setjast við tölvuna), eiga letidag og síðast en ekki síst; sleppa því að skúra. Verð samt að ljúka þessari tiltekt áður en haustið fellur á með sínar skyldur... og geymslan er enn eftir.
10 ágúst, 2006
Lægð
Síðan þá hef ég ekki gert baun. Langaði mest að fara í vídeóleiguna og ná mér í mynd til að liggja yfir í letikastinu mínu, en fannst það slæm fyrirmynd fyrir ungviðið sem er að leika sér. Þær færðu mér hálfa samloku (hornskorna) með pítusósu og gúrku á diski, og ribena djús í glasi inn í tölvu áðan, í forrétt fékk ég örbylgjupopp í poka. Núna eru þær að búa til kókoskúlur svo að ég veit hvað ég fæ í eftirrétt... namminamm!! Bestu frænkur í heimi, ekki spurning. Þær eru líka svo dæmalaust fegnar að fá loksins að leika sér saman bara tvær, stubbalingur ekki að heimta að fá að vera með og stelpurnar í nágrannahlíðinni fjarri góðu gamni. Ég ætla að lauma mér inn í sófa með bókina mína og halda áfram að vera löt í svona klukkutíma í viðbót.
Það er gott að gera ekki neitt....
09 ágúst, 2006
Híhíhohohaha
Stubbalingur byrjar aftur í leikskólanum á morgun eftir langt sumarfrí. Það verður ágætis hvíld fyrir okkur bæði. Þá ætla ég að fá mér góðan göngutúr og reyna að viðra úr mér ólundina - kannski verður hressilegt Reykjavíkurrok í boði!! Held ég sé komin með inniveikina.
08 ágúst, 2006
Teningunum hefur verið kastað
Kláraði að lesa Dóttir Ávítarans í gærkvöldi, hún var mjög fljótlesin eftir bókina á undan, Sushi for Beginners. Enda er sú bók tæpar 600 bls. og stafirnir litlir. Enn eru einhverjar bækur í skúffunni og á náttborðinu sem bíða lestrar, eins gott að drífa sig áður en námsbækurnar fara að hrúgast inn. Svo sit ég bara hérna og skrifa þegar ég ætti að vera að lesa......farin........
Bleikt
Mikið hlakka ég nú til að prinsessan mín komi heim og flytji inni í fína herbergið sitt með tyggjókúlubleika veggnum. Og mikið held ég að hún eigi eftir að vera ánægð og knúsa mig mikið.. ef ekki verður hún bara sjálf að mála yfir bleika vegginn. (Það er enginn litur í litakortinu hérna á blogginu nægilega bleikur, verð að láta þennan duga)
Miss you baby!!
04 ágúst, 2006
frh...
Þessi pistill rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég fór að sjá þessa mynd. Eftir að hafa séð myndina og fylgst spennt með Lost á ég eitt heilræði í fórum mínum fyrir þennan vonsvikna mann sem hann ætti að hafa í huga næst þegar hann fylgist með framhaldsþætti/bíómynd:
It's the Journey, not the Destination!
03 ágúst, 2006
Hár...
Svo fór ég í handsnyrtingu í fyrsta skipti á ævinni um daginn. Vissi bæ ðö vei ekki að til væru svona margar tegundir af kremum og skrúbbum sérhönnuðum fyrir neglur. Mér fannst ég agalega fín og flott, með nýpússaðar og lakkaðar neglur og steinhætti að kroppa og naga. En hvað er eiginlega í gangi.. ég hef ekki undan að pússa þær niður, ekki má víst klippa þær. Neglurnar mínar eru í þvílíkum vaxtarkipp að þær bara lengjast og lengjast því að ekki nenni ég að vera sípússandi, hef sko nóg annað að gera!! Æji, nóg komið af fegurðarraunum í bili, en þá er það spurning dagsins:
Á ég að hætta í vinnunni?
02 ágúst, 2006
Kostakaup
Held ég fái mér bara vettlinga með góðu gripi, samt ekki gúmmíhanska.
01 ágúst, 2006
Hunang
Ég er aftur komin í fast netsamband. Þetta var erfið afeitrun og virkaði ekki neitt. En núna er ég að fara að þrífa í öðru húsi, ég sem þríf helst ekki heima hjá mér vegna bakverkja - best að panta að fá að vera í afþurrkunardeildinni, skúringar eru killer!!
17 júní, 2006
mamma, pabbi, börn og bíll
"Mamma, veistu hvað ég sá núna áðan í strætó? Það var kona á nærbuxunum að troða miða í rassinn á sér, mér finnst það ógisssslegt".
Hefur ÞÚ séð auglýsingarnar frá ogvodafone sem eru úti um allt? Kannski ekki svo erfitt að misskilja þær...
16 júní, 2006
Jahérna
15 júní, 2006
Áhugamál
Mér var farið að blöskra. Ef hann var ekki í vinnunni, sat hann heima í tölvunni. Að setja upp Excel-skjöl, búa til Power-Point sýningar eða bara skoða stöðuna á mörkuðunum og setja sig inn í málin. Ég tók þá ákvörðun að gefa honum áhugamál. Þegar næsta afmæli rann upp fékk ég mann með viti til að velja fyrir mig gítar fyrir byrjanda, þó nægilega góðan til að endast eitthvað. þarna renndi ég blint í sjóinn, en það sem ég hitti í mark - ó mæ -
Síðan er liðið 1 ár og 4 mánuðir og hann hefur tekið miklum framförum. Maðurinn sem valdi gítarinn er fjarkennari, ég er aðstoðarkennari en aðalkennarinn er netið (reyndar kemur Bubbi sterkur inn þessa dagana). Hann er orðinn þokkalega partýfær og æfir sig öllum stundum.
Stundum langar mig mest til að sturta helvítis gítarnum niður í klósettið...
14 júní, 2006
....
Svo fæ ég engin comment af því að tryggi lesandinn er í útlöndum og kemst ekki í tölvu, nema að það sé bara út af því að ég er svo andlaus og leiðinileg - gæti líka alveg komið til greina!
12 júní, 2006
Mér finnst rigningin ekki góð!!
..og enn bíð ég eftir síðustu einkunninni, átti að koma á föstudaginn, á föstudaginnn kom tilkynning um að hún kæmi á mánudaginn - og núna er klukkan orðin þrjú!!
11 júní, 2006
Þrútið var loft og þungur sjór
Keypti mér brúnkukrem í Body Shop í gær, hef ekki enn játað mig sigraða í keppninni, enda nægur tími til stefnu.. Bestu kveðjur til Mallorca!!
07 júní, 2006
Buhuuu...
Æji samt, frekar vonlaust fyrir mig, ekki bara vegna alræmds sólarleysis á Íslandi yfirhöfuð. Gæti eiginlega alveg eins skorað á þig í krullukeppni... Hmmmm.. En allavega. góða ferð, hlakka til að sjá þig á Ísafirði - ekki seinna en í Júlí!!!
06 júní, 2006
Sé ekki skóginn fyrir trjám
Mamma segir, að það sé óþarfi að vera góður í öllu og verkaskiptingu á heimilinu ætti að miða við það að hver geri það sem hann er góður í, nokkuð góð regla. Ef ég er góð í að elda en léleg í að vaska upp, sé ég bara um að eldamennskuna. Það er verst að ég er svo assgoti góð í öllum húsverkum, svo ég er farin að sjá að það er erfitt að heimfæra þessa reglu upp á mitt heimilishald. Samkvæmt þessu á tilvonandi eiginmaðurinn að sjá um að finna stystu leiðina á staðinn, skipuleggja ferðalögin og sjá um heimilisbókhaldið. Hann nennir reyndar ekki að sjá um heimilisbókhaldið (ekki ég heldur) en hann er alveg til í hitt. Þannig að... eldhúsið er á mér, ferðalögin á honum. Hvað er ég þá að gera til að kenna dætrum mínum jafnrétti í verki - nákvæmlega ekki neitt! Það er nefnilega ekki nóg að kenna jafnrétti í orði, það verður að vera á borði líka. Ef þú vilt að dæturnar og synirnir læri að mamma og pabbi séu jöfn, keyrðu þá fjölskyldubílinn.. ekki bara þegar pabbi er fullur!
Piff.. virkar ekki hjá mér (af því að ég rata ekki neitt), held ég læri frekar á borvélina, er örugglega með betri fínhreyfingar en kallinn. Umhverfisgreind er þó hægt að þjálfa, það er ég byrjuð að gera. Alltaf að skoða heimskortið og Íslandskortið, svo er ég meira að segja farin að rata í Árbæinn...
Bubbi kominn á fóninn, flottasta afmælisveisla sem ég hef farið í!!
31 maí, 2006
18 maí, 2006
Allt að gerast..
Og þvotturinn hleðst upp
17 maí, 2006
Kringlan.. allt á einum stað!
Lengi Lifi Kringlan (troðfull af atkvæðaveiðurum að gefa mis-óspennandi drasl í áróðursskyni)
16 maí, 2006
A.M.
Fatakrísa í gangi eins og oft, fimleikasýning á laugardaginn og við höfum ekki enn fundið réttu buxurnar, ekki er tekið í mál að vera í afklipptum sokkabuxum þó svo að það hafi verið þjálfarinn sem stakk upp á því. Svo ég má nota minn dýrmæta tíma, sem á að fara í lærdóm, í að þræða útilífsbúðir. Keypti vitlausar buxur í dag, of stuttar, í það fór dýrmætur tími sem ég nennti hvort eð er ekki að eyða í lærdóm. Nett spennufall og puttalömun. Held ég reyni að koma smá skipulagi á líf mitt áður en ég kasta mér - oooooo hvað ég hlakka til.
14 maí, 2006
Have you ever seen the rain...
You Are Rain |
You are best known for: your touch Your dominant state: changing |
11 maí, 2006
Mér leiðast kosningar..
Reyndar fer allt einstaklega mikið í taugarnar á mér þessa dagana, en það er bara mitt vandamál (og Birgittu sem fær allt beint í æð). Sé í hillingum fram á daga sem ég get komið heim úr vinnunni og gert bara það sem mig langar, eða ekkert ef mig langar - að ég tali nú ekki um þegar ég þarf bara yfirhöfuð ekki að fara í vinnuna og get bara alið á eigin leti og ómennsku. Það verða ljúfir tímar...
05 maí, 2006
Kjúklingur Piparsveinsins
(Fréttablaðið, 05.04 2006)
Í framhaldi þessarar snilldar er svo uppskrift af girnilegum kjúklingarétti. Af hverju þurfti það að vera ungir menn? Af hverju ekki kjúklingur piparkonunnar? Vinkona mín er piparsveinn, býr ein með kisunni sinni. Ég kalla hana piparsvein núna af því að það er ekki til neitt orð yfir klárar, fallegar, sjálfstæðar konur sem búa einar (nema þá piparjúnka, sem er yfirleitt notað í niðrandi merkingu). Hvað þá að nokkur leggi það á sig að tileinka þeim girnilegan kjúklingarétt. Enda er gert ráð fyrir því að hver kona kunni að elda, ekki bara kunni, heldur nenni líka. Piparsveinavinkonan mín nennir sárasjaldan að elda, ég mundi ekki nenna að elda fyrir mig eina og kisuna mína. Ætli ég færi ekki bara út að borða - fengi mér hvítvínsglas með -
04 maí, 2006
Af fóstrum og öðru góðu fólki
03 maí, 2006
Timburmenn
02 maí, 2006
Skyrandstæðingar landsins sameinist!!
Sumarið er komið.. vissuði það?
01 maí, 2006
Tómleikatilfinning..
Að öðru.. ansi lærir maður nú vel þegar tölvan er ekki nettengd, það fækkar freistingunum! Gallinn er að lærdómspartnerinn hverfur í leiðinni - það er mjööööög erfitt- En ég er allavega komin í gírinn, stærðfræði rúlar!!
24 apríl, 2006
Veðurguðirnir hljóta að vera geggjaðir..
Tilbrigði við vor
Únglíngurinn minn fór með vetrinum, ástæðan fyrir því að ég var svona óvenju snemma á fótum. Vona að veðrið leiki við hana þessa viku í Danaveldi. Ef þú lest þetta mín kæra, þá bið ég kærlega að heilsa Ninu og fjölskyldunni hennar, vona að þau séu góð við þig :)
21 apríl, 2006
Þetta er nú meira bullið!!
Marta -- [noun]: A person who falls into an outhouse and dies 'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com |
og svo þetta...
Hlín -- [adjective]: Tastes like fried chicken 'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com |
19 apríl, 2006
Voróróleiki
Svo lifi ég bara á því að þessu verður brátt lokið í bili og ég kemst í langþráð sumarfrí, en núna ætla ég að elda Lasagne - með kotasælu ;)
11 apríl, 2006
Pökkun
pakkipakk, verð að muna eftir páskaeggjunum sem eru uppi á skáp!
09 apríl, 2006
súkkulaðisúkkulaðisúkkulaðisjúkur
...oft langar mig í súkkulaði bara af gömlum vana, old habits die hard...
Hmmm
Your Birthdate: March 14 |
Your strength: Your superstar charisma Your weakness: Commitment means nothing to you Your power color: Fuchsia Your power symbol: Diamond Your power month: May |
05 apríl, 2006
Móðir, kona, meyja
Ætla ekkert að halda áfram með færslu gærdagsins.. hún var eitthvað svo leiðinleg. Ætla bara að halda áfram að vera góð móðir og ekki með samviskubit. Skil bara ekki hvað dætur mínar geta stundum rifist mikið, eins og þær eiga góða móður...
04 apríl, 2006
Jájájá...
Allt er breytt. Ég er í erfiðri taugatrekkjandi vinnu, kem skapvond heim og fer þá beint inn í herbergi að læra. Ég er orðin allt sem ég ætlaði mér ekki.... meira seinna, er að fara að sjá söngleikinn í Hlíðaskóla, það verður nú gaman!
Meira danskt..
Hrúga í skólanum, tveir á heimilinu... Ferðin í Bláa Lónið í morgun fór auðvitað þannig að dönsku krakkarnir héldu sig saman og þeir íslensku héldu sig saman. En ekki hvað? Vitiði til, ég mundi sko skrifa þessa færslu á dönsku ef ég hefði danska stafi í tölvunni minni! Ég ætla allavega að undirbúa dönskukennslu fyrir únglíngahrúguna í skólanum fyrir morgundaginn.
...styttist í föstudaginn :)
03 apríl, 2006
Danskir dagar
En ungu dömurnar eru allavega farnar í bíó, mín var alveg að deyja úr vandræðagangi áðan og sú danska líka. Ekki lagaðist það þegar Óli dró fram myndaalbúmin og vildi endilega fara að sýna stúlkunni myndir. Þetta verðu skemmtileg vika. Dansk og dejlig.
Hilsen P.Jensen
(nei sko nú verðurðu að fara að segja mér söguna frú B!!)
31 mars, 2006
Skortur á framtaksleysi
Núna er ég í þessari aðstöðu. Sit uppi með að vinna mjög langdregið, vandasamt og erfitt verkefni með nákvæmlega svona manneskju. Sem betur erum við ekki bara tvær. Annars sæti ég ennþá í bíóinu, ég get verið svo þrjósk þegar ég bít eitthvað í mig.
Þetta sá ég heima hjá Birgittu um daginn, verð að koma því á framfæri:
það tekur aðeins um 20 mínútur að lækna nærsýni og fjarsýni,
væri ekki frábært ef það tæki líka 20 mínútur að lækna þröngsýni og skammsýni!
Lifið heil, sjálfstæð, ákveðin og skapandi
28 mars, 2006
103
Í dag heiti ég Júlía
Mér finnst Júlía svo fallegt nafn, held að það henti mér í dag að heita Júlía, maður verður svo þolinmóður og mjúkur að innan þegar maður heitir Júlía. Hefur þú prófað það?
27 mars, 2006
Undirbúningsvinna
Nótta góð...
22 mars, 2006
Langir dagar
En undanfarna daga hef ég þó verið að kvarta undan of fáum tímum í sólarhring viðurkenni það alveg. Held ég fari bara að hringja í konuna í risinu, svei mér þá....
18 mars, 2006
enn um kosti
En eins og með flesta kosti, er þetta líka ókostur. Með því að sýna endalausa þolinmæði býður maður fólki að ganga á lagið. Það er ekki gott. Það er líka nauðsynlegt að geta staðið upp og sagt nú er nóg komið, þegar nóg er komið! Það er líka gott að bera málefni undir fólk sem er traustsins vert, vega og meta þeirra skoðun til að fá aðra hlið á málinu. Það er fátt jafn dýrmætt í lífinu og góður vinur, svo mikið er víst.
17 mars, 2006
Pepp
15 mars, 2006
Dagdraumar
Kaupi mér bara gamalt niðurnítt hús, með þykkum útveggjum, verð með fífla og sóleyjar í glugganum sem börnin hafa fært mér syngjandi í sólskininu. Ég inni að baka eplaköku (úr eplunum sem vaxa á trjánum fyrir utan gluggann) á meðan þau skottast úti hlæjandi. Svo kemur Óli heim af akrinum, útitekinn og hraustlegur þegar ég er tilbúin með ferskt salat, speltbrauð og gufusoðinn lax sem hann veiddi í gær...
... og ég náföl með bauga af allri inniverunni og eldamennskunni - það er eitthvað sem er ekki alveg að ganga upp í þessari draumsýn. Ég veit alveg hvað það er
ÉG ER ALLT OF HE.... RAUNSÆ!!!!
11 mars, 2006
Plogg
07 mars, 2006
Fargan
02 mars, 2006
Lítill fugl
Ég man ekki til þess að hafa eignast Barbie-dúkku, hvorki fyrr né síðar, getur samt vel verið þar sem ég er ekki mjög minnug manneskja. En þessi var allavega alveg spes. Hún var með liðamót og beygjufætur og svo var hún líka dökk á hörund með kolsvart sítt hár, ótrúlega flott!! En kannski er það líka af því að ég átti svo yndislega ömmu...
19 febrúar, 2006
Látalæti...
15 febrúar, 2006
Skrítið
Allavega, hlýtur bara að koma að því einn daginn. En mín ástkæra systir á afmæli í dag, til hamingju með það mín kæra!! Búin að fara í kræsingar og kö.... segi ekki meira, af tillitssemi við einu manneskjuna sem veit að ég er bloggari, því að ég veit að hún les þetta.... hellúúú...
14 febrúar, 2006
Heimanám
10 febrúar, 2006
Þegar amma kom í heimsókn
Drengur(4): Mamma!! Hvar er tannFRáður?
Mamma(36): Hérna er tannÞRáður, gefðu ömmu
Drengur(4): Nei mamma, tannFRRRáður, eins og FRRRRóði....
Algjör snilld þessi drengur...
09 febrúar, 2006
Dagurinn í dag
Þegar ég horfði út um gluggann í vinnunni snjóaði...
Þegar ég labbaði heim úr vinnunni rigndi...
...og ég sem vinn bara frá 8-2